laugardagur, mars 04, 2006

take walk on the wild side:

whaddyaknow, I'm friggin' famous! Check this out..hehe!

Fór í svifryksmenninguna á föstudaginn (aka Reykjavík) og dreifði Landvættum (skólablað LBHÍ) inná alla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins sem og biðstofur, bókasöfn og fleiri samkomustaði! Ritnefndin er að standa sig með svo mikilli prýði að við ættum að fá prúðleikaverðlaun aldarinnar!!

Próf í grasafræði á mánudaginn og mín er að svitna og brainstorma yfir lífsferlum fléttna, plöntuhlutum dulfrævinga og berfrævinga...og á það ekki bara vel við að vera að mygla úr leiðindum?! Nei djók, þetta er áhugavert efni en þó í hófi!

Skellti mér á skauta með einni hressri stelpu áðan. Jep, flæðiengjar Hvanneyrasvæðisins koma sér vel í frosti! Rennislétt víðátta og engir hálfvitar sem þykjast vera betri á skautum og ekki þúsundir manna á svellinu sem lulla sama hringinn! Bara tvær stelpur af NUnnu brautinni að snúa sér í hringi í vetrarsólinni með þessa fallegu fjallagjörð sem bakgrunn! Splendid!!
Útivistaklúbburinn búinn að blása til skautamenningar hérna..ætli maður laumist ekki frá lærdómnum á morgunn og troði sér í skautana aftur!
Nú verður sko æft stíft fyrir vetrarólympíuleikana!!

Engin ummæli: