fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Tíminn líður hratt:

Enginn neitar því að klukkan tifar. Hversu mikið fólk kemur í verk á sínu lífshlaupi er undir hverjum og einum komið. Þegar ég horfi í kringum mig á það sem mitt fólk og vinir er að bardúsa finnst mér ég standa í einum af þessum myndböndum, þar sem ég er á normal hraða og hinir líða hjá á fade-away hraða! Í bæði mömmu og pabba ætt eru nýir meðlimir: Philip og Stefan tvíburar hjá Peter, bróður mömmu, og nýjasti í pabba fjölskyldu er litli prins Halldóru og Steinars, Halldóra og ég erum tvímenningar. Gullfallegir drengir..eins og allir í fjölskyldunum! :) Hef bara séð þá á myndum þar sem þeir eru staddir erlendis en von er á Halldóru, Steinari og ónefndum til Íslands bráðlega og þá kíkir maður í heimsókn! Síðan eru það "eldri" nýju meðlimirnir..sem fyrir mér voru nýfædd en eru orðin að þessum stóru og stæðilegu börnum!
Og vinir..þar eru nám erlendis, íbúðapakkar, bumbubúar, börn og giftingar. Er að fara að gæsa vinkonu mína á morgunn!
Og alls konar afrek..svo ekki sé talað um verðlaun í íþróttum hjá systkinum mínum og móður og bílakaup hjá bróður mínum og frænda (you know who you are!). Eruð þið farin að átta ykkur á sýninni sem ég talaði um?! Sumarið er búið..tja, kom aldrei skulum við segja. Skólinn hefst í næstu viku en þá verð ég flatmagandi á Krít! Jep, ætla að hoppa út í eina viku til að veiða smá tan.

aDIOs

Engin ummæli: