Skólakrít:
Olíubrák á sjónum sem glampar á í bakandi sólinni. Öll smádýr flýja í dauðans ofboði upp á þurrt land. Stór skúta strandaði við Chania, Krít. Skútan ber nafnið María og vinan fór sko ekki sparlega í olíuna! En liturinn er samt enginn..en þó framför frá gagnsæjum blæ húðarinnar eftir vonlaust sumarið heima! Byrjuðum í 40° og eitthvað gráðu hita og síðan fór hann lækkandi, niður í 33° sem er alveg ágætis hiti þó. Var á fjölskylduhóteli ásamt slatta af íslenskum sálum. Þarna voru margar týpur: vinahópur af Verslópörum, KB banka parið, ellilífeyrishjónin í hrönnum, tannlæknahjónin þar sem konan ræður öllu, einhleypa og hot mamman með börnin, vinalega og lífsreynda parið og síðan við vinkonurnar. Hef aldrei farið í svona pakkaferð, og hvað þá til sólarlanda yfir höfuð (útskriftarferð til Króatíu telst ekki með þar sem sól sást sjaldan!) og þetta var soldið spes upplifun. Færð allar upplýsingar frá a-ö..en þá er eins og maður verði ennþá meir ósjálfbjarga. Fannst ég vera óöruggari og eitthvað meira utanvelta heldur en þegar ég var ein að ferðast um lönd og allt óplanað! En já..semsagt; tómir sólarvarnarbrúsar í ruslatunnunni, rauðir kroppar á hvítum bekkjum eða svamlandi um í lauginni og vatnsbrúsar liggja eins og hráviði um allt. Uppi á 2.hæð liggja tvær stúlkukindur í rúmum sínum, önnur hóstandi á meðan hún reynir að ná andanum en hin liggur í keng með hendur um maga. María og Erla. Ég fékk semsagt skít í lungun úr loftkælidraslinu (skítur er enn til staðar!) og Erla fór til læknis í dag að athuga malla. Lýsingin átti við laugardaginn. Dagana áður vorum við í fullu fjöri og tókum þátt í kremsullinu á laugarbakkanum og barsulli á föstudaginn sem stóð til laugardagsmorguns..fórum að sofa 8.30!
Altso..eftir tvær íslenskar bækur og annað afslappandi efni í viku var komið að furðulegri flugferð frá Krít. Áður en lagt var í hann voru farþegar lesnir upp og hver og einn rétti upp hendi (hönd votever) þegar hann nafn kom! Svona virka check-in mistök þegar allt er skráð handvirkt..og einhver taldi vitlaust!!
Komin á Hvanneyri..fyrsti dagurinn over með tilheyrandi hlaupum fram á ganginn, frussandi af áreynslu við að halda hóstakastinu inni. Búinn að segja mig úr áfanganum, 22 nemendur og aðeins 18 tölvur í boði. Vanvirðing.
Margt búið að gerast á Hvanneyri og dagurinn flýgur hjá. Lífið heldur áfram..en svo sannarlega ekki í ... á Krít. Fann ekki einu sinni orð til að lýsa þessu!!
Haldið áfram að sinna ykkar sjálfi. Takið á móti haustinu með opnu hugarfari!
Og í guðanna bænum ekki bíða eftir næstu færslu frá mér..hún kemur þegar hún fæðist og hennar tími er komin. Ætla að reyna að sinna sjálfinu, námi og öllu öðru sem lífið hefur upp á að bjóða!
@>-/-,---
Engin ummæli:
Skrifa ummæli