Súkkulaðisætt páskafrí!
Ljúfa líf ljúfa líf...loksins er komið páskafrí! Eflaust margir nú þegar búnir að yfirgefa heimili sitt og eru á leið í sumarbústað eða jafnvel útlönd! Ég hins vegar mun líklega eyða mest öllu fríinu heima og borða..og læra! Páskaeggið í ár er mjög spennandi; Kólus páskaegg með súkkulaðilakkrísbragði! Fæst ekki í verslunum..vona að súkkulaðið sé gott!
Fór á leikrit með skólanum á miðvikudaginn og við erum að tala um flottustu sviðsmynd sem að ég hef séð! Hún gerði leikritið að því sem það er og leikararnir toppuðu þetta með brilliant karakterum! Geysir Þór hjá Ólafíu Hrönn var frábær, bandarísku týpurnar frábærar og ekki má gleyma kórkennaranum flippaða henni Mirru! Allir stóðu sig vel og stemningin í salnum bætti leikritið held ég bara! Eins og kennari sagði, þá myndast öðruvísi stemning þegar áhorfendur er svona hópur...leikararnir 'blómstra'! Og ég held að það sé eitthvað til í þessu...
En ég mæli hiklaust með þessu leikriti fyrir alla! Ert að missa af miklu! Gott leikrit á heimsvísu..eins og margt annað á Íslandi sem er 'bezt í heimi'!
Nýr bíll vígður í fjölskylduna okkar; Renault Laguna 2000, silfraður og fínn! Ég bauð hann velkominn í gær og byrjaði á því að drepa á honum! Svo keyrði ég smá hring í hverfinu og eyddi síðan fimm mínútum í að finna út hvernig átti að setja í bakkgír..sem ljóskulega auðvelt þegar ég fattaði það! Leið eins og ég væri komin í ökunámið aftur með tilheyrandi höktum og löngum eyðum á meðan ég skipti um gír; tengipunkturinn er á asnalegum stað og gírarnir virka mjög furðulega miða við good ol' Spacewagon! Þannig ég grátbað pabba um að fá að fara á Geimvagninum í bæinn svo að ég myndi nú ekki afsanna þá staðreynd að silfraðir bílar eru öruggari vegna fárra árekstra...
En við höldum upp á inngöngu nýja meðlimsins í kvöld með pizzu og gotterí!
En gerið nú eitthvað skemmtilegt í dag! Ég fór út í garð með systkinum mínum á miðvikudaginn til dæmis og hlóð snjó á rúðurnar eins og maður gerði í denn, og svo bjuggum við til 'óbrjótanlegt' snjóboltastríðs virki! Maður þurfti samt að liggja alveg flatur til að fá einhverja vörn gegn þungum snjóboltunum!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli