sunnudagur, júlí 23, 2006

Bad luck woman

Já, segja má að ekki hafi veðrið verið að leika við mig síðustu daga. Jafnvel þótt sjáist til sólar á hinum ýmsu stöðum landsins þá er hún ekkert að fara úr skýjasænginni sinni þar sem ég er stödd..hvað þá að skreppa á loo-ið..lætur bara hlandrigninguna gossa yfir mig. Og ískalt er viðmótið, 4°-11°og smá vindgangur. Ætla þó ekki að kvarta, lífið gengur sinn vanagang og ég hef fengið smá sólarglætu yfir helgina. En grey konan í snyrtivöruverzluninni var alveg miður sín að eiga ekki nógu ljóst púður fyrir gegnsætt andlit mitt.
Hún móðir mín er stungin af til heitari landa..aka Danmerkur. Nú verður hasar að halda heimilinu starfandi..og björgunarsveitinni. Það eru ekki margir sem komast með táneglurnar þar sem mamma stendur á inniskóarhælunum.
Búin að vera góð helgi, þrátt fyrir erfiðleika að fá einhverja stuðbolta með mér á jammið. Eitthvað ekki alveg að ganga upp með það plan..endaði þó í kósíheitum á fimmtudaginn með Kvennópíum fyrrverandi og Þingvalla, Geysir og Gullfossferð á laugardaginn með föngulegu pari frá Ítalíu..útskrifaðir iðnhönnuðir: Gerður gella og Roberto gæi.
Er að fara að smella inn myndum af þessum atburðum á síðuna..check it out.
NOTA BENE BENE: Ef þú horfðir ekki á Út og suður á RÚV, mánudaginn 23.júli..þá verðuru! Við erum að tala um déskoti svalann mann, hann Gutta frænda minn í Hænuvík!

Engin ummæli: