fimmtudagur, janúar 31, 2008

Aðgerð eftirréttur ofsaveður..operation deserter storm:

Bara svona ef þú ert ekki búin að sjá þessar klippur..!
Kannski soldið eftirá..en algjört must að sjá!!

1.hluti..
2.hluti!

sunnudagur, janúar 27, 2008

Nýtt ár ~ burðir ats og pælingar:

jæja já..mikið að gera í sjálfboðaliðastarfi í desember og janúar. Fullt af óveðursútköllum og umferðaslysum, æfingar - námskeið, keyra jólasveina um Grundarhverfi með pakka handa þægum börnum og svo auðvitað flugeldasala björgunarsveitarinnar. Einnig tók ég vakt á sjúkrabíl rétt fyrir jólin. Ég held að ég geti alveg fullyrt að það hafi ekki verið heill dagur án aðgerða í þágu björgunarsveitarinnar eða almennings yfir jólin. Enda gerast slys hvenær sem er sólarhrings sama hvaða dagur er því miður. Síðast í gærnótt var Björgunarsveitin Kjölur með gæslustörf í tveimur þorrablótum og sinnti útkalli nálægt Hvalfjarðargöngum. Á þriðjudaginn er 80 ára afmæli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og stöndum við, ásamt annarri sveit, heiðursvörð við fagnaðinn. Þá vona ég að maður geti andað aðeins eftir það..

Annað sem hefur gerst á þessum eina og hálfa mánuði: fór í alsherjar snjóbrettaferð norður eina helgi með góðu fólki og var ferðin hreint út sagt æðisleg í alla staði!
Náði öllum áföngum nema einum í jólaprófum..bíð núna eftir einkunn úr endurtektarprófi! Mitt fyrsta fall og það með stæl skal ég segja ykkur!
Er flutt aftur á Kjalarnesið í bílskúrinn hjá familíunni. Hef það bara ágætt þar í faðmi sumardekkjalagers og verkfæra! Nú fer senn að líða að skilum á BS lokaverkefni (í maí) og þar sem ég hef góða aðstöðu hjá Vatnamælingum í bænum til að vinna verkefnið og ég er lítið í skólanum þannig séð þá ákvað ég að flytja aftur úr Hvanneyrarsveitinni og í Reykjavíkursveitina!
Fór niðrí bæ á nýársdjamm í fyrsta skipti og skemmti mér heldur betur vel! Svo virðist sem fólk hafi mismunandi reynslu af áramótagleði og fékk ég margar leiðinlegar sögur af sveittum dansiböllum en ég ákvað að láta það ekki trufla stemmarann né vont veður! Þannig ég fór ásamt frábærum píum, sem eru líka í skóla á Hvanneyri, niðrí bæ með kanínueyru á höfði, slaufu um háls og dindil á afturenda..smá þema, hehe.
Er að hefja mín fyrstu skref ársins í átt að heilbrigðari lífstíl..já ég tók íslenska pakkann á þetta og setti mér áramótamarkmið! En til að enda ekki eins og hver annar Íslendingur sem sprengir sig í ferskleika áramótaheita þá tek ég þessu rólega og vona að kraftur verði komin á fullt í febrúar-mars!
Á miðvikudaginn er ég að fara í atvinnuviðtal til Bolungarvíkur...ég vil ekki tjá mig meira um það fyrr en ég veit meira um málið! :)

Annars hvet ég alla til að njóta vetrarins með öllu því sem hann býður uppá en jafnframt vera vel á verði þegar verið er að keyra og muna eftir náunganum! Ef þið sjáið bíl utanvegar ekki keyra fram hjá nema vera viss um að enginn sé í bílnum eða ef þið sjáið gulan vettvangsborða lögreglunnar utan á bílnum. Hafið ávallt hlý föt, vasaljós, skóflu og reipi í bílnum ásamt öðrum nauðsynjum..líka þó þið séuð að ferðast innan höfuðborgarsvæðisins! Nú er alvöru vetrartími og allra veðra von!! Það tók mig tvo tíma að ferðast frá Hvanneyri til Kjalarness á föstudaginn ásamt vinkonu minni, vegna ofsaveðurs..vegna þess að við aðstoðuðum aðra við að draga upp bíla, leiðbeindum smeykum bílstjórum og stoppuðum þegar við sáum afvelta bíl utanvegar og komum farþegum í skjól þar til lögregla kom á svæðið. Þið vitið aldrei hvenær þið þurfið á aðstoð sjálf að halda..gjörið við aðra eins og þér viljið að aðrir gjöri yður!