laugardagur, febrúar 18, 2006

Bo'úl o' vo'a plís..tjirs meit!
(aka flaska af vatni)

Jú..Skotar eru með glimrandi skemmtilegan framburð og smá skilningsörðugleikar létu á sér kræla í henni Glasgow! Er komin heim eftir eftirminnilega viku með KampKnox bandinu og ja..við skulum bara segja að það sé eitt óheppnasta band í heimi! En þetta eru bestustu náungar og ég vona að þeim gangi allt í haginn!

Held ég hafi smakkað allt annað en skoskan mat þarna úti..Haggis heillar mig ekki! Verðið á gylltum og freyðandi vökva er sláandi lítið og setur hvern Íslending í útsöluham! Viskísopi og rússneskur bjór..
Held að ég megi bara þakka fyrir að vera á lífi eftir þessa viku..umferðin gengur öfugt og mín ætti að vera keyrð niður á þessari stundu (misreiknaði oft umferðina..)! Síðan var Celtic-Rangers leikur á sunnudaginn í breskum brútal rúbbí/fótbolta. Enginn á ferli þann daginn..allir inni á mígmörgum börum Glasgow og spennan í loftinu gígantísk. Slagsmálin sem í kjölfarið fylgja eru víst heimsfræg..en alveg fóru þau fram hjá okkur. Traffíkin leyndi sér hins vegar ekki því líkurnar á að fá leigubíl innan við klukkutíma frá pöntun voru jafn miklar og lifandi danskur skopteiknari í Austurlöndum..
Kaup vikunnar: Belle & Sebastian CD, Kasabian CD, Seven DVD og
Lock, Stock & Two Smoking Barrels DVD fyrir 2700 kr!

Engin ummæli: