laugardagur, júlí 10, 2004

Fréttir af Fjallabaki:
Hurray! En þið heppin..ég komst í tölvu og get skrifað eitthvað á vefritið mitt!
Hér að Fjallabaki-Nyrðra er allt að frétta..hitinn er meiri en ég hélt að hann myndi verða: um daginn fór hann upp í 19°stig og þá var sko erfitt að mæla!
..ef fólk tengir ekki nafnið Fjallabak við eitthvað sem það þekkir, þá liggur Fjallabak um Landmannalaugar meðal annars!
Vegirnir þarna eru gott dæmi um íslenska veglagningu..ég held að ég sé varanlega sködduð á vinstra kinnbeininu og augnbeininu eftir að hafa skallað hliðar bílsins þó nokkur skipti á ferð okkar um svæðið! Hef verið að velta fyrir mér hugsanagangi veglagningafólks í den..tek enga ábyrgð á orðum mínum! Here it goes...(vegaarkitektinn að hugsa) hmm..hvernig er hægt að gera veginn sem áhrifaríkastann?..ég veit! Best að byrja á sikksakk slaufum á svona 2 km kafla, síðan plöntum við einni U-beygju hér..langt síðan við höfðum blindhæðir; best að smella nokkrum þarna! Og svo til að bæta smá kryddi í tilveru bílstjórans þá getum við sett nokkra fáránlega bratta vegspotta á þessu svæði! Svo bara spilum við bara úr þessu eins og við getum; reyna að hafa vegina eins fáránlega og hægt er, ekki endilega vera að fara eftir því hvernig landið liggur...getum alltaf bætt við einum og einum hól ef þess þarf!

Já, þarna hafiði það!
Er semsagt búin að vera að kúldrast í svona 20 fermetra hytte með tveimur úr vinnunni síðustu daga. Þarna inni rúmast einungis kojur, valt borð og lítil gashella..no refrigerator! Núna um helgina er í fyrsta skipti sem ég hef séð TV/örbylgjuofn/ísskáp/tölvur/internet og getað nýtt mér þá tækni! Það sem hefur haldið mér frá meiri geðveilu en mér er ætlað er eftirfarandi: heimsókn til Gumma Drekaflugu (þær eiga vonandi eftir að verða fleiri) og til Kára Búrfellsvinar míns, náttúran, eyrnatappar og góð bók..og svo tilhugsunin um að fara heim bráðum! Get sofið í mínu eigin rúmi, verið með familíu og hitt vini, verslað frá mér allt vit, hitt vinkonu mína frá Ítalíu og verið í bænum...kannski jammað eitthvað!
Að lokum: furðudýrin að Fjallabaki!
Á mjög svo rykugum veginum hafa sést eftirfarandi: Hjólreiðamenn hvaðanæva að (oft myndarlegir ungir menn með stælta kálfa..einn þeirra reyndist vera kona við nánari athugun okkar!), hestafólk og hestabuna með sem traðkar allt niður á friðlandinu, óteljandi rútur sem stynja upp og niður brekkurnar með veifandi ferðafólk innanborðs, Suzuki Jimmy (for cryin' out loud) bílar til leigu, oftast erlendir ferðamenn..sem oft eru með video kameru í hendi og taka alla ferðina upp (ófáar myndir af mér þar inná). Hvernig bílaleigunum dettur í hug að leigja svona..jeppa wannabe, fólki sem er að fara að ferðast um landið þar sem óbrúaðar ár eru og fleira!

Held að pistlinum í dag sé lokið, veriði sæl að sinni!
(Ætla að huga að eldrauðu/útiteknu andliti mínu og fara að horfa á TV/Video/DVD..það er laugardagur núna og ég á nammi!) :þ

Og bendi á að Sigurlaug, fyrrverandi 4NF-ingur við Kvennaskólann, er byrjuð að vefritast (hér til hliðar: Sigurlaug snillingur)..''til að lífga upp á skammdegið'' er einkarlega skemmtilegt og ætla ég mér að prófa eitthvert af þessu í vetur (kannski eru allir búnir að sjá þetta nema ég)!

Engin ummæli: