föstudagur, júlí 16, 2004

Shopping day!
 
Í dag er útborgunardagur hjá Landsvirkjun og af því tilefni var stefnan tekin á Smáralindina.  Ég og Sigurborg brunuðum af stað á Bensinum hans Gulla.  Veðrið á höfuðborgarsvæðinu gat ekki verið betra; sól, 19°hiti og bara gott veður!
Byrjuðum á að kíkja á útsölur í Intersport..þar var fjárfest! Síðan lá leiðin í Zöru þar sem mikið var mátað, spekúlerað og fjárfest! Fleiri búðir voru skoðaðar og áfram var haldið að hita debetkortið!  Að lokum var farið í Símann-búðina og beðið eftir að röðin kæmi að mér.  Loks var mín tala komin upp og ég fékk aðstoð frá myndarlegasta starfsmanninum!  Í þeirri búð var sími keyptur: Sony Ericsson T630! Silfraðan/hvítan..very handsome!
Að lokum var dröslast út úr Smáralind, eftir smá nasl..og sest inn í sjóðheitan bílinn!  Fjúff, bílakösin á leið útúr bænum!  En við komumst á leiðarenda (Kjalarnes) og ég kom tímanlega í ljúffengt grill sem kærasti systur mömmu gerði. Inga og Lars komu frá Danmörku á miðvikudaginn og hafa verið að gera það glimrandi gott í eldhúsinu eins og þeim er lagið!  Þau skella sér svo út á land að kíkja á náttúruna og svona á næstunni!
Hmm...hef ekki meira að segja núna.
 
Heilræði: sparaðu þér 800 kr. og 2-3 klst. af leiðindum þegar Hellboy kemur í bíó!  Ég mæli alla veganna ekki með henni!

Engin ummæli: