þriðjudagur, júlí 13, 2004

Framhald um vegalagnir á Íslandi:

Rakst á grein á mbl.is um svæðið þar sem ég er að vinna. Eflaust eru ekki allir með það á hreinu að hluti þessa svæðis er FRIÐLAND, sem þýðir; þótt vegirnir séu ekki góðir þá er þér ekki gefinn réttur til að búa til nýjan! Gildir um mörg önnur svæði á landinu okkar þar sem gróður er oft viðkvæmur fyrir svona dekkjaspásseríi!!
Í morgunn leit Fjallabakið út eins og eyðimerkursenan í The Mummy...hvasst er á þessu svæði og sandurinn fýkur um eins og skafrenningur. Og þess vegna sit ég í hægindum mínum inná skrifstofu vatnamælingafólksins hér í Búrfelli, og er að skrifa það nýjasta! Vorum að borða hádegismat áðan og eftir smástund ætlum við að þrífa kaggann og við stelpurnar ætlum að læra að færa gögn inn í tölvu..til að friða samvisku yfirmannsins yfir því að vera ekki að mæla í dag!
Frá því í gær: vorum rosadúleg að mæla, komum seint heim um kvöldið. Horfði á Shrek 2 með Kára og Búrfellskrökkum, hún er geðveik! Síðan fóru þau út í fótbolta, en ég, Kári og Erla sátum inni í Celicunni hans Kára og horfðum á fótboltatilburði þeirra í gegnum framrúðuna.
Í dag á að kíkja í Árnes á þeim bíl og kaupa sér eitthvað í gogginn!
Þannig að í stuttu máli sagt um daginn í dag: leti!
Á morgunn: mæla, fara heim og verða borgarbarn!

Engin ummæli: