þriðjudagur, febrúar 28, 2006

A baby what?

Stundum geta súperhæfileikar verið þreytandi...til dæmis ofurþefskynið sem ég hef veldur því að á kvöldin ríf ég upp gluggann og kæli herbergið niður fyrir núllið til að losna við kæfandi rettufnykinn sem læðist inn til mín..þegar einhver kveikir sér í frammi á gangi rétt áður hann smeygir út til að smóka. Við veginn, ég er með lokað inn til mín og útidyrahurðin er mér fjarri. Og núna, bakvið þrjú stykki af hurðum er einhver að baka pönnukökur og anganinn leggur inn til mín.
Engin furða að ég sé síétandi með þetta matarloft hjá mér...ætla að grafa upp þvottaklemmu til að sofa með, áður en ég fer að ganga í svefni og éta.

Hvað veldur þessum ofurkröftum mínum? Ferskt sveitaloftið...nah.
AHA! Maríustakksteið! Töff..

Stóð mig með prýðileik á háskólakynningunni held ég bara, ásamt hressu og innilega almennilegu fólki LBHÍ. Framhaldsskólanemendamarkaðurinn er harður bransi og samkeppnin er gífurleg. Sem ég skil ekki því það er offramboð á þessum námshestum....var því ekki alveg að taka vel í frekjuna og viðskiptatrikkin hjá ónefndum HRáskóla sem ryksugaði inngang Borgarleikhússins í tíma og ótíma! Var tilbúin í hart og ætlaði svoleiðis að grýta jakkalufsurnar með fallegu tómötunum okkar (eða góðum súkkulaðirúsínum) en þau héldu sig þokkalega á mottunni, sem betur fer þeirra vegna. Vildi ekki sóa góðum veigum!
Er meira en þokkalega sátt með okkar kynningu, held að við höfum náð til þessarra rúmlega 100 framúrskarandi góðu nemenda sem gætu gert íslenskri náttúru og umhverfi þess góð skil. Hinar innantómu umbúðir og búðingar skiptast niður á hina skólana...nei púra djók! Þetta er allt efnilegir stjórnendur þjóðar og ríkis og lands og sem betur fer hefur hver sitt áhugamál og námsferil/starfsferil/æviferil!! Long live Icelandic youth!!

Er að hugsa um að fara að sofa þessa gagnrýni úr mér...dreymdi saur síðustu nótt,
á það ekki að þýða peninga?
Eða þýðir hann bara það sem hann representar...

Engin ummæli: