fimmtudagur, júlí 31, 2008

..þó þig vanti vítamín..

Ég held að þetta sé persónulegt met hjá mér..næstum 3 mánuðir án þess að skrifa færslu!
~ : ~
Það sem hefur gerst síðan síðast var ritað: ég náði prófum og fékk sæmilega einkunn fyrir lokaritgerð..0.1 fyrir neðan hana Erlu bekkjarsystir sem fékk viðurkenninguna á útskriftardaginn. Við vorum reyndar þær einu sem útskrifuðumst úr bekknum en það er frjósöm afsökun fyrir því hjá restinni af bekknum! Ég fékk vinnu hjá Mannvit sem náttúrufræðingur, er mest megnis að vinna í ArcGIS með landupplýsingar..gera greiningar og útbúa kort. Ég ásamt öðrum í Björgunarsveitinni Brák, Borgarnesi, skipulögðum leitarhesta æfingu í maí..alveg frábært. Um sjómannadagshelgina stóð ég mína vakt við tækjasýningu Björgunarsveitarinnar Kjalar á Hátíð Hafsins, Reykjavíkurhöfn. Ég tók vakt á sjúkrabíl og var kölluð friðardúfan, því engin alvarleg slys eða önnur útköll komu á meðan ég var. Ég labbaði um Reykjadal og Grænadal hjá Hveragerði, skömmu áður en Suðurlandsskjálfti 2008 reið yfir, síðan fór ég í jarðskjálfta aðstoð ásamt félögum í Bjsv. Kili. Ég og aðrir úr sveitinni fórum síðan Fimmvörðuháls með nokkra orkubolta úr Unglingadeildinni Stormur. Fór á Landsmót Hestamanna með nokkrum hressum skvísum, greindist með B12 vítamín skort þegar heim kom..fór á Hornstrandir, en gekk ekki Hornstrandir eins og til stóð..gjörsamlega engin orka til staðar! Frábær ferð samt í alla staði..yndislegt ferðafólk sem dekraði við mig og gott veður..mest allann tímann! Fór á Strandir eftir Hornstrandir..hvíldi mig ennþá meira þar, með fjölskyldunni í orlofshúsi. Náði að borða mig sadda af aðalbláberjum og sjá ca. 50-100 hvali og höfrunga á 5 dögum. Ekki amalegt. Hitti Náttúru- og Umhverfi, bekkinn minn "gamla" frá Hvanneyri, í hnallþóruveislu í Borgarfirðinum. Þvílíkt magn af myndarlegum ungabörnum! Já þau hafa svo sannarlega sinnt kalli náttúrunnar, svona 90% af bekknum eru nýbakaðar ömmur, mæður, feður eða voru að bæta í barnahóp sinn!
Ótrúlega gaman að hitta þau öll..
~ : ~
Framundan: Hálendisgæsla með félögum í Bjsv. Kili Kjalarnesi..förum inn á Kjalveg um verzlunarmannahelgina og tökum við af Bjsv. Brák Borgarnesi sem hefur verið þar á vakt í viku. Ætla að reyna að gera eitthvað gagn..eitthvað annað en slefa og hrjóta. Þrítugsafmæli hjá Höllu vinkonu! Sprautumeðferð og járntöflur vegna blóðleysis og vítamínskorts í nokkrar vikur..krossa putta um að niðurstaðan verði góð og það þýði ekki eilífðar meðferð. Áframhaldandi vinna hjá Mannvit í vetur..það er að segja ef ég verð ekki látin fjúka.
Hugsanlega að fara að leigja í bænum.
~ : ~
Vonandi orðin fullfrísk fyrir haustið og get gert allt sem ég vil..lengi lifi bjartsýnin og b12!
~ : ~
Ég vil lýsa yfir ást minni á Vestfjörðum complett..Hornstrandir eru nottla einstakt svæði..trúið mér, ég er náttúrufræðingur á lyfjum..en það er svo miklu meira en það..þar býr og þaðan kemur einstakt fólk, ég rek ættir mínar þangað! En það er svo miklu meira en það..á meðan fréttir landans eru uppfullar af vonleysi, uppsögnum, gengissveiflum og öðrum hræðsluvekjandi heilaþvotti kemur fréttatilkynning frá Vestfjörðum: ekkert atvinnuleysi á Vestfjörðum! Svona eiga fréttir að vera á tímum sem þessum..rífa fólk upp úr vol-æðinu..bjartsýni á framtíðina og jákvæður fréttaflutningur er allra meina bót.
~ : ~
Lifið heil og njótið helgar verzlunarmanna veglega..en farið varlega!