It's all so quiet...
Þegar ég vaknaði í morgun lá ég kyrr í smá stund á meðan ég var að koma heilastarfseminni í gang. Hlustaði og fattaði ekki hvað væri öðruvísi. Síðan þegar heilinn var búin að ræsa sig og 'desktopið' komið upp þá kviknaði á litlu perunni sem hangir hliðiná hausnum; aha! Ekkert rok úti lengur! Hálfhrasaði niður stigann og rýndi út um gluggann; jú, mikið rétt! Það blakti ekki lauf á toppi trjánna!
MÃín dró fram bikiní og sandala en eftir nokkrar mínútur flugu þau í gegnum loftið og í staðinn voru rifinn upp ullarnærfötinn! Skítakuldi úti!!
Í hádeginu dag var $.bekkingum Kvennaskólans (4.bekkingum) plantað inn í eina stofu og var vandræðanleg þögn á meðan Nemendastjórnin ræddi við okkur um komandi árbók! Málið var að engin hafði boðið sig fram til að sjá um að koma bókinni í gang. Því var Stjórnin með auka 'things-to-do' miða á herðunum sem íþyngdi þeim soldið.... Eftir smá starfskynningu um hvað feldist í þessari árbókarnefnd fóru nokkrar hendur hikandi á loft. Þessar hendur munu hafa nóg að gera sem símadömur næstu mánuðina að reyna að kreista einhverja peninga út úr feitum fyrirtækjum til styrktar árlegri árbók stúdentaefna!!
Fyrirmyndar-stjörnuleit Íslands (á venjulegu máli: Idol) er senn á enda, nánar tiltekið er hún á enda á morgunn....föstudagur! Hvídardagur skólanema en á hinn bóginn einnig
(d)jammdagurinn mikli. þau verða ekki ófá Idol-partyin á morgun! Ég ætla ekki að spá fyrir um meira heldur fylgjast með fréttum dagana eftir úrslitin..hver veit nema maður lesi um einhvern ágreining manna á milli sem hefur endað í slagsmálum! (''Míns var miklu betri en þíns söngvari!'') SMACK!!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli