Týnd og tröllum gefin!
Jæja...held að ég hafi alveg klárað mig í þennan ''pistil'' um Ítalíu! En ég er að hugsa um að skifta út efri partinum með þessu gráa leiðindabulli.
Það sem ég er búin að vera að bralla: vinna, éta, éta, 16.júní sumarbústaðasæla, 17.júní sólbað í bænum, vinna, éta, kíkja á kántríbæ, vinna, yndisleg helgi á fjórðungsmótinu á Kaldármelum og svo vinna! Sem stendur er ég í Jónshúsi, Kröfluvirkjun...lítil vinna í dag. 15 m/s vindhraði og sandrok að senda alla í easy brúnkumeðferð á no time...plús facial scrub. Þannig við flúðum inn í hús..höfum ekkert að gera út í svona veðri. Ingen ting!! Þannig það er bara sjónvarp fram eftir öllu...og msn...en enginn á msn! Allir að þykjast vera að vinna!! :)
Bið bara að heilsa í bæinn hjá ykkur elskelingurnar mínar! Mæli með írskum dögum þessa helgi á skaganum...frábært stuð fyrir alla sem einn!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli