Gróska á Hvanneyri!
Það er svo sannarlega líf í félaginu hérna!! Hér er mjög virk klúbbastarfsemi og svo ég nefni nú bara nýjustu klúbbana sem er verið að stofna þetta árið: skógræktarklúbbur, ljósmyndaklúbbur, Lomber spilaklúbbur og margt margt fleira!!
Ég er skráð hér og þar sem meðlimur eða lærleggur (lærlingur í stjórn!)...og líka það vel enn sem komið er! Svo kemur það í ljós hvernig ég höndla pressu og ábyrgð! :)
Er komin í pottinn um atvinnu á kránni og er að fara að keppa með Hvannó á Íslandsmeistaramóti í bandí um helgina! Fjölbreytt dagskrá í hverri viku!
Kite surfing námskeið á fimmtudaginn...og ég er að hugsa um að skella mér til Ástralíu næsta sumar!Núna eru 4 frábærar manneskjur búnar að maula mat með mér hérna í borðlausu íbúðinni minni. Þau hafa gert sér að góðu pappakassi með hilluplötu ofan á, litla ''skák''borðið mitt og svo skrifborðið sem enginn situr við! Og svo eru einungis 2 stólar..forstjórastóllinn valti en góði sem er við tölvuna og hægindastól sem hallar 45°!
Spurning um heimsókn í IKEA fyrst maður er í húsaleigubótadeildinni. Nú vantar bara að maður kræki sér í námslán og lifi vel eins og Þorsteinn í KB banka auglýsingunni!! Shnilld!!
Góðann miðvikudag!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli