mánudagur, október 10, 2005

Örstutt:

Tja...helgin fór ekki alveg eins og planað!
Fór ekki á sauðamessuna (algjör sauður)...æ, byrjum á byrjuninni!
Fór semsagt suður að Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags. Svaf þar úti á söndunum í svefnpokanum mínum góða undir stjörnutjaldinu fallega og neongrænum norðurljósum. Og brimniðurinn í fjarska...
Síðan var vaknað um sjöleytið, borðað og skellt sér í búning og brunað út í sjó með bretti undir hendinni. Jamm, ég fékk að prófa brimbretti hjá skólabróður mínum! Börðumst við öldurnar í einn og hálfan tíma, hann náði að standa nokkrum sinnum á meðan ég og forvitinn selur horfðum á. Ég hins vegar náði einungis að svamla hálf á brettinu..aldrei sitjandi og hvað þá standandi!
Gaman að þessu samt...
Síðan um kvöldið var brunað á Hvanneyri. Eftir góða pizzuveislu var lagt í hann með nokkrum velviljuðum Akureyringum sem skutluðu mér og draslinu mínu á leið sinni norður. Skellti mér í partýgallann og rölti af stað á nýju kránna.
Þar voru saman komnir Hvanneyringar nær og fjær: með glas í hendi, snóker-kjuða eða míkrófón. Stemningin var frábær, og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þessi bar skiptir miklu máli fyrir þetta vaxandi samfélag!
Seinna um kvöldið var ákveðið að drífa sig á dansgólf sveitarinnar. Fyrst var brunað í Valfell, en þar reyndust vera eintómir 18 ára stubbar, efnilegir drykkjurútar sem buðu fylgdarlið mitt (hávaxna körfuboltastráka og bóndasyni) velkomið með ósæmilegum fingrum á lofti og ögrandi munnsöfnuði. Við náðum að hita upp með nokkrum dannsporum á meðan slaglsmálaskýin hrönnuðust upp. Nenntum þessu ekki lengur heldur sigldum í gegnum óveðrið með sterkar 2,10 m háar varnarstoðir okkur til trausts og halds.
Kíktum á þroskaðra liðið í Borgarnesi, Búðarkletti. Þar var troðið út fyrir dyrum á öllum hæðunum þremur. Við þraukuðum af mestu kremjuna og komum okkur fyrir í lausum stólum. Náðum að nýta dansgólfið síðustu 4-5 lögin áður en öllum var sópað út af staðnum. Hörkuskemmtilegt lið sem ég fór með og mikið fjör! Komum heim um hálffimm og viti menn..ennþá var líf á Hvanneyri! Harkan í fólkinu hérna er engu lík! Einstæðu mæðurnar standa sig bara best held ég...

Ný vika gengin í garð, lærdómur og lærdómur framunda....afmæli á fimmtudaginn, sem verður ekkert haldið upp á því ég verð heima í ''höllinni'' minni að naga af mér fingurnar yfir lokaverkefni og prófstressi! En við sjáum nú til hvernig það verður...núna er komin krá í seilingar fjarlægð! (",)

Látið kuldabola ekki buga ykkur!
Dúnni er besti vinur mannsins þessa stundina!

Engin ummæli: