Veltur um vanga
Á köldum og kyrrlátum vetrarkvöldum stirnir á jörð.
Er þetta glitrandi hrím sem sáð hefur verið vetrarkonungi af?
Nei...þetta eru brotabrot af hraðskreiðu dekkjaundri mannsins sem missti stjórnar og tvístraðist á veginum.
Í vorsins ferskri moldu sést náttúrunnar litróf.
Er þetta angar af ilmandi blómum hlýnandi árstíða?
Nei...þetta eru marglitar umbúðaleifar liðinnar jólapakkatíðar.
Á ilmandi og friðsælum sumardegi berst til eyrna ómur af hlátri.
Er þetta hin elskandi og upprennnandi kynslóð Íslendinga að fikra sig áfram?
Nei...þetta eru börn síns tíma að læra inn á drottnunarhlutverk sitt í leikritasamspili manns og náttúru.
Í rjóðum runna heyrist skrjáf í haustsins fölnaða laufi.
Eru þetta þýðir þrestir að leita sér að æti?
Nei...þetta er þjóðarinnar plastrusl að kútveltast um nakið umhverfið.
~ : ~
Engin ummæli:
Skrifa ummæli