fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mér eru allar dyr lokaðar!!

Jep, ég læsti mig úti úr mínu herbergi! Það er verið að gramsa í skrofstofum Kröfluvirkjunnar og reyna að finna master lykilinn...er með krosslagða putta!
Lítið merkilegt að gerast hérna á vegum landsins milli Kröflu og Húsavíkur...ekki hundi úti sigandi í þessu veðri..en auðvitað hallamælingafólki!! Er ennþá með fallegan bláma á fingrunum!
Framundan: klára veginn norður út að Húsavík, fara heim og pakka niður og innsigla herbergið mitt...becaus' I'm movin' to Hvanneyri! Ég er semsagt að fara að hefja mína skólagöngu við Lbhí Hvanneyri og ég mun hafa mína eigin ruslakompu þar! Nú skulu bara allir fylgjast með hvort 'Allt í drasli' ráðist til altögu við eina íbúðina, Skólaflöt!
Banka hazarinn á Íslandi er að fara úr gullböndunum....við erum að tala um peningaupphæðir nefndar sem ég hélt ég myndi bara lesa um í tenglsum við Jóakim Aðalönd eða Bill Gates. Billjón...finnst ég vera orðin lítil aftur og standa í metingi við krakkana á leikskólanum: ''pabbi minn á milljón billjón trilljón skrilljónir af peningum!'' En núna eru kannski einhverjir krakkaormar andlitið útbíað í hori og sandi sem geta sagt þetta og ekki verið að skrökva svo mikið.....hmmm!!

Leit dagsins: hringitóna með klaufabárða-laginu!! plís, segið mér að þeir séu til!! Snilldarlag sem væri ennþá meiri shnilld sem hringing!!!

Eftirvænting vetrarins: The chronicles of Narnia myndin!! Hver man ekki eftir bókunum góðu eða TíVí-þáttunum back in the days...

Engin ummæli: