föstudagur, október 07, 2005

Ærleg helgi!!

Jaarm, það er sauðamessa í Borgarnesi á laugardaginn! Dagskráin er ekkert slor..hvet fólk til að mæta!! Fyrir mína kjötparta þá er ég svo gott sem mætt á svæðið og er svona að reyna að fá mitt fólk heima-heima að mæta líka. Verst að eiga ekki dreifbýlistúttur og lopapeysu til að blanda geði við liðið sem verður þarna!
Kosingavakan var í gærkveldi á Mótel Venus þar sem boðið var upp á Hróa pizzur, kjúlla og fleira meðlæti. Skemst er frá því að segja að Hvanneyringar létu ekki segja sér það tvisvar heldur kláruðu allan bjór á barnum og lítið var eftir í sterku deildinni þegar barnum var lokað kl.eitt. Vinnukarlarog fastakúnnar áttu ekki til orð þegar sveitalabbarnir drukku þá undir borðin í orðsins fyllstu!!
Ég rúllaði upp ritstjórnarkosningunum: ég og Eyjólfur úr bændadeild erum semsagt kjörnir fulltrúar á ritstjórnarþing!
Þar fyrir utan var ég valin ritari hjá Lista- og menningaklúbbnum og Ljósmyndaklúbbnum...The Ritari!!
Sólin skín..og ég þarf að þrífa ''húsið''! Drífa það af og koma sér út í blíðuna!!

EF ÞÚ ERT SAUÐUR MEÐ MÖNNUM, ÞÁ MÆTIRU Í BORGARNES Á LAUGARDAGINN!!
SAUÐUMST ÞAR!!
~ .. ~
"
(þetta er kindin Einar!)

Engin ummæli: