Yup, enn er snjór í fjöllum og enn ég stödd á Hvanneyri!
Var að klára verkefni í aðferðafræði sem er í engu samræmi við erfiðleika námsefnis! Námsefni er upp á 3 í erfiðleikastigi en verkefnið er meira eins og 20! En..við kláruðum það! Rannsóknarverkefni um sumarexem hrossa! Aha...
Er að fínpússa það núna og svo er það sent til kennarans, sem er í Kína þessa stundina!
Síðan er klukkan fjögur veiðikeppni Hvannó..mæta í lopapeysunni með öngul í kjaftinum, stöngina í hendi og heitt kakó í hinni. Veitt verða verðlaun fyrir tilþrif, stærsta fisk og smæsta o.sv.fr.
Að henni lokinni er fjárhúsgrill, þar sem bændadeildin er komin í hús. Þeir sem veiddu eitthvað geta þá skellt því á grillið, en óferskir aðilar eins og ég geta komið með eitthvað annað...!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
fimmtudagur, september 29, 2005
Vikuendinn:
Las helvíti merkilega grein í Lifandi vísindi um daginn (nr.3 2005). Greinin heitir Kærleikur er skynsemi, ást er vitfirring. Virkilega umhugsunarverð grein...ef einhver vill lesa
Mikið búin að pæla í þessu síðan ég las hana...ætli það sé þá hægt að sprauta ótrúa eiginmenn með þessum hormónum sem fá hann til að vera einni konu trúr??
~ pæling-spæling ~
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli