Canada ~ can-aid:
Þannig fór um sjóferð þá...Kanadaferðin mikla breyttist í magaverk og slappleika þannig í stað 2 vikna ferðalags um Quebéc héraðið einkenndist ferðalagið af andstuttum göngu- og klósettferðum í eina sveitta viku. Gríðarlegur raki og rigningar þegar ég lenti í Montréal og vegna þess að ég hafði bara bókaðar 3 nætur á hosteli af 2 vikum þá var ég send frá officer til sergeant, toll booth til immigrant office í rúmar 3 klukkustundir eftir að vélin lenti! Loksins..eftir að ekkert hrátt hreindýrakjöt, hvalbeinsstytta eða íslensk birki fannst við mikla leit í farangri mínum mátti ég hunskast mína leið út úr flugvallarbyggingunni og redda mér fari niðri í bæ.
Montréal olli mér miklum vonbrigðum hvað varðar fallegar byggingar. Einhvern vegin hafði ég ímyndað mér fallegar viktoríanskar húsaraðir en þeirra í stað voru þessir týpísku kanadísku litlausu ferningar. Séð út um gluggann á vélinni þá leit borgin að mestu út eins og einhver hefði raðað milljón eins pappakössum og skellt áttföldum krúsídúllum af bílabraut, á þremur hæðum, þvers og kruss milli kassanna. Um leið og flugvélin lækkaði flugið var mín samstundis farin að strika yfir öll þau plön í huganum sem tengdust bílaleigubíl og ferðalagi. Kúltúrsjokkið fór alveg með heilbrigðina í þessari ferð..en ekki var öll ferðin slæm.
Nokkrir punktar sem ég nóteraði hjá mér þessa helgi
(var að reyna að praktísera enskuna mína):
(var að reyna að praktísera enskuna mína):
And our neighbors, like the Canadians are, how ignorant can some of them be?! Of course the cute guy at the tourist information desk knew about Iceland but what can you expect from your store assistant? I asked the shallow (at least I thought of her that way) French woman at the cashier..in english..if they had a store located in Iceland, in case I maybe needed to change the shoes I was thinking about buying. She immediately asked another girl how you say Iceland in french and where it might be located in the world! After shockingly long discussions with more staff, all they had come to a conclusion about Iceland was that it might be somewhere in the north..close to the U.K. That seemed to be the edge of civilisation because the French woman suddenly turned her face towards me and rushed out the words 'no, there's no store there'. In the meantime I'd had some serious doubts about the shoes and her level of intelligence so I walked out with a grin on my face. I'd wanted to shout at her just to look across the street at her competitors window were it stood in large letters UN Iceland. Just prance over there and get wiser!
~
Ætli það séu staðlaðar handsápureglur í Kanada eða bara Montréal kannski? Cherry merry bleika gutlið er all over. Hvert sem þú ferð í sturtu eða á salerni þá er bleika kirsuberjasápan í boxi fyrir body wash eða hand wash! Trust me...I'm experienced washer eftir viku af því að skola mig eftir svitaböð og tefla við páfann á hverju einasta vatíkani borgarinnar!
~
And talking about pink..hvað þýða bleikar eldingar? Svaka þrumuveður síðustu nóttina í Montréal og stundum komu ekki venjulegar heldur bleikar eldingar! vóvó..
~
Subway feeling...dröslaðist á subway eitt skiptið (ég veit, voða menningarleg!). Leit rosavel út að utan og eins inni nema ég tók eftir því að grænmetisboxin voru mikið minni um sig miðað við skinkufjöllin hliðiná sem voru í risastömpum. Jæja best að panta eitthvað..getur ekki verið mikið öðruvísi þetta er svo international dæmi...en þá byrjar ruglið. Í fyrsta lagi þá voru skinkulengjurnar (sem ná vel yfir 6 " bát ef breitt úr þeim) lagðar tvöfaldar í bátinn þegar ein sneið hefði dugað. Síðan skellir daman beikonsneiðum inn í örrann og báturinn fór beinustu leið að salatlínunni og afgreiðsludaman fór að afgreiða næstu. Þegar hún loks beindi sjónum að mér, eftir að hafa skellt kjöthlussum á þrjá 12" báta handa hungruðum táningum, þá spurði ég hvort báturinn færi ekki í örrarann..you know..bræðingur? Hún varð hvumsa og romsaði því út úr sér að það væri aldrei gert. Þá spurði ég hana með minni bestustu og explicit ensku hvort hún vildi nú samt ekki gera það fyrir mig, skella smá yl í hann! Hún horfði á mig steinhissa, reif síðan bátinn upp og þrumaði honum inn í örrarann og hélt áfram að reyna að sannfæra mig um að þetta væri nú ekki venjan. Ég var greinilega að rugla allt kerfið þarna..error..does not compute! Bíp..volgur báturinn fer aftur fremst í röðina og fær á sig lettuce, green peppers, tomatoe, purple onion, southwest sauce and salt 'n pepper. Bátnum var rúllað upp á klunnalegan máta og síðan fékk hann og kaupandi að bíða á meðan hún gekk á línuna og raðaði grænmeti á hjá hinum í röðinni. Following procedures var orðatiltæki sem mér datt í hug þarna sem ég beið. Loksins var komið að greiðslu..8.57 kanadíska dollara fyrir skorpinn og hlandvolgan blautan bát og 0.591 lítra af kóki (furðuleg stærð).
~
Ætli það séu staðlaðar handsápureglur í Kanada eða bara Montréal kannski? Cherry merry bleika gutlið er all over. Hvert sem þú ferð í sturtu eða á salerni þá er bleika kirsuberjasápan í boxi fyrir body wash eða hand wash! Trust me...I'm experienced washer eftir viku af því að skola mig eftir svitaböð og tefla við páfann á hverju einasta vatíkani borgarinnar!
~
And talking about pink..hvað þýða bleikar eldingar? Svaka þrumuveður síðustu nóttina í Montréal og stundum komu ekki venjulegar heldur bleikar eldingar! vóvó..
~
Subway feeling...dröslaðist á subway eitt skiptið (ég veit, voða menningarleg!). Leit rosavel út að utan og eins inni nema ég tók eftir því að grænmetisboxin voru mikið minni um sig miðað við skinkufjöllin hliðiná sem voru í risastömpum. Jæja best að panta eitthvað..getur ekki verið mikið öðruvísi þetta er svo international dæmi...en þá byrjar ruglið. Í fyrsta lagi þá voru skinkulengjurnar (sem ná vel yfir 6 " bát ef breitt úr þeim) lagðar tvöfaldar í bátinn þegar ein sneið hefði dugað. Síðan skellir daman beikonsneiðum inn í örrann og báturinn fór beinustu leið að salatlínunni og afgreiðsludaman fór að afgreiða næstu. Þegar hún loks beindi sjónum að mér, eftir að hafa skellt kjöthlussum á þrjá 12" báta handa hungruðum táningum, þá spurði ég hvort báturinn færi ekki í örrarann..you know..bræðingur? Hún varð hvumsa og romsaði því út úr sér að það væri aldrei gert. Þá spurði ég hana með minni bestustu og explicit ensku hvort hún vildi nú samt ekki gera það fyrir mig, skella smá yl í hann! Hún horfði á mig steinhissa, reif síðan bátinn upp og þrumaði honum inn í örrarann og hélt áfram að reyna að sannfæra mig um að þetta væri nú ekki venjan. Ég var greinilega að rugla allt kerfið þarna..error..does not compute! Bíp..volgur báturinn fer aftur fremst í röðina og fær á sig lettuce, green peppers, tomatoe, purple onion, southwest sauce and salt 'n pepper. Bátnum var rúllað upp á klunnalegan máta og síðan fékk hann og kaupandi að bíða á meðan hún gekk á línuna og raðaði grænmeti á hjá hinum í röðinni. Following procedures var orðatiltæki sem mér datt í hug þarna sem ég beið. Loksins var komið að greiðslu..8.57 kanadíska dollara fyrir skorpinn og hlandvolgan blautan bát og 0.591 lítra af kóki (furðuleg stærð).
Jæja mæja, myndir koma inn á myndasíðuna einhvern tímann þegar ég nenni að henda þeim inn. Er komin á Hvanneyri og er að setja mig inn í skólafartið. Fyrsti dagurinn hljóðaði upp á fiskakrufningu í nokkra tíma..yup.
Annað sem ég hef verið að gera af mér:
- Skrifa smá pistil inn á síðu nemendafélags LBHÍ...Sjálfrennireið
- Skrifa pistil inn á síðu Bjsv Kjölur, Kjalarnesi..Skemmdarverk - áhrif á útköll
Engin ummæli:
Skrifa ummæli