sunnudagur, ágúst 14, 2005

Tölfræðilegar upplýsingar

Laugardaginn 13.ágúst:
vaknað klukkan sex,
keyrt norður frá 7-11,
rafting frá 13.30-17.30
keyrt suður frá 19.30-23.30,
keyrt í bæinn 00.15-0.40
dansað frá 01.00-03.30
keyrt heim 04.00-04.30

Semsagt....
- vakandi í tæpan sólarhring
- keyrsla: 9 tímar
- keyrt á fugl: 1 skipti
- raftað niður Jökulsá Eystri: 4 tíma
- dansað: 2 og 1/2 tíma
- dottið út í Jökulsá og bjargað af fjallmyndarlegum kajak-björgunarmanni: 1 skipti
- fengið pinnahæla í gegnum fætur og olnbogaskot frá trylltum fertugum lýðnum á milljónamæringaballinu: var hætt að telja í 30...

Gæti haldið lengi áfram! En í heildina var þetta æðislegur sólarhringur..mjög þreytt og aum í bakinu og bakhlutanum en það fylgir þessu bara!
Frábær rafting ferð með frábæru fólki...mikið um bátsveltur og fólk-fyrir-borð en allt fór vel sem betur fer, þrátt fyrir klettaárekstra og fleira.
Fór á Broadway með tveimur eldhressum fyrrverandi Kvennó-píum, Kollu og Siggu og þar var dansað fram á miðja nótt með hálfvöltu fólki á miðjum aldri sem var að skemmta sér líka!
Er búin að sofa í 4 tíma...og er að hugsa um að skríða upp í rúm aftur! Kúri veður úti og ég og sængin erum 'like this'!

Engin ummæli: