Hindi - Shub Naya Baras
Hungarian - Kellemes Karacsonyiunnepeket & Boldog Új Évet
Iban -Selamat Ari Krismas enggau Taun Baru
njótið kærleikans og að gleðjið aðra!
..geng ég til jólaljóssins með seríu í hjarta og músastiga um hálsinn!!
"Sometimes I feel like throwing my hands up in the air" You've got the love ~ Florence & The Machine
Já..það er ekkert sjálfgefið að tilvera nemenda sé eintómt sældarlíf. Hvað þá sveitaliðsins við LBHÍ; fólks sem er í blóma lífsins, leigir úti á landi og stundar nám með sveitaloftið beint í æð.
Nei, nám er lífstíll eins og vitur maður sagði í auglýsingu forðum. Hvurslags lífstíll kemur þá sérstaklega í ljós þegar líður að prófum og þú hefur ekki verið dugleg við að lesa námsefnið. Álíka dugleg við það eins og að fylgjast með kappræðum á Alþingi.
Við skulum líta á nokkur einkenni:
Þetta voru þessi helstu einkenni sem fylgja jólaprófsnemandanum. Ef þið eruð á ferð um Kringluna í jólagjafaferð og sjáið einhvern sem er heldur spastískur í hreyfingum..verið ekki of fljót að dæma; þetta gæti verið hinn sanni jólaprófsnemandi sem er ekki alveg komin úr prófsalnum. Er ennþá kuðlaður við borðið að skrifa með einni hendi og hina hendin annað hvort að klóra hársvörðin í leit að svörunum eða puttarnir afnaglaðir! Sýnið umburðalyndi á þessu hátíðartímabili og gefið þeim ekki falleinkunn við fyrstu sýn!
Gleðileg próf/jól!!
Yup, enn er snjór í fjöllum og enn ég stödd á Hvanneyri!
Var að klára verkefni í aðferðafræði sem er í engu samræmi við erfiðleika námsefnis! Námsefni er upp á 3 í erfiðleikastigi en verkefnið er meira eins og 20! En..við kláruðum það! Rannsóknarverkefni um sumarexem hrossa! Aha...
Er að fínpússa það núna og svo er það sent til kennarans, sem er í Kína þessa stundina!
Síðan er klukkan fjögur veiðikeppni Hvannó..mæta í lopapeysunni með öngul í kjaftinum, stöngina í hendi og heitt kakó í hinni. Veitt verða verðlaun fyrir tilþrif, stærsta fisk og smæsta o.sv.fr.
Að henni lokinni er fjárhúsgrill, þar sem bændadeildin er komin í hús. Þeir sem veiddu eitthvað geta þá skellt því á grillið, en óferskir aðilar eins og ég geta komið með eitthvað annað...!
Jæja folks...þá fer að styttast í að skólinn hefjist á ný...sem þýðir að sumarið er að renna út!
Og hvað er maður svo búin að gera í sumar?
Kynnast mýflugunum nánar að Mývatninu hinu fagra.
Rölta 260 km með 3 metra langa stöng á öxlinni.
Ná mér í helvíti gott stuttbuxnafar, bolafar, hlýrabolafar...og SOKKAFAR!! Svo er maður með fallega hvítar broshrukkur útfrá augunum...
Horfa á býflugur í þúsundatali gefa upp öndina við þjóðveginn.
Eyða nokkrum klukkutímum í vangaveltur um athafnir íslensku þjóarinnar í ökutækjum...útfrá notuðum verjum sem liggja eins og hráviði við vegkanta landsins!
Síðasti dagurinn var svo kórónaður í þeim efnum þegar við rákum augun í kassa utan að pumpu...af þeirri gerðinni sem allir þekkja úr Austin Powers myndunum!!
Ég hef labbað í mígandi rigningu, hífandi roki (þar hefuru það Friðrik Dagur! Það er meira rok á Mývatni en á Kjalarnesi!!), brakandi sól og blanka logni. Hitastig frá 2° upp í 25° yfir allt sumarið er býsna breitt bil...
Svo hefur maður kynnst alls konar fólki..allt frá forvitnum bændum sem bjóða manni upp á kaffi og eru ekkert nema almennilegheitin, yfir í froðufellandi ökuþóra eða stóriðjumótmælendur/náttúruverndarsinna sem skjóta mann niður með laser-augum sínum um leið og þau heyra orðið Landsvirkjun nefnt. Andúðin gegn fyrirtækinu er ekki jafn dulin eins og áður fyrr og er það jákvætt....að ég held...að fólk láti í ljós skoðanir sínar.
Gott dæmi um paranoiuna í okkur í lok sumarsins: erum að mæla til baka að bílnum þegar við sjáum í fjarska einhvern labba að Patrolnum, kíkja inn og snuðra í kringum hann þar sem hann er í vegkantinum. Hugsum strax hvort hann sé ekki læstur og höldum áfram að mæla þó með auknum hraða. Klárum bilið á mettíma og kíkjum hikandi á bílinn...en enginn bílsprengja, borði með áróðursorðum eða pissublettur á bílgreyinu. Andvörpuðum öll af létti og hlógum af ímyndunarveikinni í okkur!
Núna tekur við annar kafli...skóli framundan og nám sem fékk hárin til að rísa á nokkrum íhaldssömum starfsmönnum Landsvirkjunar: Umhverfisfræði við Lbhí - Hvanneyri!!
En þekking er af hinu góða, eyðir fordómum og kemur í veg fyrir ranga notkun mannsins og túlkun á ýmsu í ferli lífsins. Svo ekki sé minnst á umburðarlyndi okkar gagnvart öðrum af okkar kyni, burtséð hvernig hann er á litinn eða hverju hann trúir....
Enn og aftur er hin langþráða verzlunarmannahelgi að hefjast! Og enn og aftur stefnir í að íslendingar slái mjólkurdrykkjumet frá síðasta ári....who would have guessed?
Að venju eru hátíðir sem prýða landsbyggðina...allt milli himins og jarðar eftir því hvert þig langar og hvað þig heillar!
Til að viðhalda ákveðinni hefð er að sjálfsögðu von á smá vætu..en það láta harðgerir íslendingar ekki á sig fá þótt þeir séu í tjaldi og vosbúð! Þó eru margir búnir að gefast upp á afneituninni og planta sér í sumarbústað yfir helgina löngu.
En eitt er á hreinu að allir ætla að hafa það glimrandi gott...hvort sem það verður í rólegheitum og afslöppun eða hoppandi gleði....vímulaus eða ekki.
Ég hef hugsað mér að vera heima í kósíheitum um helgina og stunda áfengissmökkun með meiru!