Er það minn eða þinn sjóhattur...
Störnuleit Íslendinga er lokið (í bili). Sjómaður í gardínujakka kallaður Kalli varð fyrir valinu. Sem er mjög gott! Af blaðinu í morgun var hægt að sjá að matarvenjur Íslendinga eru mjög einfaldar: pizza! Sem betur fer fyrir Idol-party liðið mitt vorum við með pizzumeistara í húsinu sem sáu um veitingarnar! Þar fyrir utan hefði Domino's eða öðrum reynst erfitt að komast leiðar sinnar upp á Kjalarnes...sökum veðurs! Hvað annað!
Nú loksins fær að snjóa hér fyrir sunnan! Þegar langdregið Idol var búið var staðið upp úr sófanum og rölt að glugganum. En fyrir utan var ekekrt að sjá. Það sást ekki einu sinni að næsta bé sökum snjófoks! Við úr hverfinu ákváðum að bíða með að leggja í hann og settumst aftur í sófann. Skipt var yfir á skjá einn og glápt frá sér allt vit yfir enn einum 'survival-of-the-fittest' þætti frá landi hamingjunnar. America's next top model held ég að þessir þættir heiti. Eftir að hafa horft á mjónur með stjörnustæla meðhöndla slöngur með megnasta viðbjóð komu hinir eldri húsráðendur loks heim eftir langa heimferð. Þau sögðu okkur að drífa okkur af stað núna ef við vildum ekki verða veðurteppt! Þannig það var lagt í hann! Keyrðum af stað og bökkuðum síðan til að gera áhlaup á ágætis skafl sem var í innkeyrslunni. Vorum ekki komin langt þegar við stoppuðum og fórum úr bílnum til að hjálpa vini (sem fór á undan) að losa sig. En hann vildi ekki hjálp heldur nýtti sér það sem býr í Bensanum og komst loks í gegnum torfærurnar. Og þá var komið að Rollunni (Corolla fyrir þá sem skilja ekki djúpa merkingu nafngiftarinnar..). Og undir stýri sat þaulvön ökuþóra; Sigurborg! Og við komumst áfram en þá sáum við líka ekki meira og var einn liðsmanna sendur út til að leiðbeina Rollunni. Komumst út á þjóðveg og þá var hraðinn aukinn í 20-30 metra mældur í k?l?um/klst! Reynt var að halda sig réttu megin á veginum..en soldið erfitt! Í svona snjófoki eru skilningavitin gjörsamlega úti að aka (skemmtileg tilviljun) og það er eins og bíllinn sé stopp þótt hann sé í raun og veru á ferð! Það kom því fyrir að hægra megin við okkur var vitlaus vegstika (þeir sem vita ekki hvað er verið að tala um...með fullri virðingu, dustð rykið af ökunámsbókinni!)! Þannig það var beygt inn á veginn aftur áður en við værum komin langleiðina ofan í skurð! En eftir mikinn spenning og hræðslukenndan hlátur yfir fáránlegum hlutum komumst við heil á húfi heim! Bílferð sem undir venjulegum kringumstæðum tekur 3 mínútur tók 15-20 mínútur!! Mjög spennandi frásögn og mjög stutt, ég veit! A tale to tell my grandchildren...
Fékk líka heiðursverðlaun á íslensku tónlistaverðlaununum um daginn. Ha? Fór það fram hjá þér? Too bad for you..! En semsagt; ég fékk verðlaun fyrir framúrskarandi langar hugrenningar mínar og óskiljanlegan húmor! þar að auki fékk ég aukaverðlaun fyrir hina hlægilega litlu kunnáttu mína á tölvur og sérstaklega blogg!
En meistari Drekafluga hefur tekið mig undir sinn verndarvæng og ætlar að leiða mig í gegnum leyndardóma bloggsins! Mikið verk fyrir höndum ég veit, en ekki ómögulegt fyrir Gumma almighty! Drekafluga hefur marga vængi að mér skilst, og hefur hann tekið við fleiri afvegaleiddum bloggurum! Gummi, þú átt alla mína aðdáun (fyrir utan smá part sem ég geymi fyrir Orlando Bloom og fleiri!)
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli