mánudagur, mars 13, 2006

Hef fengið mig fullsadda!

Hmm..asnalega til orða tekið þar sem ég er allt annað en södd. En ég tek svona til orða því að ég hef fengið nóg af rauð/hvítu vínglundri..síðustu blóðdropar krists/guðaveigar sem ég innbyrði voru á laugardaginn..og nú er ég alveg hætt á þessum nótum! Jebb..af fúsum og fullfrjálsum vilja segi ég skilið við kertaljóssins kósý kvöld svo þau endi ekki á mér krjúpandi klósettið við..að kúgast.
Mér var semsagt boðið í fíneríis mat á laugardagskveldi og vín og alles með. Gott mál. Gott kvöld. Dagurinn eftir var svosem ágætur..ég er ekki týpan sem er handónýt daginn eftir drykkju, stundum hausverkur en ekki þetta týpíska íslenska fárveiki. En á sunnudagskveldi fékk ég þetta heiftarlega þynnkukast..helltist yfir mig þessi dúndrandi hausakiller og flökurleiki upp á 10 ógeðsstig. Hljóp inná klósett og já..förum ekkert nánar út í þá sálma hér. Skrölti svo fram og settist, titrandi og ajaxgræn í framan, við tölvuskjáinn og gúglaði upp síður sem innihéldu víndrykkju, ógleði sólarhring eftir drykkju o.sv.fr. Veit ekki hvort að minn gjafmildi magi ákvað að deila matnum líka með heilabúinu, alla veganna hugsaði ég með mér að upp myndu koma síður með læknisfræðilegum ráðgjöfum...mjög kýrskýr hugsun og rökrétt! En..við mér blöstu endalaus vefrit hjá ófáum Íslendingum sem úthelltu á netið drykkjuförum og óförum sínum. Saug upp í nefið og gleypti hikandi íbúfen við hausskjálftanum og laumaðist upp í rúm. Lá kjur í tvo tíma og rembdist við að sannfæra mallakút um að íbúfen væri sauðameinlaust og algjör vitleysa að deila honum með hvítingjanum inná baði. Og viti menn..mér tókst að troða ofan í tómann kútinn!

Nú er bara spurning hvort ég geti talað fólk til..I will have to improve me skills!

Engin ummæli: