fimmtudagur, maí 06, 2004

Vefritsvandamál tengjast mér..?

Jæja! Ekki spyrja mig af hverju en ég og ein vinkona mín ákváðum að koma upplýsingasíðu Björgunarsveitarinnar í gang! Og þá erum við að tala um svona vefrit... og ég skellti mér á blog.central.is og opnaði eitt vefrit þar...en ég kann ekkert á það! Síðan opnaði ég eitt í viðbót, á fólk.is og það virðist vera eitthvað meira í þá áttina sem við erum að leita að, en ég kann ekki að setja inn myndir þar! :)
Þannig; allir sem eitthvað kunna á uppsetningu á þessum tveimur vefritum, og vilja veita góð ráð...þá eru þeir hjartanlega velkomnir að veita þau í kommentakerfið! Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvernig hægt er að setja upp síður inn á blog.central.is vefritinu, ekki tengla á aðrar síður samt! Er þetta skiljanlegt? Semsagt svona síður eins og hægt er að búa til inn á fólk.is..?!
En já..kannski þetta sé ekkert sniðugt; að byrja á þessu rétt fyrir próf!?
Ætla að geyma þetta í einhvern tíma og fara að læra fyrir próf..

So long!

Engin ummæli: