Pitt í pilsi
Jæja! Kemur kvikmyndagagnrýnin!
Eins og margar aðrar stórmyndir þá er Troy í lengra lagi; 2 klukkutímar og 40 mín.
Eins og flestir ættu að kannast við þá er þessi mynd gerð eftir Ilíonskviðu, goðsögu Hómers, sem fjallar um Trójustríðið. Eftir að hafa verið að læra um grískar goðsögur í skólanum núna, þá var ég með goðsöguna á hreinu og hlakkaði mikið til að sjá myndina. En ég brenndi mig á því að hugsa um söguna á meðan.
Sem Ilíonskviðulesandi: ekki nógu góð mynd
Sem unnandi goðsagna (sem hugsar ekki um goðsöguna á meðan, eða hefur ekki lesið hana): bara nokkuð góð!
Sem kvenmaður: Mjög góð!
Þetta er semsagt mjög mikil stelpumynd (fyrir utan allar blóðsletturnar og dauðaveinin) þar sem goðið Brad Pitt er nr.1 í myndinni ásamt pilsinu stutta í aukahlutverki. Og svo nýja brumið: Orlando Bloom. Tími til kominn að sjá hálfnakta eða bara bera karlmenn, ekki alltaf stelpur! Vona að fleiri myndir fylgi í kjölfarið af þessari!
Mestu vonbrigðin voru semsagt hversu ameríkaniseruð sagan varð og svo auðvitað hversu illa myndin fylgdi sögunni (enda bara 'inspired'). Svo, að mínu mati, hefði verið hægt að vinna betur úr þessu efni sem handritshöfundur hafði: hvernig myndin er tekin upp og tónlist og svona smáatriði! Ég var í gagnrýnisham þegar ég horfði á myndina: Trójumenn í hippamunstruðum fötum, Grikkir með korktappa í hárinu, Brad Pitt með dredda, í magabol og með bauga undir augum! Fyrir utan óeðlilega brúnku..en hei, hann er Pitt og verður alltaf fríður maður!!
Það er hægt að skrifa fullt um þessa mynd, og eflaust skiptar skoðanir um hana (endilega tjáið ykkur ef þið hafið séð hana eða hvað ykkur finnst um hana).
Núna bíð ég bara eftir Harry Potter 3 og Shrek 2..að ógleymdum næstu hetjum: Arthúr og Alexander!!
Only 3 days left now..!!
Verð stúdína á morgunn!!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli