..og ekkert múður!
Komst að því seint um síðir að það birtist mynd í Morgunblaðinu sem ég tók. Fór á stökkinu inn í foreldrahús og tók dýfu ofan í moggabunkann og svipti upp blaði frá 27.apríl og viti menn. Flennistór mynd af hesti og knapa og ljósmyndari..Kolbrún?? Fór inn á klósett og leit í spegil. Jújú, ennþá María gamla. En einhverri annarri hafði þá verið eignaður heiðurinn. Stoltið og himinlifandi gleðinn var svifinn á braut, lokaði að mér og skrúfaði frá kaldri bunu sturtunnar. Eftir að hafa staðið í 2 mínútur stjörf undir bununni fór nú heilinn heldur betur að taka við sér. Og eftir því sem ég hugsaði meira um þetta varð alltaf heitara og heitara í sturtu, það bókstaflega sauð á minni! Stökk út og slengdi handklæði utan um boddíið og óð fram með maskara niður á höku og hár og heilastarfsemi í flækju. Hringdi titrandi hendi í þann sem ég taldi ábyrgan fyrir þessari katastrófu..en ekkert svar sem betur fer fyrir mig og þann aðila.
Er enn ekki búin að fá þetta mál á hreint frá öllum aðilum
en eitt er á hreinu að góðvild mín og "ljósmyndahæfileikar" eru ekki falir
hverjum sem er eftir þetta!
Fyrr má nú traðka á ljúflyndi en oftraðka!!
Og ef einhver veit hvernig er hægt að skella copyright merki og nafni á allar myndir
þá má sá öðlingur hafa samband svo hægt sé að koma hjá svona
rassskellingu á egói..
en eitt er á hreinu að góðvild mín og "ljósmyndahæfileikar" eru ekki falir
hverjum sem er eftir þetta!
Fyrr má nú traðka á ljúflyndi en oftraðka!!
Og ef einhver veit hvernig er hægt að skella copyright merki og nafni á allar myndir
þá má sá öðlingur hafa samband svo hægt sé að koma hjá svona
rassskellingu á egói..
Fór á Manchester tónleika í hitastækju laugardagsins. Eitthvað hefur klikkað með þá herferð Icelandair þar sem miðar voru gefins um allar trissur. Ég og tónlistafélagi minn vorum komnar með fjóra miða um þrjúleytið og þó að við hringdum um allar trissur gátum við ekki losnað við þessa tvo aukafrímiða. Já..ég legg sérstaklega áherslu á FRÍmiða! Eftir mikið hangs og hringingar fórum við í Laugardalshöllina um sex til að berja Benna Hemm Hemm, Trabant, Echo and the Bunnymen, Elbow og Badly Drawn Boy augum. Náðum í síðustu tóna Foreign Monkeys (sigurvegara Músíktilrauna 2006) sem virtust deila með okkur aldursforsetatitlinum þá stundina, liðið þarna inni var á fermingaaldri. Og eftir þetta kveld held ég að ég geti alveg sagt að efnilegur er gellukjötmarkaðurinn. Mér leið eins og gamalli forhertri spinster þarna. Anyways..fjölbreyttur hópur af fólki, allt frá alvörugefnum fermingarstrákum með vatn í bjórglösum sem þeir náðu einhvers staðar í (rosa svalir) og yfir í skemmtilegustu drykkjutýpuna: miðaldra konu með hendi í fatla úr skrautbandi og mann hennar, bæði með haus reigðan aftur á bak og dansandi í takt við..tja, alla veganna ekki tónlistina...og öskrandi: þhirru æssleghirr! í áttina að hljómsveit og sullandi bjór yfir nálæga með veifandi höndum. Fínir tónleikar en soldið langir..algjört maraþon frá 18.00-00.30 þegar við stauluðumst út í miðjum söng hjá Badly Drawn Boy. Sveitapíurnar áttu sko eftir að keyra á Hvanneyri takk fyrir..
Inflúensa vikunnar:
Lag: Call me - Blondie
Engin ummæli:
Skrifa ummæli