It's a beautiful day!
Það var aldeilis langur dagur í skólanum! Eftir að tveir kennarar voru ekki mættir í tíma og ég átti eftir auka skammt af eyðum...þá gafst ég upp og tók strætó upp á Háaleitisbraut. Þar fór ég inn í Landsvirkjunarturninn að tala við pabba og gera fjölskyldubílinn upptækan! Með dúndrandi hausverk eftir pirring og stingandi sól þá var ég ekki í stuði fyrir hálfs dags bið eftir síðasta tímanum (semsagt tíma nr.2 yfir daginn!). Brunaði heim og kom við í Nóatúni til að kaupa kjötvörur fyrir mömmu. Gengur ekki að ekkert pepperoni og engin skinka sé til þegar mamma ætlar að búa til sínar frábæru pizzur! Frá mér séð hefði það ekki skipt máli en það er nauðsynlegt hjá hinum að hafa eitthvað kjötálegg!
Þegar heim var komið var farið beint í eldhúsið og staðið ‘bak við’ eldavélina! Með hádegismatinn í annarri og fjarstýringu í hinni hlammaði ég mér fyrir framan imbann og smellti einni mynd á fóninn. Þegar hún var búin og mallin orðinn stærri stóðst ég ekki sólargeislana lengur. Klæddi mig í mörg lög af peysum og rölti með mömmu einn hring um hverfið áður en við fórum upp í skóla til að ná í tvo yngstu stubbana í fjölskyldunni. Já, svo sannarlega hefur maður stækkað og gildnað síðan maður var í þeim skóla....en skólinn hefur líka bætt utan á sig! Búið er að tvöfalda rými hans og fleiri krakkar hafa aldrei verið í skólanum sem er ennþá verið að laga að innan sem utan. Leikskólinn er búin að sprengja utan af sér ömurlegt húsnæðið og er nú verið að byggja nýjan leikskóla. Það iðar allt af lífi í nafla Reykjavíkur!
Núna er sólin farin en ennþá er kveikt á götuljósunum! Ég er kominn inn en er ekki ennþá farin úr skónum! Veit ekki alveg hvort ég ætla út aftur...er ennþá gott veður þótt sólin vermi ekki lengur!
Annars er ég eiginlega búin að ákveða að vera inni og halda áfram snemmbúinni vorhreingerningu minni í herberginu! Er að hugsa um að vígja nýja pensilinn minn og fara að mála eitthvað á vegginn! Er orðin þreytt á hinum penslunum sem sligast undan minnstu málningarslettu sem fer á þá! Algjörir aumingjar! Langar líka að prófa að mála á vegg. Nenni ekki að mála á striga og setja það í ramma og upp á vegg! Bara mála beint á vegginn! Ef kraftaverk gerist og ég mun fá listahæfileika, þá er hugmyndin að mála eitthvað líkt þessu! Krossið putta og óskið mér góðs gengis!
..get alltaf málað yfir! : þ
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli