Óbyggðirnar kalla, og ég held ég hlýði þeim..
ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kem heim!
Þetta lag er alveg að passa við fílingin hjá mér! Nýkomin heim eftir 5 daga fyrir norðan. Rykug, þreytt og með byrjunarsigg á höndunum.
Tók semsagt hálft 'úthald' strax á föstudaginn eftir Króatíuferð, til að ná mér í smá pening núna á föstudaginn þann 18. Er að hallamæla malarveg inn í Bárðardal og niður að Sprengisandi. Á íslensku: labba rösklega frá ca. 8 til ca. 18 með 3 m langa stöng á bakinu svona 120 m, þá sparka ég niður 2 kg járnplatta í vegkantinum, stilli stönginni ofan á prik til að styðja við og halda öllu beinu! Ekki má vera mikill vindur þá skoppar allt saman! Skekkjan má ekki vera nema 3,2 mm á 3 km ef ég man rétt!
Erum 6 saman, en skiptumst í tvo vinnuhópa. Ég og ein önnur stelpa erum nýgræðingar í hópnum og vorum settar með yfirmanninum; Víetnami á fimmtugsaldri. Náum ekki að fara nema tæpa 4 km á dag fram og tilbaka á meðan hin þrjú fara hátt í 5-6 km.
Landmælingahópur Landsvirkjunar er nýbúinn að fá í hendurnar spánnýjan Nissan Patrol. Þannig við erum á tveimur Patrolum, og hópurinn sem ég er í er á nýja fáknum. Við hræðum upp marga gæsina er við þeysum um Bárðadalinn á glansandi silfruðum Patrolfák með uppþyrlað rykfax .
Heilsan hefði mátt vera betri, Króatíuhóstinn enn að pirra mig. Leiðindahósti sem myndi ræna hvaða manni sem er glórunni. Lofaður sé sá sem kom því fyrir að við vorum í sérherbergi, annars hefði ég verið kæfð í svefni með svefnpokanum mínum sem ég fékk í fermingagjöf...
Skruppum einu sinni inn á Akureyri: bærinn tekinn með trompi! Farið í sund að skola af sér og slappa af, borðað á Bautanum, kíkt í Borgarbíó á Eternal Sunshine, rölt á Sportbarinn til strákanna að horfa á EM, komið við í Brynju og fengið sér ís og svo á Esso að fylla bílinn.
Lítið gert eftir að búið er að vinna: eldað sér eitthvað í svanginn, skipt um föt og þvegið rykið af sér, hlammað sér fyrir framan skjáinn og horft á EM með heimamönnum. Farið að sofa um tíuleytið með auma öxl og þreyttar lappir, eftir að hafa lesið smá í bók sem heitir Afhjúpun og er merkileg bók!
En semsagt, er komin heim í 'menninguna'...loksins get ég sent sms og farið á netið..og sofið í mínu rúmi! My family and home!
17.júní á morgunn, allir að skemmta sér!, og margt sem þarf að lesa (vefrit í tonnatali sem þarf að lesa í gegnum, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið síðustu daga)!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli