Enn er rembst við blogger..
Ég held að ég þurfi að smá aðlögunartíma fyrir þetta nýja útlit á blogger...hoppa alltaf upp í sætinu þegar ég sé síðuna! Ekki það sem ég býst við að sjá!
En alla veganna, nóg komið um ljóskustæla í mér!
Var að enda við að skoða mjög áhugaverða síðu sem hefur breytt algjörlega sjónarhorni mínu á Króatíuferðina: skoðist hér!
Það verða alls konar furðufuglar á Króatíu, það er ekki hægt að segja annað! Og eitt er á hreinu að það eru margir sem eru að fara að skemmta sér!!
Var í erfðafræðiprófi í dag sem var að gera mig að sjúklingi síðustu 3 daga...tíu kafla próf um eitthvað svona torskilið efni er ekkert grín!
Eftir söguprófið á mánudaginn lærði ég fyrir Landafræðipróf og Líffræði (erfðafræði). Landafræðin var á þriðjudaginn og hún fékk mig til að hugsa um margt..mjög mikið um okkur iðnríkin og þróunarríkin! Kemur kannski pistill um það seinna!
Svo í gær lærði ég frá morgni fram á nótt fyrir líffræði...en ekkert síaðist inn í gráa gumsið í hausnum!
Var orðin frekar áhugalaus um sjöleytið..Eurovision átti minn hug! :)
Horfði á eitthvað af keppninni og svo lokadæmið þegar var tilkynnt hvaða lönd komast áfram. Sýndi sig alveg hvað sætir, stæltir og sveittir karlmenn geta komist langt með því að dilla sér! Það getur enginn sannfært mig um það að gríski gæinn sé góður söngvari né mjaðmahnykkurinn og diskóslut-ið frá Bosníu-Hersegóviníu (hvernig sem það er skrifað)! Kannski finnst einhverjum þetta vera frábær lög..en ég vil bara segja að það voru önnur skárri lög sem hefðu átt að komast áfram. Og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Króatía og Albanía komust áfram með sín lög!
En það er bara mín skoðun..tell me yours!
Allir að horfa Júróvisjon á laugardaginn!!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli