laugardagur, október 29, 2005

In the summertime!

Hvaðahvaða...snjókorn hrúgast niður á allt og alla! Eintóm hamingja en alltaf eru Íslendingar jafn hissa og alltaf er einhver hreyfing sem endar illa. Árekstrar og útafkeyrslur eru ekki ánægjulegar.
Komst slysalaust suður í bæinn. Kíkti um kvöldið á Sirkus (staðinn ekki stöðina!) þar sem hljómsveitin KampKnox var að spila. Þau stóðu sig með eindæmum vel við furðulegar undirtektir liðsins á staðnum. Þegar þau höfðu lokið sér af kom Björk Guðmundsdóttir inn úr hríðinni og hristi fram einhverjar plötur sem hún blastaði í botn við mikinn fögnuð furðufuglanna.
Æi..var með tvær vangaveltur sem ég var búin að skrifa á pappír! En sá hugsanapappír er heima á Hvanneyri..þannig hann verður kominn inn í vikunni!

Er að fara í afmælisveislu í kvöld...væntanlega í trömpurunum og snjóbuxum eins og í gær! Nei djók...þetta verður varabúnaðurinn! Hlakka mikið til að kíkja á Bárugötuna þar sem góður mannskapur og fíneríis veitingar fara saman!!

En á morgunn, sunnudag, er merkisdagur!
Jú...KampKnox heldur útgáfutónleikana sína á Gauk á Stöng kl:21.00
OG HVET ÉG ALLA AÐ KOMA OG HLÝÐA Á ÞESSI SCHNILLDARMENNI OG KONU!!
Glimrandi góð tónlistasmíð hjá þeim..

Engin ummæli: