miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Sixpensari:

Hvergi er sixpensari, tóbak af öllum gerðum og mjöður í hávegum haft eins og hjá Hvanneyskum nemum!

Hér er smá ferðasögubrot úr Búfjárræktarferð sem ég fór eina helgi, 9.feb-11.feb. Þegar allur nauðsynlegur búnaður var kominn um borð í rútuna var rúllað af stað norður. Partýblaðran angraði einhverja á leiðinni og því voru nokkur vegkantsstopp sem ekki voru á dagskrá. Nokkur býli voru heimsótt þennan sólríka föstudag og tekið var á móti okkur með öllum þeim höfðingsskap sem til var.


Fjárbændur, kúabændur, hrossaræktendur, loðdýrabú, blönduð bú og ferðaþjónustubændur með meiru..þetta var allt saman skoðað þessa helgi í Skagafirðinum! Veitingar voru í boði á mörgum stöðum, m.a. besta fiskisúpa Íslands og blá bolla! Hundar tóku vel á móti völtu liðinu og litlar heimasætur leiddu okkur um landareignina, stoltir erfingjar.

Ekkert hægt að segja meira um þessa ferð en að hún hafi verið frábær! Fólkið í ferðinni rúllandi skemmtilegt mest allann sólarhringinn..hehe..eftir bæjarheimsóknir var skolað af sér dýralyktina og skellt í sig kveldverði og brunað á Krókinn. Dansað og skemmt sér fram á rauðanótt. Síðan haldið áfram morguninn eftir dagskrá hvað varðar heimsóknir og drykkju!

Halla ljósmyndagúrú tók myndir í ferðinni (þessar myndir sem hér eru tók hún)
sem segja allt sem segja þarf. Kíkið á fleiri!
Slagarar ferðarinnar: “I feel good..dururururumm”, “hvað er uppi, pussukisi?”
og “kremkex! (kexkexkex) það er svo gott!”

Engin ummæli: