Ó - Menningarnóttin
Glitrandi glerbrot á götunni innan um myndarlegar innanvols spýjur
og alls konar rusl sem varla er þverfótað fyrir.
Fjarlægt pípið í talstöðvum nær ekki að yfirgnæfa háværan unglingaskaran sem fyllir miðbæinn eins og hann leggur sig. Svíf í gegnum mannmergðina, horfi útundan mér á neongul endurskinsvestin sem líða áfram fyrir framan mig á meðan ég litast um eftir blóði, slagsmálum, áfengisdauða eða öðru sem vert er að skipta sér af.
Á eftir hópnum eða á undan hlaupa ljósmyndarar og fréttamenn vopnaðir upptökuvélum og hljóðnemasleikjó.
Svona líður menningarnæturgæslan áfram í fylgd með góðum hópi björgunarsveitaliðs og lögreglumanna og kvenna. Ástæðan fyrir fréttaflugugerinu í kringum okkur var hvíta virðingartáknið sem einn lögreglumannanna bar, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson. Oft á tíðum var hann stöðvaður af hinum og þessum sem vildu taka í hendina á honum eða fá mynd af sér við hlið hans.
Þar fyrir utan þá var ég mjög hneyksluð á hegðan fólks í garð lögreglunnar. Að sjálfsögðu voru þarna einhverjir sem báru virðingu fyrir þessu merka framkvæmdarvaldi landsins en það voru svo miklu fleiri sem voru ókurteisir eða virkilega dónalegir! Allt frá renglulegum rugludöllum að predika yfir lögreglunni hvernig þeir ættu að sinna sinni vinnu yfir í blekölvaða platínuljósku um hálfþrítugt öskrandi á lögreglukonu um leið og hún henti logandi sígarettu í hana af stuttu færi.
Það er víst inn hjá mörgum Íslendingum í dag að standa uppi í hárinu á lögreglunni og hneykslast síðan á að vera sendur í bílferð með Svörtu Maríu á stöðina.
En María "Plástur" stóð sig vel í sinni stöðu innan gönguhóps held ég bara
..þurrka blóð hér og hughreysta þar..
mynd af mér með nýja hairdoo-ið!
Over and out..vinna í dag, skóli á morgun, flug til Kanada á fimmtudag!!
Over and out..vinna í dag, skóli á morgun, flug til Kanada á fimmtudag!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli