föstudagur, desember 23, 2005

Jólajól!!



Gleðileg jól öllsömul og farsælt komandi ár!
Ef það er illskiljanlegt..kíkið þá á eftirfarandi:
Hebrew - Mo'adim Lesimkha. Shana Tova
Hindi - Shub Naya Baras
Hungarian - Kellemes Karacsonyiunnepeket & Boldog Új Évet
Iban -Selamat Ari Krismas enggau Taun Baru
..og margt meira á þessari síðu!

Hafið það sem allra bezt yfir hátíðina..slappið af og
njótið kærleikans og að gleðjið aðra!

Tilvitnun í Brynju Magnúsdóttir:
..geng ég til jólaljóssins með seríu í hjarta og músastiga um hálsinn!!

And let there be snow..

laugardagur, desember 17, 2005

Jólagrautur:

Já, það er svo sannarlega heiti tónleika gærnóttar, bæði á blaði og í raunveruleikanum!
Eftir nokkra pool-leiki fór ég með góðu Hvanneyrarliði og KampKnox meðlimum á Jólatónleika á NASA. Yfirskriftin var Jólagrautur og hélt ég að þar væri verið að vísa til þess að Hjálmar, Mugison og Trabant ætluðu að hrúga sér saman í (tón)listaverk.
En það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar öllu fólkinu var smalað upp á efstu hæðina þar sem við stóðum í tróðum ofan á tám og snerumst í kringum okkur sjálf eins og móðursjúkt smalafé. Allt í einu losnaði um þrengslin, þá var verið að hleypa fólki niður..jay, tónleikar að byrja! hugsuðum við. Fetuðum okkur léttstíg niður stigann en stoppuðum síðan í miðjum tröppunum..af því við komumst ekki lengra! Ó..þá var bara verið að hleypa niður í anddyrið svo fleiri kæmust fyrir í jólagrautinn! En að lokum brast stíflan og flaumurinn barst inn í salinn. Fundum okkur góðan stað við speglasúlurnar (sem skyggðu nú reyndar á sviðið..) og biðum eftir tónum.
Tónarnir komu seint um síðir og voru það Hjálmar sem voru í forrétt. Og það enginn smá forréttur..síðan bættist meistari Mugison í hópinn og tóku þeir Ljósvíkingur og fleiri lög. Áfram hélt tónveislan og blönduðust réttirnir vel saman! Annað hljóð kom í skrokkinn þegar Trabant menn komu á svið og reiddu fram sína tónsmíð í bland við Mugsion verk. Það var eins og öllum hefði verið gefin sprauta í rassin, þvílík örvun! Eftir yfirgengilega gott samspil lét Mugison sig hverfa í bili. Alltaf tókst að toppa fyrri flutning sama hversu mikil snilld það var.
Og ekki spillti fyrir dressöppið hjá þeim Trabant gæjum og þar kom skýringin á glimmergæjunum sem voru áberandi á dansgólfinu. Hélt að þetta væri nýjasta trendið hjá karlmönnum í bænum sem ég hefði misst af í sveitinni. En nei..Trabant menn voru shimmerað glimmeraðir útum allt, og í silki blússum og latex buxum. Ekki beint getnaðarlegir..en það var tónlistin! Fullnægingarsvipur á hverju andliti! Og er það ekki það sem jólin ganga út á..að gleðja fólk?! Að lokum kom eftirrétturinn með cherry on the top: allir saman á sviðinu og tóku saman lagið nasty boy við dillandi belly-undirspil Ragnars Trabant söngvara (silkið fékk að fjúka af bringunni). Þarna var toppnum náð í virkilega góðu samspili framúrskarandi íslenskra tónlistarmanna!
Held ég fari ekkert á fleiri tónleika eftir þessa þar sem ég kem alltaf til með að miða þá við þessar golden memories of a fancy frenzy!
Ekki það að ég hafi farið á marga tónleika..eiginlega bara framhaldsskóla fútt, 80% þeirra voru með Sálinni.
En það er ekki vert samanburðar, það er eins og að bera saman
bónus súkkulaði og belgískt lúxussúkkulaði...
eða gervileðursófa frá Ikea og ekta ítalskan leðursófa hannaður af Ferrari krúinu!
En ekki orð um það meir..fór með frábæru liði og hitti gott fólk úr Kvennaskólanum og af Kjalarnesinu og það bætti upp þann part sem snéri að áhorfendum, sem voru 98 % sneplafullt lið. Hef ekki skilning á því þegar kemur að svona tónlistarveislu..hvernig geturu fengið tónaveisluna beint í æð þegar alkóhól flýtur þar um líka? En þau um það..

Jólagrautur er ómissandi hluti af jólaandanum!!

mánudagur, desember 12, 2005

Life of students:


Já..það er ekkert sjálfgefið að tilvera nemenda sé eintómt sældarlíf. Hvað þá sveitaliðsins við LBHÍ; fólks sem er í blóma lífsins, leigir úti á landi og stundar nám með sveitaloftið beint í æð.
Nei, nám er lífstíll eins og vitur maður sagði í auglýsingu forðum. Hvurslags lífstíll kemur þá sérstaklega í ljós þegar líður að prófum og þú hefur ekki verið dugleg við að lesa námsefnið. Álíka dugleg við það eins og að fylgjast með kappræðum á Alþingi.
Við skulum líta á nokkur einkenni:

  • nemanda gengur erfiðlega að koma sér á fætur þar sem enginn hvati virðist vera til staðar og skammdegisþunglyndið er farið að síast í gegnum birtuna frá Ikea jólaljósaseríunni.
  • bjór liggur óhreyfður inn í ísskáp (sem er að mestu tómur) og nemandi sér hann í hillingum svífa um loftlausa íbúðina. En eins og flestum er kunnugt neyðast flestir nemendur til að neita sér um þessa forboðnu nautn yfir próflesturstímabilið.
  • innihald ísskápsins í heildina er álíka fjölbreytt & innihaldsríkt og tónlistasmekkur FM957 liðsins. Nemandi er svo uppstressaður og naglanagaður að hlutir eins og næring gleymast þar til garnirnar verða háværari en hugsanasuðið. Þá er stokkið í Bónus, sem er sjaldan jafn fátækt af kaupglöðum nemendum! Orkurík næring eins og nammi og Magic og kaffi fyllir körfuna..
  • óhreina taus-hóllinn er orðinn að ógnandi fjallgarði og þvottavélin hætt að muna eftir nemandanum og farin að telja götin á vindunni sinni.
  • svo eru jólin á næsta leiti og þau fara jafn vel í blóðþrýstinginn og budduna eins og prófin! Jólafríið fer svo í það að kaffæra stressinu í girnilegum og góðum mat og ná sér eftir spennufallið sem aðfangadagur er.

Þetta voru þessi helstu einkenni sem fylgja jólaprófsnemandanum. Ef þið eruð á ferð um Kringluna í jólagjafaferð og sjáið einhvern sem er heldur spastískur í hreyfingum..verið ekki of fljót að dæma; þetta gæti verið hinn sanni jólaprófsnemandi sem er ekki alveg komin úr prófsalnum. Er ennþá kuðlaður við borðið að skrifa með einni hendi og hina hendin annað hvort að klóra hársvörðin í leit að svörunum eða puttarnir afnaglaðir! Sýnið umburðalyndi á þessu hátíðartímabili og gefið þeim ekki falleinkunn við fyrstu sýn!

Gleðileg próf/jól!!

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ilmur af jólum:

Hvað haldiði að mín hafi gert?
Jú..ein alveg að missa sig í jólastemningunni! Kom heim úr skólanum áðan og á móti mér tekur þessi líka jólakertalykt! Skildi semsagt kveikt á kerti í einn og hálfan tíma!! Ætla aldrei aftur að hafa það kósý á morgnana með jólatónlist og kertum þar sem meðvitundin virðist ekki vera í lagi!
Síðasti skóladagurinn í dag og hreingerningar eru að klárast. Nú þarf bara að létta af sér ýmsum loforðum áður en árið er á enda! Mundi eftir einu loforði þegar ég slökkti á kertunum (sem voru komin útum allt borð): skrifum um kvennafrídaginn og tengdu efni. Here we go (vinsamlegast athugið..ekki fyrir viðkvæma og hörundsára! og þetta er ekki byggt á 100 % sannindum, heldur minni skoðun. Getur vel verið að ég fari með rangt mál..þá tjáiru þig bara!) :

Þann 1.desember síðastliðinn var haldin ráðstefna í Kópavogi. Þessi ráðstefna bar titilinn: Karlar um borð - ráðstefna karla um jafnrétti.
Ég fékk veður af þessari ráðstefnu í gegnum skólapóstinn minn nokkru áður en þar sem ráðstefnan var einungis opin karlkyns fólki þá gat ég ekki farið þótt mig langaði mjög mjög mikið til þess!
En þessi hljóðláta kynning á ráðstefnunni fékk mig til að hugsa um kvennafrídagsherferðabombuna fyrir þann 24.október síðastliðinn. Tilefnið var kannski stærra..30 ára 'afmæli' jafnréttisbaráttunnar frá rauðsokkunni séð..en jafnréttisbaráttan í heild er mikilvægari.
Til þess að ég tali skýrar: sem hluti af björgunarsveit þá hef ég farið á námskeið í fyrstu hjálp og þeim fylgja sviðsettar æfingar. Þar er áherslan mikil á eftirfarandi atriði: einstaklingur sem lætur öllum illum látum er ekki mjög slasaður. Hugaðu fyrst að þeim sem ekkert láta í sér heyra.
Ósjálfráð viðbrögð margra á fyrstu æfingunum sínum er að veita þeim háværu of mikla athygli, en með tíð og tíma lærist þeim að leiða þá hjá sér og sinna þeim hljóðlátu sem eru oftar meira slasaðir.
Ég semsagt fór downtown þegar hinn háværi kvennafrídagur var og ég hugsaði með mér að þetta væri ekki rétta aðferðin til að hrinda jafnréttismálum í réttan farveg. Ekki það að ég sé með ráð við öllu og komin með jafnréttismálaplan..mér bara finnst eins og markmið margra þessara kvenna sé ekki jafnrétti heldur meira í þessum dúr: all animals are equal, but some animals are more equal than others.
Er ekki krafa um jafnrétti heldur eitthvað meira.

Hefði gefið mikið fyrir að komast á ráðstefnu karla þar sem velt var meðal annars upp þessari spurningu: eru jafnréttismál kvennabarátta?
~ : ~
Njótið þess að undirbúa hátíð ljóssins og gefið ykkur tíma til að hugsa hlýtt til þeirra
sem skipta ykkur máli!
Breytið dimmu og vetrarkulda í birtu og vinahlýju!
Knúúús!!

sunnudagur, desember 04, 2005

Þú skalt syngja lítið lag..
Nei hvur fj..kominn mánuður síðan ég tjáði mig hérna hér!
Hvað hefur gerst: tvítugsafmæli söngfuglsins Gulla...mjög skemmtileg veisla þar sem kverkar voru vættar og raddböndin þanin.
Kíkti á Rope-Yoga kynningu þar sem ég komst að því að maður getur ekki fyrirgefið öðrum, bara sjálfum þér.
Kvaddi ferðalanginn Nönnu á GrandRokk tónleikunum hennar..frrábært fólk þar!
Reunion hjá Kjalarnes grunnskólaliðinu...adrenalíngarður, grill og heitur pottur! Einn kom fljúgandi frá Norge tilað vera með! Respect!!
Borða lambalæri og humar með góðu fólki á Hvanneyri..namminamm! Fara í vísindaferð í Steypustöðina með góðum mannskap frá Hvanneyri...glimrandi góð ferð!
Kíkt á nýjustu Harry Potter myndina eftir það..í tilefni afmæli hjá elsku vinkonu minni!
Eldsnemma næsta dag var brunað yfir Langjökul með tveimur björgunarsveitum og nokkrum jeppum! Ævintýri líkast og yndislegt veður! Hverjum er ekki sama um kuldabola þegar útsýnið er æði gæði!! Grillað á Hveravöllum, pönnsað sig upp og hent sér í hverapottinn! "Brunað" á snjóbretti niður brekku (0,4°halli) með öllum hressu stelpunum á meðan kallarnir höfðu ofan af vel blautri rjúpnaskyttu, úr næsta skála, sem kíkti í heimsókn! Brunað tilbaka í bæin næsta dag..að sjálfsögðu yfir jökulin aftur! Þurftum að ná í einn drekann sem bilaði daginn áður. Það tók allan daginn þar sem snjóbíllinn sem kom úr bænum og átti að draga drekann heim..hann hámaði í sig alla olíuna og drapst af magaveiki upp á jökli...þannig við þurftum að teyma drekann niður á láglendið, allir þrír jepparnir!
Afmæli hjá mömmu...og ég pantaði flugmiðaí febrúar til Skotlands! ÍHA!!
Að ógleymdri skólavinnu, skólablaðsvinnu (fara í Kringluna og spurja fólk um Landbúnaðarháskólann og fara að gráta þegar nánast allir svara: sveit, beljur, kindur, bændur!!).
Og auðvitað góðar stundir með góðu fólki...á eyrinni (Hvann) og nesinu (Kjalar)!!
Framundan: próf, ritgerð, próf, jólakort, jólagjafir og jól..með smá snjókasti?! Hver veit!!
Hafið það gott í búningnum undir jólunum!!

föstudagur, nóvember 11, 2005

Extreme makeover

As I was sitting in front of the telly...nei bíðum nú hæg. Engelsk? Jeg??
No way Josè! Anywho..sat við imbann og var að horfa á Latabæ með yngri meðlimum fjölskyldunnar. Bláklæddur íþróttaálfur með njálg stökkvandi um eins og hann geti ekki labbað eðlilega..en það var rok í þættinum þetta skiptið og njálgurinn stekkur í græjuskápinn og hlammar á ljósabrúna öxlina 100 metra langri línu og einum klifurhjálmi. Better to be safe than sorry í henni Amerríkunni! Bleikt barbíhárið á stelpunni rétt svo blakti..
Hugur minn reikaði aftur til liðins miðvikudagsmorguns þegar ég var stödd uppá Hafnarfjalli með tveimur öðrum morgunhönum og hundi. Allt lék í lyndi þar til við vorum rétt ókomin á toppinn...þá skellti hann á okkur með hífandi rokhviðu og snjóbyl! Við hentum okkur niður í grjótið...því þetta var bara hreinskrifuð ávísun á frítt flug niður klettana! Þegar allir höfðu náð andanum söfnuðum við saman því litla sem við áttum eftir af heilbrigðri skynsemi og fetuðum okkur niður á við...svo var það bara bend over og duck næstu mínúturnar! En loks komumst við í skjól og allir ferskir og útiteknir! Hvernig ætli spandexálfurinn hefði plumað sig við þessar aðstæður? Búttuðu börnin í Ammríkunni (sem eru vafin inn í loftbóluplast svo þau meiði sig ekki) myndu gera í buxurnar og fá vægt hjartaáfall (áður en þau fengju kransæðastíflu af McDonald's völdum) ef Lazytown hefði lent í slíku!
Enginn óvanur í Hvannóbæ!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Veltur um vanga

Á köldum og kyrrlátum vetrarkvöldum stirnir á jörð.
Er þetta glitrandi hrím sem sáð hefur verið vetrarkonungi af?
Nei...þetta eru brotabrot af hraðskreiðu dekkjaundri mannsins sem missti stjórnar og tvístraðist á veginum.

Í vorsins ferskri moldu sést náttúrunnar litróf.
Er þetta angar af ilmandi blómum hlýnandi árstíða?
Nei...þetta eru marglitar umbúðaleifar liðinnar jólapakkatíðar.

Á ilmandi og friðsælum sumardegi berst til eyrna ómur af hlátri.
Er þetta hin elskandi og upprennnandi kynslóð Íslendinga að fikra sig áfram?
Nei...þetta eru börn síns tíma að læra inn á drottnunarhlutverk sitt í leikritasamspili manns og náttúru.

Í rjóðum runna heyrist skrjáf í haustsins fölnaða laufi.
Eru þetta þýðir þrestir að leita sér að æti?
Nei...þetta er þjóðarinnar plastrusl að kútveltast um nakið umhverfið.
~ : ~

mánudagur, október 31, 2005

In the twilights of seasons:

Hlægilegt hvað maðurinn lætur uppfinningar stjórna sínu daglegu lífi. Ávanabindandi þessi lífstíll með sínum þægindum.
En hvað gerist í litlu háskólasamfélagi þegar slitin er lífæðin?
Allt lamast.
Út á svölum standa öskuvondir nemendur með kylfur og kökukefli klemmd í handakrikunum og píra augun á framkvæmdirnar.
Niðri á jörðinni, í hálffrosnum skurðum bograst um verktakar, kaldsveittir og einbeittir á svip: reyna að breiða yfir flýtiganginn. Í kappinu við árstíðirnar og dagsektir klipptu þeir á naflastrengi samfélagsins: rafmagn og ljósleiðara.
Hvað gera bændur þá? Handmjólka kýrnar og lesa jarðabækur við lýsis ljóstýruna...hef ekki hugmynd! Er ekki í bændadeildinni þó ég sé stödd á Hvanneyri!
Best að þvo þvott...nei. Gat það ekki. Fór á salernið..með opna hurð.
Fékk mér cheerios með mjólk. Gat ekki eldað og vildi nýta mjólkina á meðan hún var köld.
Er hætt að horfa á sjónvarp. Heppin. Spurning um að kíkja á skólabækur eða leggjast í dvala undir sæng eins og hinir nemendurnir. Ég kveikti á vonarljósi og hripaði þessa pælingu á blað..ætlaði síðan að fara að læra, en viti menn...það varð ljós! Og því fylgdi netið! Enginn lærdómur...

laugardagur, október 29, 2005

In the summertime!

Hvaðahvaða...snjókorn hrúgast niður á allt og alla! Eintóm hamingja en alltaf eru Íslendingar jafn hissa og alltaf er einhver hreyfing sem endar illa. Árekstrar og útafkeyrslur eru ekki ánægjulegar.
Komst slysalaust suður í bæinn. Kíkti um kvöldið á Sirkus (staðinn ekki stöðina!) þar sem hljómsveitin KampKnox var að spila. Þau stóðu sig með eindæmum vel við furðulegar undirtektir liðsins á staðnum. Þegar þau höfðu lokið sér af kom Björk Guðmundsdóttir inn úr hríðinni og hristi fram einhverjar plötur sem hún blastaði í botn við mikinn fögnuð furðufuglanna.
Æi..var með tvær vangaveltur sem ég var búin að skrifa á pappír! En sá hugsanapappír er heima á Hvanneyri..þannig hann verður kominn inn í vikunni!

Er að fara í afmælisveislu í kvöld...væntanlega í trömpurunum og snjóbuxum eins og í gær! Nei djók...þetta verður varabúnaðurinn! Hlakka mikið til að kíkja á Bárugötuna þar sem góður mannskapur og fíneríis veitingar fara saman!!

En á morgunn, sunnudag, er merkisdagur!
Jú...KampKnox heldur útgáfutónleikana sína á Gauk á Stöng kl:21.00
OG HVET ÉG ALLA AÐ KOMA OG HLÝÐA Á ÞESSI SCHNILLDARMENNI OG KONU!!
Glimrandi góð tónlistasmíð hjá þeim..

sunnudagur, október 23, 2005

Karlakirkja..

Segi ekki orð meira..bendi bara á þessa grein í baggalút!

Mikið til í þessu...en til að ég sé með báðar hliðar á þessu þá stend ég enn við orð mín um að mæta á hávaðasamkomu kvenna á morgunn!
Sjáumst þar eða ekki!!

föstudagur, október 21, 2005

Basta pasta!!

Ójá...prófin eru yfirstaðin! Rumpaði tveimur heimspeki stuttritgerðum af á innan við klukkutíma, en varð að bíða þar til klukkutími væri liðin af próftímanum svo rétt væri rétt!
Í gleðivímu stauluðumst við (NU brautar stúlkurnar) yfir hrímaða sinuna, sem stirndi á í vetrarsólinni, heim í hús til að kíkja á einkunnir í stærðfræði. Það var ekki minni gleði eftir það glugg í borg! Við skulum bara segja að ég hafi verið með yfir níu...og það kalla ég bara gott í stærðfræði!
Núna er það bara skínandi tónlist skrúfuð í botn og tekið til við að þrífa höllina. Á fóninum er Madonna og ég skríð um gólfið á fjórum fótum með gólftuskuna að vopni, klædd í gula uppþvottahanska...og með plömmerinn á hreinu! Skapa réttu stemninguna!!

Í dag verður svo allt bara afslappað og skemmtilegt..undirbúningur fyrir kvöldið, konukvöld og annað próflokadjamm!!

Margt að gerast um helgina og á mánudaginn er hinn langþráði kvennafrídagur, sem minn yndislegi háskóli styður heils hugar og verða einhverjar tafir á rekstri skólans eftir hádegi vegna dagskrár kvennadagsins! Það verður líka dagskrá hér á Hvanneyri/Kvenneyri í tengslum við þennan frídag...svo stúlkukindurnar hverfi nú ekki allar suður í borgarlífið! Ég hef nú reyndar hugsað mér að baða mig í ljósum borgarlífsins með kameruna að vopni, berja augum brjálaðar rauðsokkurog hlýða á rökstuðning þeirra og órökstuðning...svo ég viti nú um hvað ég er að tala þegar meint jafnréttisbarátta er til umræðu. Er þessi baráttudagur kvenna skref í rétta átt í þeim efnum...eða ekki? Ég segi mest lítið þar til ég hef kynnt mér hávaðann..

Lifið heil, Helgi framundan...heilsið honum með kærleik í hjarta! Og gangið hægt en veglega inn um gleðinnar dyr. c",?
Og ég vil benda ykkur með hrifningu á töfraheim Drekaflugunnar...

miðvikudagur, október 19, 2005

Children...don't stop dancing..

I'm just a dot in this world...búja!! Svona er það..að hlusta á Creed, Metallica og fleiri dúndrandi góða á meðan verið er að elda. Ójá..mín er byrjuð að elda! Og hvað haldiði að sé á matseðlinum: fiskur!! Besti fiskur sem ég hef smakkað, þótt ég segi sjálf frá! c",?

Landnýting & landbúnaður og stærðfræði í höfn, bara eitt próf eftir: heimskspeki. Nei, svona segir maður ekki! Þetta er ágætis fag...þótt það geri sig ekki skiljanlegt í mínum hugarheimi sem stendur.

Am i hiding..in the shadows? Tja, það er spurning!
Ætla alla veganna að lauma bjórdósum í pokann minn og skutlast yfir til ''nágrannanna'' og horfa á America's next top model í góðum gír! Svo er áhugavert efni hjá Sirrý í kvöld: kynlíf og sjálfsímynd únglínga, sérstaklega stelpna!

crazy little thing called love..(das Queen)!

Gotta be cool....stay cool until next!

mánudagur, október 17, 2005

Að snúa við blaðinu..
..Dear mister forsident..

Ekki í þeirri merkingunni, heldur að fletta örvæntingarfullt í gegnum hinar ýmsu bækur tengdar landbúnaðarsögunni í þeirri von að fá uppljómun..og búja!: fljúga í gegnum prófið og ritgerðina með glans!! Ég veit nú ekki hvort sú verði raunin...en ritgerðin er komin í höfn og prófið er yfirstaðið. Þá er bara að bíða eftir niðurstöðunum!

Og læra fyrir hin prófin...stærðfræði á miðvikudaginn og heimskspeki á föstudaginn. Og að sjálfsögðu á að lyfta sér upp eftir þann pakka!! Það er spurning sem ég veit svarið við!!

Anywho...hér var smá gathering á fimmtudaginnafmælisdaginn. Ég fékk góða hjálp við bakstur og annað og svo át fólk á sig gat af kökum, kexi og salati, ostum og rúllutertum. Fékk gott fólk í heimsókn og frábærar gjafir frá yndislegu liðinu!
Eftir það var skellt sér á barinn, spilað billiard og annað! Síðan endaði þetta í samkomu heima hjá mér..til klukkan hálffimm. Ég sem ætlaði bara að skipta um föt...en já, fólk er alltaf velkomið í heimsókn til mín!!

Á laugardaginn fékk ég góða heimsókn í stressinu. Öll fjölskyldan kom, færandi hendi: borð, kökur og gjafir! Fékk borðið semsagt í afmælisgjöf, legghlífar, dvd diska, steina úr fjörunni, uppskriftabók skreytta með teikningum frá litlu snillingunum í fjölskyldunni og frábæra lamb(h)úshettu!! Svo var farið í Hyrnuna og borðað...eldamennska er búin að sitja á hakanum síðustu daga. Bara cheerios og gulrót..vatn!
Fer varlega af stað með eldun...er að sjóða egg núna. Mesta afrekið hingað til (búin að vandra um Hvanneyri á náttbuxunum, dúnaranum og slef niður á kinn af lestrarleiða)! c",?

Úps, eggin eru að springa! Greinilega farið of geist af stað í þessu...

Hafið það sem allra bezt í vikunni!!

miðvikudagur, október 12, 2005

Vinir hittast...og halda veislu...borða saman...jólamat!!

Í þessum (örugglega málfarsvillulega!) skrifuðu orðum er veðrið úti stillt og hvítt.
Það lítur út fyrir að í stað afmælisgleði hjá mér þá sé jólastemning! Snjónum kyngir niður á Hvanneyri og verður eflaust falleg snæviþakin breiða sem býður mér góðann árla morgundags!
Er að stroka út að listanum yfir hvað-er-hægt-að-gera-í-veislunni og setja inn SNJÓKAST!! Ætli ég hendi ekki kókinu í ruslið og skipti inn á heitu kakói...með keim af ritgerðastressi!

Er semsagt á fullu þessa dagana að koma lokaverkefnisefninu mínu í fast form á tölvuskjáinn..en það gengur svona upp og ofan..eiginlega meira ekki neitt! c",?
Stefni með hraðbyr í magic drykkju og tölvupikk frameftir nóttu. Er algjörlega blind á rétt málfar og nýtilegar heimildir. Veit ekki hvað ég hef gert við íslensku tunguna mína. Kannski skilið hana eftir á matardiski einhvers í Frakklandi! Ef ég hafði þá einhverja...hvernig er hægt að tilheyra þjóð án þess að hafa vald á tungumáli hennar? Telst maður þá fullgildur??

Færið mér heila úr prófessori í íslensku...með fullkomið vald á ritgerðasmíð og sögu landbúnaðarins!!
Það yrði bezta afmælisgjöfin!!

mánudagur, október 10, 2005

Örstutt:

Tja...helgin fór ekki alveg eins og planað!
Fór ekki á sauðamessuna (algjör sauður)...æ, byrjum á byrjuninni!
Fór semsagt suður að Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags. Svaf þar úti á söndunum í svefnpokanum mínum góða undir stjörnutjaldinu fallega og neongrænum norðurljósum. Og brimniðurinn í fjarska...
Síðan var vaknað um sjöleytið, borðað og skellt sér í búning og brunað út í sjó með bretti undir hendinni. Jamm, ég fékk að prófa brimbretti hjá skólabróður mínum! Börðumst við öldurnar í einn og hálfan tíma, hann náði að standa nokkrum sinnum á meðan ég og forvitinn selur horfðum á. Ég hins vegar náði einungis að svamla hálf á brettinu..aldrei sitjandi og hvað þá standandi!
Gaman að þessu samt...
Síðan um kvöldið var brunað á Hvanneyri. Eftir góða pizzuveislu var lagt í hann með nokkrum velviljuðum Akureyringum sem skutluðu mér og draslinu mínu á leið sinni norður. Skellti mér í partýgallann og rölti af stað á nýju kránna.
Þar voru saman komnir Hvanneyringar nær og fjær: með glas í hendi, snóker-kjuða eða míkrófón. Stemningin var frábær, og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þessi bar skiptir miklu máli fyrir þetta vaxandi samfélag!
Seinna um kvöldið var ákveðið að drífa sig á dansgólf sveitarinnar. Fyrst var brunað í Valfell, en þar reyndust vera eintómir 18 ára stubbar, efnilegir drykkjurútar sem buðu fylgdarlið mitt (hávaxna körfuboltastráka og bóndasyni) velkomið með ósæmilegum fingrum á lofti og ögrandi munnsöfnuði. Við náðum að hita upp með nokkrum dannsporum á meðan slaglsmálaskýin hrönnuðust upp. Nenntum þessu ekki lengur heldur sigldum í gegnum óveðrið með sterkar 2,10 m háar varnarstoðir okkur til trausts og halds.
Kíktum á þroskaðra liðið í Borgarnesi, Búðarkletti. Þar var troðið út fyrir dyrum á öllum hæðunum þremur. Við þraukuðum af mestu kremjuna og komum okkur fyrir í lausum stólum. Náðum að nýta dansgólfið síðustu 4-5 lögin áður en öllum var sópað út af staðnum. Hörkuskemmtilegt lið sem ég fór með og mikið fjör! Komum heim um hálffimm og viti menn..ennþá var líf á Hvanneyri! Harkan í fólkinu hérna er engu lík! Einstæðu mæðurnar standa sig bara best held ég...

Ný vika gengin í garð, lærdómur og lærdómur framunda....afmæli á fimmtudaginn, sem verður ekkert haldið upp á því ég verð heima í ''höllinni'' minni að naga af mér fingurnar yfir lokaverkefni og prófstressi! En við sjáum nú til hvernig það verður...núna er komin krá í seilingar fjarlægð! (",)

Látið kuldabola ekki buga ykkur!
Dúnni er besti vinur mannsins þessa stundina!

föstudagur, október 07, 2005

Ærleg helgi!!

Jaarm, það er sauðamessa í Borgarnesi á laugardaginn! Dagskráin er ekkert slor..hvet fólk til að mæta!! Fyrir mína kjötparta þá er ég svo gott sem mætt á svæðið og er svona að reyna að fá mitt fólk heima-heima að mæta líka. Verst að eiga ekki dreifbýlistúttur og lopapeysu til að blanda geði við liðið sem verður þarna!
Kosingavakan var í gærkveldi á Mótel Venus þar sem boðið var upp á Hróa pizzur, kjúlla og fleira meðlæti. Skemst er frá því að segja að Hvanneyringar létu ekki segja sér það tvisvar heldur kláruðu allan bjór á barnum og lítið var eftir í sterku deildinni þegar barnum var lokað kl.eitt. Vinnukarlarog fastakúnnar áttu ekki til orð þegar sveitalabbarnir drukku þá undir borðin í orðsins fyllstu!!
Ég rúllaði upp ritstjórnarkosningunum: ég og Eyjólfur úr bændadeild erum semsagt kjörnir fulltrúar á ritstjórnarþing!
Þar fyrir utan var ég valin ritari hjá Lista- og menningaklúbbnum og Ljósmyndaklúbbnum...The Ritari!!
Sólin skín..og ég þarf að þrífa ''húsið''! Drífa það af og koma sér út í blíðuna!!

EF ÞÚ ERT SAUÐUR MEÐ MÖNNUM, ÞÁ MÆTIRU Í BORGARNES Á LAUGARDAGINN!!
SAUÐUMST ÞAR!!
~ .. ~
"
(þetta er kindin Einar!)

miðvikudagur, október 05, 2005

Líðandi vika:

Úffpjúff..það er svo mikið í gangi að það nýjasta hjá mér núna, er að ég snýst í kringum sjálfa mig! Og post-it neonlitaður miði er minn sálufélagi!!
Það sem ég hef verið að gera síðan síðustu skrif:
Fimmtudag: klárað rannsóknarverkefni í aðferðafræði, fjárhúsgrillpartý um kvöldið (mikið gaman og mikið stuð).
Föstudag: kaffiboð hjá formanni útivistaklúbbsins (myndarstrákar hérna..komu með rjúkandi pönnukökur og fleira meðlæti. Yndislegt samfélag hérna, og til mikillar fyrirmyndar!). Svo var farið í bæinn..missti þar með af Catan kvöldi og karamellu ''bökun''!
Laugardag: heilsað betri helmingi fjölskyldunnar, en þau voru að koma frá Danmörku. Tekið minn skerf af nammigóssinu, usb lykil, mp3 spilara, krem og fleira! Síðan var skroppið í bæinn, knúsað góðan vin úr Kvennó og spjallað, keypt CD með tónlist frá Perú og Írlandi. Náð í myndavél sem festi kaup á (Canon 350d)..borðað og svo lagt í hann upp á Hvanneyri. Ég og Halla (form. útivistaklúbbs) vorum semsagt að fara út á Gufuskála. Þar var samæfing björgunarsveita Vesturlands um helgina, og við ætluðum að kíkja í sig-hellaskoðun með fólkinu á sunnudeginum. Ferðin norður/vestur var frábær...við lögðum seint af stað eftir að hafa hrúgað öllu dótinu í aftursætin á Alla (Toyotu pikköpp) og stoppað í grenjandi rigningunni til að festa hlerann yfir pallinum og pumpa lofti í dekkin. Til að stytta sér stundir á leiðinni gerðum við eftirfarandi: borðuðum kex með ostasalati og túnfisksalati við mjög frumstæða aðstæður (engin skeið og ekkert ljós..og á ferð). Einnig var brugðið á leik með því að snara bæjarnöfnum yfir ensku...Slitvindastaðir munu vera Tornwindyplace til dæmis. Ferðinn dróst reyndar mjög á langinn við þennan leik þar sem iðulega þurfti að hægja ferðina til að lesa á skiltin og jafnvel bakka! Umferðin var ekki mikil og til að gera slæmt betra þá töldum við bílana svona: 2 bílar = 12..og 5 bílar = 12.345 bílar. Sem þýðir að við mættum 123.456 bílum! ;)
Sunnudag: eftir að hafa komið seint á Gufuskála og horft á liðið spila partý og co. var farið að sofa, til tæplega níu. Skellt sér í frískandi svala sturtu (ekkert heitt vatn) og lagt í'ann. Vegna veðurs var hætt við upprunalega hellaferðina í Stóra-Saxa og farið í vatnshelli svo enginn þyrfti að húka við hellismunnann í slagveðrinu.
Alls vorum við 15 björgunarsveitarmeðlimir frá Skaganum, Borgarnesi, Kjalarnesi, Hellissandi og eitthvað annað!
Ferðin var frábær..skriðið í drullu til að komast inn í hellinn, sigið niður 7 m klettavegg til að komast inn í botn og svo híft upp aftur eða ''júmmað''. Spilað á munnhörpu og hummað með, gálgahúmor flaug og myndir voru teknar. Og að sjálfsögðu var skipt 5 bollum af rjúkandi góðu kakói á milli allra!!
Þegar komið var upp á yfirborðið tók sólin á móti okkur...eða þá að við lokkuðum hana upp úr dýpinu! Keyrt var heim meðfram syðrihluta nessins og haustlitirnir geisluðu. Sveittur hamborgari með eggi og beikoni er svo góður endapunktur hjá Borgarness sveitinni..og Fjallaljónið-Halla og Súper-María fylgdu með!
Mánudag: karfa kl.07, út að fljúga flugdreka í góða veðrinu eftir skóla, fótbolti kl.18, eldað mat fyrir tvo og kósí heitur pottur fyrir svefninn.
Þriðjudag: farið í Bónus og keypt í matinn, bandí kl.16, unnið stærðfræði verkefni, eldað mat fyrir tvo og farið á haustfund skólafélagsins og kynnt sig. Jamm, ég er búin að bjóða mig fram í ritstjórn skólablaðsins!
Í dag: ganga upp fjall kl.06.30 (æðislegt!!), kosningar í nefndir, fundur hjá lista- og menningaklúbbi kl.17, fundur hjá ljósmyndaklúbbi kl.20.

Og já..þarna einhvers staðar á milli er skóli og lærdómur. (",)

fimmtudagur, september 29, 2005

Vikuendinn:


Yup, enn er snjór í fjöllum og enn ég stödd á Hvanneyri!
Var að klára verkefni í aðferðafræði sem er í engu samræmi við erfiðleika námsefnis! Námsefni er upp á 3 í erfiðleikastigi en verkefnið er meira eins og 20! En..við kláruðum það! Rannsóknarverkefni um sumarexem hrossa! Aha...
Er að fínpússa það núna og svo er það sent til kennarans, sem er í Kína þessa stundina!
Síðan er klukkan fjögur veiðikeppni Hvannó..mæta í lopapeysunni með öngul í kjaftinum, stöngina í hendi og heitt kakó í hinni. Veitt verða verðlaun fyrir tilþrif, stærsta fisk og smæsta o.sv.fr.
Að henni lokinni er fjárhúsgrill, þar sem bændadeildin er komin í hús. Þeir sem veiddu eitthvað geta þá skellt því á grillið, en óferskir aðilar eins og ég geta komið með eitthvað annað...!

Las helvíti merkilega grein í Lifandi vísindi um daginn (nr.3 2005). Greinin heitir Kærleikur er skynsemi, ást er vitfirring. Virkilega umhugsunarverð grein...ef einhver vill lesa
Mikið búin að pæla í þessu síðan ég las hana...ætli það sé þá hægt að sprauta ótrúa eiginmenn með þessum hormónum sem fá hann til að vera einni konu trúr??

~ pæling-spæling ~

þriðjudagur, september 27, 2005

Bandí...bandý...verðum í bandi!

Jæja góðir hósthálsar!

Þá er enn ein helgin liðin og önnur framundan! ;)
Á sunnudaginn keppti ég ásamt 5 öðrum, fyrir hönd Hvanneyringa, á Íslandsmeistaramóti í bandíi! Það fór nú ekki betur en svo að við vorum með enga varamenn, algjörir nýgræðlingar í þessari 'jaðaríþrótt' (nú fæ ég að heyra það frá MR-ingum!) OG...við lentum í sama riðli og íslandmeistarar síðasta árs: Emmerringar!
Þrátt fyrir kjörorðið 'slátur' og eldmóð, svita og örvæntingafullar kylfusveiflur lentum við í 4.sæti riðilsins..þ.e.a.s. neðsta sætinu! En við skemmtum okkur konunglega og svitinn hlaut mikið frelsi! Hvanneyringaliðið keppir á næsta ári undir nafninu Guðni Ágústs eða Guttormur!!

Nú er maður lentur á eyrinni enn og aftur, vetrarharkan er ennþá 6..-6°eiginlega meira! Vindurinn er að auka mátt sinn og meginn og er að valda þó nokkru uppskerutjóni í Eyjafirði, ef ekki annars staðar.

Mætti í körfu í morgunn til að losna við hassperur og fékk að launum ljúffengar pönnukökur í hádegismat! Svo var mér boðið í dýrindis kvöldmat um kvöldið þannig lítið fór fyrir eldamennsku í íbúðinni minni þennan góða mánudag!
Núna er bara að sleikja sig upp við fleiri ágæta Hvanneyringa og fá góð boð inn í hús...og næla sér í matarboð! ;)
Neinei, svona svindlar maður ekki! Af því hlýst ekki sönn ánægja..eins og við ræddum í heimspeki í dag!
Hérna er svona kommúnu stemning..og líka auga fyrir auga, matur fyrir mat! Ég mun með glöðu geði bjóða fólki í mat um leið og ég hef stolið borðstofuborði og stólum frá einhverjum óheppnum..eða náð mér í fleiri pappakassa og púða til að hafa þetta kósí!

Brrr...bezt að skrúfa upp hitann á ofninum og hoppa undir sæng! Sit í forstjórastólnum á brókinni að skrifa þessi orð og verð að segja að mér er ekkert sérlega hlýtt!

Undir sæng og hjúfra hana upp og undir eyru og stórutær!
Þetta öryggisráð er í boði Halldórs Ásgrímssonar!!
~ ° ~

þriðjudagur, september 20, 2005

Gróska á Hvanneyri!

Það er svo sannarlega líf í félaginu hérna!! Hér er mjög virk klúbbastarfsemi og svo ég nefni nú bara nýjustu klúbbana sem er verið að stofna þetta árið: skógræktarklúbbur, ljósmyndaklúbbur, Lomber spilaklúbbur og margt margt fleira!!
Ég er skráð hér og þar sem meðlimur eða lærleggur (lærlingur í stjórn!)...og líka það vel enn sem komið er! Svo kemur það í ljós hvernig ég höndla pressu og ábyrgð! :)
Er komin í pottinn um atvinnu á kránni og er að fara að keppa með Hvannó á Íslandsmeistaramóti í bandí um helgina! Fjölbreytt dagskrá í hverri viku!
Kite surfing námskeið á fimmtudaginn...og ég er að hugsa um að skella mér til Ástralíu næsta sumar!

Núna eru 4 frábærar manneskjur búnar að maula mat með mér hérna í borðlausu íbúðinni minni. Þau hafa gert sér að góðu pappakassi með hilluplötu ofan á, litla ''skák''borðið mitt og svo skrifborðið sem enginn situr við! Og svo eru einungis 2 stólar..forstjórastóllinn valti en góði sem er við tölvuna og hægindastól sem hallar 45°!
Spurning um heimsókn í IKEA fyrst maður er í húsaleigubótadeildinni. Nú vantar bara að maður kræki sér í námslán og lifi vel eins og Þorsteinn í KB banka auglýsingunni!! Shnilld!!

Góðann miðvikudag!!

mánudagur, september 12, 2005

Ó og æ, aumingja ég!!

Já, það hlaut að koma að því, eins gamall og maður er, að fótboltameiðsl færu að líta dagsins ljós! Eitthvað byrjaði þetta nú í sumar en ég hélt ég væri bara soddan aumingi að geta ekki sparkað í bolta lengur! En núna er mín sko orðin hrædd...allt í einu fékk ég þennan verk í mitt hægra lærið að ég táraðist á miðjum blautum velli Hvannó! Ein úti að sparka í tuðru og varla búin með fyrsta skotið! Reyndi að teygja á og nudda með fossana niður kinnarnar og fjúkandi reið yfir því að geta ekki fengið mína tilfinningaútrás með nokkrum dúndrum.
Haltraði til handboltahetjunnar sem er með mér í bekk og spurðist ráða. Hva, Súper-María meidd spurðu strákarnir vinir mínir í næstu íbúð. Varð að bíta í það súra epli að titillinn gæti verið á hraðri niðurleið með þessu...
Sótti hitakremið mitt til lánþega og fór heim og vorkenndi mér meira. Hringdi í mömmu og hún heldur að þetta sé slitnir vöðvaþræðir í miðju lærinu, sem eiga eftir að gróa. Sem þýðir: enginn fótbolti og ekkert álag þar til þetta hefur gróið! Vill einhver skjóta mig...
Get ekki flúið heimalærdóminn lengur, sit í keng með löppina upp á borðinu og er að stafa mig í gegnum landnýtingar greinar og heimspeki krúsídúllur...!
Ætla að elda mér fiskbollur svona til að kóróna þennan dag!!

fimmtudagur, september 08, 2005

Í djúpum skít

Já...er það ekki bara eðlilegt að vera með kúaskít upp undir eyru þarna í sveitinni, spyr sig einhver. Aldeilis ekki...nema þú sért í búfræðideild - verknámi!
Hérna er bara hrein sveitasæla: ómur af leikskólakrökkum að hlaupa frá sér vitið í frímínútunum við drynjandi undirspil beljubauls og háværra hrossahneggja. Öll dýrin í skóginum eru vinir hér!
Nei, við erum að tala um öðruvísi skít: lærdómsskít. Er komin á kaf í letihaugnum og átti í mesta basli með að skila verkefnum þessarar viku á réttum tíma! Held að gærdagurinn sé gott dæmi: átti að skila verkefni fyrir miðnætti, búin að skila fimmtudags og föstudagsverkefnunum. Fór í Borgarnes í mjólkurbúðina ásamt fleirum og þegar heim var komið var mér haldið nauðugri viljugri á meðan kjúklingur var bakaður, salat skorið og bjór opnaður. Hjálpaði einni stelpu með föstudagsverkefnið og fór síðan södd og stressuð heim til mín að klára miðnæturverkefnið svo Öskubuska kæmist á ball í fjárhúsinu. Sendi verkefnið inn um tíuleytið, skellti mér í sturtu og töfraði fram ullarnærföt með gullþráðum, gallabuxur með silkiáferð, 66°N blúndum skreytta peysu, glitrandi úlpu og Ecco glerskó. Cinde-f***ing-rella var reddí að fara á ball, með hljómsveitinni Hitabrúsi frá Hveragerði.
Fór með fríðu föruneyti á ballstaðinn, borgaði inn og svo var þorstanum svalað undir hitalampanum, ásamt góðu Hvannóliði. Hljómsveitin reyndist hin versta en Hvanneyringar láta ekki slá sig útaf laginu svo auðveldlega! Drengirnir (og nokkrar sterkar stúlkukindur) skelltu einum kodda undir efri vörina eða sugu upp í nef, komu sér vel fyrir á biðsal klósettfólksins og byrjuðu að syngja gömlu góðu lögin úr réttunum...raddað! Fleiri plöntuðu sér afsíðis á beljubásnum og ræddu hin ýmsu mál. Eða gera eins og hann Egill Spegill vinur minn, mundaði gítarinn, skellti sér upp á svið og tróð ofan í bandið!
Þetta var síðan rifjað upp heima í húsi skömmu seinna við kertaljós, pasta á diski og eitthvað ónefnt kjöt fyrir hina svöngu, bjór fyrir þá þyrstu og sæng fyrir þá þreyttu!

Mikið stuð, mikið grín, endalaust góð og afslöppuð stemning á liðinu sem ég hef kynnst!

Og núna verður lært um helgina...grynnka á letihaugnum...en kvefskíturinn virðist vera að láta kræla á sér! ...þarf að fara að þrífa burt þennan skít! Þrifhelgi í íbúð 207!

Hafið það gott borgarbörnin mín nær og fjær!

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Yeah...that's us!

Var að vafra á netinu..íslenzkan í fyrirrúmi hérna....og rakst á þessa stórskemmtilegu frétt á mbl.is! Ok, ekkert skemmtileg frétt en fyrir björgunarsveitina á Kjalarnesi er hún það!
Það var verið að veita styrk til íslandsmeistarasveitar Kjalar...og sæta björgunarsveitin mín heitir Kjölur...400 þúsund kjeall! Ekki amalegt...ef þetta værum við! Við erum nú með Íslandsmeistarasveit...í fámenni, kassaklifri, kompuhúsnæði og kajakróðri!!

En svona að öllu gamni slepptu...bara brjálað að gera núna í skólanum, allt að vakna til lífsins. Er að klára Stærðfræði verkefni nr.2 fyrir grunnskóladeild, lesa grein fyrir Heimspeki, lesa greinar fyrir Landnýtingu & landbúnað og svo er leitarvélaverkefni í Aðferðafræði.
En að sjálfsögðu gef ég mér tíma fyrir hreyfingu...var að koma heim úr sveittum bandí-slag...nú er það bara sturta, lærdómur og matur! Var eitthvað talað um sauna..en það kemur bara í ljós!
En merkilegasta fréttin á mbl.is er án vafa þessi!! Yngsta systir mín hún Fríða skvísa, var í 1.sæti, 9-12 ára, í þessari sögusamkeppni. Því miður fær hún ekki að fara til Frakklands, en hún fékk hrúguna af alls konar flottum verðlaunum! Og hitti hann herra Ólaf Ragnar Grímsson og tók í spaðann á honum! Ekki slæmt...

Tjus mit folk!!

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ben & Jerry's ís...mmm!!

Ein vika í skólanum liðin...og næsta byrjuð!
Var bara þokkalega lengi í skólanum í dag: frá níu til hálfþrjú! Ný stundaskrá...
Fór í körfubolta í ''höllinni'' klukkan níu að kvöldi til og var bara að koma heim! Hörku körfubolti með svakalegu fólki og svo er bandí á morgun! Get ekki beðið eftir að vera hökkuð í spað!
En sem stendur er ég bara á sloppnum eftir smá sturtuskvettu og er núna að rembast við að ná plastinnsigli af einhverjum amerískum draumi: Ben & Jerry's ísdollu...sem er örugglega dísætur andskoti! En ég bara verð að prófa eina skeið fyrir svefninn....ef ég næ þessu plasti af!!

Annars bið ég bara góða og fallega nótt!
Er búin að ná lokinu af og ætla því ekki að hafa þetta lengra!!

Verði mér að góðu...þakka mér fyrir!!
!..mmm..!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Það er draumur að vera með dáta...

Núna eru liðnir tveir dagar af þessari fyrstu önn...af fjórum! Já þessu er skipt niður eins mikið og mögulegt er hérna á Hvanneyri!
Fyrsta daginn var byrjað á því að kynna helstu máttarstólpa stofnunarinnar og hvernig þetta nám gengi fyrir sig. Deildastjórarnir kynntu fyrir okkur, brand new nemum, sínar námsbrautir. Og þá rann upp fyrir mér ljós af hverju það væri svona heldur dauft yfir svæðinu. Þannig er það að elsta nám skólans hefst ekki fyrr en í október. Í byrjun þess mánaðar streyma hingað námsfolarnir í búfræðum, en það vill svo til að þar er kynjaskiptingin 3/4 karlar! Þessu er öfugt farið á hinum þremur háskóladeildunum: 3/4 konur. Sem þýðir að núna er svæðið krökkt af kvenkyns verum á öllum aldri sem bíða þöglar og spenntar eftir karlpeningnum sem kemur í hús eftir mánuð. Stemningin er eins og biðin við höfnina eða flugvöllin eftir að sjá navy gæjana eða aðra army dáta!
En nóg um það...meira um skólann!
Það er lítið hægt að segja um stundaskránna enda stendur lítið á henni. Er að íhuga aftur að fjárfesta í farartæki af einhverri sort eða sjónvarpskaupum.....ekki mikill lærdómur enn sem komið er. Og allt getur maður gert á netinu! Erum með yndislegan skólavef þar sem við getum spjallað við alla nemendurna á sér messenger og líka kennarana!
Til dæmis er ég strax stolt af stærðfræðikennaranum mínum sem sér líka um tölvukerfi skólans; hún er margfaldur íslandsmeistari í spjótkasti og kallar sko ekkert allt ömmu sína! Núna held ég að ég verði að taka við á í þessum fræðum svo ég endi ekki örend á spjótsenda!
Gamli skólinn er í svona Kvennó-aðalhúss stíl og skrifstofuhúsið í MR-stíl. Nema húsin eru í þessum íslensku sveitabýlis litum: hvítt hús, grænir karmar og rauð þök!
Hérna er svo ullarselið góða, kertasmiðja, Kollubúð (matvörur og myndbandaleiga) og bráðlega sæt sveitakrá! Carlsberg merkið er komið upp!
Möguleikar á íþróttaiðkun og hreyfingu: beljuhindrunarstökk, reiðtúrar (þarf að ná mér í fola!)....og útreiðar, regnhlífarölt eða hlaup á staðnum í íþróttahúsi þar sem allir MR ingar myndu segja hóm svít hóm! Eða taka daginn í það að labba út í Borgarnes...MJÖG góð hreyfing!
Kíki suður í bæinn um helgina! Lítið að gera í skólanum eins og er...allar heimsóknir hingað verða því að bíða, sorrí!!
:)

föstudagur, ágúst 19, 2005

Simple life: Paris Hilton og María Theodórsdóttir

Jæja..þá er komið að því! Ég er komin með aðra löppina inn í húsnæðið mitt á Hvanneyri!! Nú á bara eftir að flytja skipfarmana af aðal málinu: fötunum mínum.....og já, fóðrinu. Nú er að sjá hvort ég kem til með að nota bæjar stígvélin mín eða hvort ég þarf alfarið að gíra mig niður/upp í dreifbýlistúttur!! Við erum að tala um að ég er að fara úr úthverfi Reykjavíkur (einskismannslandi) í alvöru sveit!! ;)

En semsagt til að fólk sé up to date: María Theodórsdóttir er að fara að hefja nám í umhverfisfræði til þriggja ára Bs-gráðu frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri...svo leiðir tíminn í ljós hvert framhaldið verður!
Búin að vera á þvælingi í bænum að eyða pening í alls konar hluti og dót sem á að fitta innan 24 fermetra rýmis sem mér var úthlutað....held það endi með því að ég geti ekki boðið neinum í heimsókn!
En ef þið viljið ólm kíkja í heimsókn þá skal ég reyna að halda smá gangvegi!! Og fyrir upplýsingasakir: Hvanneyri er EKKI á hjara veraldar...við erum að tala um klukkutíma akstur frá miðbæ Reykjavíkur!! Þannig að afsakanir um lítinn tíma aflögu verða ekki teknar gildar...er að taka til skoðunar afsakanir eins og 'bensín dýrara en gull', 'það er rán að fara í Hvalfjarðagöngin' og 'ég hef aldrei farið út fyrir 101'...

Menninganótt er að skríða inn í bæinn!! Fyrri part dagsins verð ég staðsett við Laugardalinn að beina Reykjavíkurmaraþon hlaupurum á rétta braut og passa að þeir verði ekki keyrðir niður...og ég þar með talin!
Um kvöldið á svo að slappa af í bænum með góðu fólki!!! Hafið það gott um helgina!!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Tölfræðilegar upplýsingar

Laugardaginn 13.ágúst:
vaknað klukkan sex,
keyrt norður frá 7-11,
rafting frá 13.30-17.30
keyrt suður frá 19.30-23.30,
keyrt í bæinn 00.15-0.40
dansað frá 01.00-03.30
keyrt heim 04.00-04.30

Semsagt....
- vakandi í tæpan sólarhring
- keyrsla: 9 tímar
- keyrt á fugl: 1 skipti
- raftað niður Jökulsá Eystri: 4 tíma
- dansað: 2 og 1/2 tíma
- dottið út í Jökulsá og bjargað af fjallmyndarlegum kajak-björgunarmanni: 1 skipti
- fengið pinnahæla í gegnum fætur og olnbogaskot frá trylltum fertugum lýðnum á milljónamæringaballinu: var hætt að telja í 30...

Gæti haldið lengi áfram! En í heildina var þetta æðislegur sólarhringur..mjög þreytt og aum í bakinu og bakhlutanum en það fylgir þessu bara!
Frábær rafting ferð með frábæru fólki...mikið um bátsveltur og fólk-fyrir-borð en allt fór vel sem betur fer, þrátt fyrir klettaárekstra og fleira.
Fór á Broadway með tveimur eldhressum fyrrverandi Kvennó-píum, Kollu og Siggu og þar var dansað fram á miðja nótt með hálfvöltu fólki á miðjum aldri sem var að skemmta sér líka!
Er búin að sofa í 4 tíma...og er að hugsa um að skríða upp í rúm aftur! Kúri veður úti og ég og sængin erum 'like this'!

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Sumarið er tíminn!!!


Jæja folks...þá fer að styttast í að skólinn hefjist á ný...sem þýðir að sumarið er að renna út!
Og hvað er maður svo búin að gera í sumar?
Kynnast mýflugunum nánar að Mývatninu hinu fagra.
Rölta 260 km með 3 metra langa stöng á öxlinni.
Ná mér í helvíti gott stuttbuxnafar, bolafar, hlýrabolafar...og SOKKAFAR!! Svo er maður með fallega hvítar broshrukkur útfrá augunum...
Horfa á býflugur í þúsundatali gefa upp öndina við þjóðveginn.
Eyða nokkrum klukkutímum í vangaveltur um athafnir íslensku þjóarinnar í ökutækjum...útfrá notuðum verjum sem liggja eins og hráviði við vegkanta landsins!
Síðasti dagurinn var svo kórónaður í þeim efnum þegar við rákum augun í kassa utan að pumpu...af þeirri gerðinni sem allir þekkja úr Austin Powers myndunum!!
Ég hef labbað í mígandi rigningu, hífandi roki (þar hefuru það Friðrik Dagur! Það er meira rok á Mývatni en á Kjalarnesi!!), brakandi sól og blanka logni. Hitastig frá 2° upp í 25° yfir allt sumarið er býsna breitt bil...
Svo hefur maður kynnst alls konar fólki..allt frá forvitnum bændum sem bjóða manni upp á kaffi og eru ekkert nema almennilegheitin, yfir í froðufellandi ökuþóra eða stóriðjumótmælendur/náttúruverndarsinna sem skjóta mann niður með laser-augum sínum um leið og þau heyra orðið Landsvirkjun nefnt. Andúðin gegn fyrirtækinu er ekki jafn dulin eins og áður fyrr og er það jákvætt....að ég held...að fólk láti í ljós skoðanir sínar.
Gott dæmi um paranoiuna í okkur í lok sumarsins: erum að mæla til baka að bílnum þegar við sjáum í fjarska einhvern labba að Patrolnum, kíkja inn og snuðra í kringum hann þar sem hann er í vegkantinum. Hugsum strax hvort hann sé ekki læstur og höldum áfram að mæla þó með auknum hraða. Klárum bilið á mettíma og kíkjum hikandi á bílinn...en enginn bílsprengja, borði með áróðursorðum eða pissublettur á bílgreyinu. Andvörpuðum öll af létti og hlógum af ímyndunarveikinni í okkur!

Núna tekur við annar kafli...skóli framundan og nám sem fékk hárin til að rísa á nokkrum íhaldssömum starfsmönnum Landsvirkjunar: Umhverfisfræði við Lbhí - Hvanneyri!!

En þekking er af hinu góða, eyðir fordómum og kemur í veg fyrir ranga notkun mannsins og túlkun á ýmsu í ferli lífsins. Svo ekki sé minnst á umburðarlyndi okkar gagnvart öðrum af okkar kyni, burtséð hvernig hann er á litinn eða hverju hann trúir....

@>-/-,--

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Umhuxunarverður brandari...eða?
Vitur maður + vitur kona = rómantík
Vitur maður + heimsk kona = framhjáhald
Heimskur maður + vitur kona = hjónaband
Heimskur maður + heimsk kona = ólétta
~ þar hafiði það ef þið voruð í einhverjum vafa! ~

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mér eru allar dyr lokaðar!!

Jep, ég læsti mig úti úr mínu herbergi! Það er verið að gramsa í skrofstofum Kröfluvirkjunnar og reyna að finna master lykilinn...er með krosslagða putta!
Lítið merkilegt að gerast hérna á vegum landsins milli Kröflu og Húsavíkur...ekki hundi úti sigandi í þessu veðri..en auðvitað hallamælingafólki!! Er ennþá með fallegan bláma á fingrunum!
Framundan: klára veginn norður út að Húsavík, fara heim og pakka niður og innsigla herbergið mitt...becaus' I'm movin' to Hvanneyri! Ég er semsagt að fara að hefja mína skólagöngu við Lbhí Hvanneyri og ég mun hafa mína eigin ruslakompu þar! Nú skulu bara allir fylgjast með hvort 'Allt í drasli' ráðist til altögu við eina íbúðina, Skólaflöt!
Banka hazarinn á Íslandi er að fara úr gullböndunum....við erum að tala um peningaupphæðir nefndar sem ég hélt ég myndi bara lesa um í tenglsum við Jóakim Aðalönd eða Bill Gates. Billjón...finnst ég vera orðin lítil aftur og standa í metingi við krakkana á leikskólanum: ''pabbi minn á milljón billjón trilljón skrilljónir af peningum!'' En núna eru kannski einhverjir krakkaormar andlitið útbíað í hori og sandi sem geta sagt þetta og ekki verið að skrökva svo mikið.....hmmm!!

Leit dagsins: hringitóna með klaufabárða-laginu!! plís, segið mér að þeir séu til!! Snilldarlag sem væri ennþá meiri shnilld sem hringing!!!

Eftirvænting vetrarins: The chronicles of Narnia myndin!! Hver man ekki eftir bókunum góðu eða TíVí-þáttunum back in the days...

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Kaupmannahelgin!


Enn og aftur er hin langþráða verzlunarmannahelgi að hefjast! Og enn og aftur stefnir í að íslendingar slái mjólkurdrykkjumet frá síðasta ári....who would have guessed?
Að venju eru hátíðir sem prýða landsbyggðina...allt milli himins og jarðar eftir því hvert þig langar og hvað þig heillar!
Til að viðhalda ákveðinni hefð er að sjálfsögðu von á smá vætu..en það láta harðgerir íslendingar ekki á sig fá þótt þeir séu í tjaldi og vosbúð! Þó eru margir búnir að gefast upp á afneituninni og planta sér í sumarbústað yfir helgina löngu.
En eitt er á hreinu að allir ætla að hafa það glimrandi gott...hvort sem það verður í rólegheitum og afslöppun eða hoppandi gleði....vímulaus eða ekki.
Ég hef hugsað mér að vera heima í kósíheitum um helgina og stunda áfengissmökkun með meiru!

Ég vona bara innilega að öll gleði og ferðalög gangi vel fyrir sig.
VERIÐ MEÐVITUÐ!!!!
Margar sterkar herferðir tengjast m.a. þessari helgi: v-dagur, nei þýðir nei, hvað þarf til þess að stoppa þig? og fleiri herferðir....

föstudagur, júlí 08, 2005

Týnd og tröllum gefin!

Jæja...held að ég hafi alveg klárað mig í þennan ''pistil'' um Ítalíu! En ég er að hugsa um að skifta út efri partinum með þessu gráa leiðindabulli.
Það sem ég er búin að vera að bralla: vinna, éta, éta, 16.júní sumarbústaðasæla, 17.júní sólbað í bænum, vinna, éta, kíkja á kántríbæ, vinna, yndisleg helgi á fjórðungsmótinu á Kaldármelum og svo vinna! Sem stendur er ég í Jónshúsi, Kröfluvirkjun...lítil vinna í dag. 15 m/s vindhraði og sandrok að senda alla í easy brúnkumeðferð á no time...plús facial scrub. Þannig við flúðum inn í hús..höfum ekkert að gera út í svona veðri. Ingen ting!! Þannig það er bara sjónvarp fram eftir öllu...og msn...en enginn á msn! Allir að þykjast vera að vinna!! :)

Bið bara að heilsa í bæinn hjá ykkur elskelingurnar mínar! Mæli með írskum dögum þessa helgi á skaganum...frábært stuð fyrir alla sem einn!!

fimmtudagur, júní 02, 2005

Ferðalag 2005

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég get verið mjög gagnrýnin og sýn mín á hlutina getur verið heldur neikvæð...og því við ég biðja allar viðkvæmar sálir sem geta ekki tekið létt í kolsvartan húmor að smella á x-ið í horninu hægra megin á tölvuskjánum og fara að spila solitaire eða klippa neglurnar. Eftirfarandi “greining” mín er útfrá minni upplifun og fer oft eftir ‘attitude” inu sem ég mætti eða hvar vogarskálar mínar lágu á skapgerðarskalanum!

England er eitt af þeim löndum sem ég hef oftast komið til...en samt ekki. Þannig er það að ég er orðin kunnug Stansted flugvellinum en restina hef ég aldrei augum litið í eigin persónu! Svo að ég mun seint geta áætlað eitthvað um Englendinga útfrá menningasúpunni sem fyrirfinnst á flugvellinum..og því hefst greining mín ekki á Englandi heldur fyrrverandi fyrirheitna landi mínu og þjóð: Ítalíu

Ítalía

Þótt útlit fólksins, menningin og landið sjálft þarna í suðrinu eigi lítið sameiginlegt með okkar fróni og fólki...þá er þjóðin keimlík inn við beinið! Þannig er það að íbúar beggja samfélaganna eru ótrúlega sannfærð um sitt eigið ágæti út á við að ekkert fær haggað þeirri sýn. Þó er brugðist við af sárri móðgun ef komið er við kaunin á dýrðarljóma þjóðanna....sama hvort það er hreinleiki blárra lóna eða tískuborga á heimsmælikvarða.
Á íslandi er kvenher fagur og á Ítalíu heil hersing af föngulegum karlmönnum. Á því leikur enginn vafi....
Í stuttu máli sagt: stoltar þjóðir sem lifa í soldilli afneitun!

Landslag: nyrst eru alparnir og falleg vötn og umhverfi...svo tekur við fremur tilbreytingalaus Po sléttan. Eftir því sem sunnar dregur eftir hana verður landslagið fallegra og fjölbreyttara. Allra syðst er þetta týpíska miðjarðarhafslandslag með brún/hvítgylltum sandi og klettum, ljósbláu hafi og gróðri á stangli.
Veðurfar (á helst við inn til lands): mikill raki, sem þýðir gífurleg gufusoðning á sumrin og mígandi frjósandi kuldi á veturna sem smýgur inn í beinmerg. Ótrúlegt en satt þá held ég að það hafi snjóað oftar í Cremona en heilan vetur heima í Reykjavík. Og Lundúnaþoka öðlaðist nýja merkingu fyrir mér þarna á Ítalíu.
Byggingar: lítið af einbýlishúsum í eldri bæjum og borgum, mikið um þessar nokkurra hæða blokkir við þröng stræti, stórir aflangir gluggar með þessum grænu eða brúnu lokum fyrir. Húsin oft sandgulbrún eða brúnferskjulituð. Byggð upp úr holum múrsteinum..engin einangrun þar.
En svo eru villurnar útum allt...suburb hverfin utan um bæina, við Gardavatn og hin vötnin. Gætum rætt um þau blaðsíðu fyrir blaðsíðu....kíkið bara á Ocean’s eleven og þá hafiði séð brotabrot af þessari hallar-dýrð!
Og já...hvaða litli bær sem er á Ítalíu telst ekki bær nema að vera með a.m.k. 2 kirkjur! Og í þær er mikið lagt og sýnist hverjum um það hvort allt prjálið sé fallegt eður ei..sjálf er ég meira hrifin af litlu sveitakirkjunum! Marmari var greinilega rosalega “inn” og risastórar hurðir úr bronsi með útskornum detailum fyrir stækkunargler!
Matur: allir þekkja ítalskt matardútlerí og hversu góður ítalskur matur getur verið. En fáir hafa stigið fæti inn í ítalskt hagkaup og hvernig hlutföllin eru þar! Við erum ekki að tala um staflana af nammi og snakki í hillunum..heldur heilu rekkana af vínflöskum, pastategundum og allskonar tómatsósum og súrsuðu og niðursoðnu jukki til að setja út á! Vissulega er þarna nammi og annað óhollt en ekki í jafn miklum mæli.
Í morgunmat er fingurbjörgin af sterku og góðu kaffi ásamt mjólkurdeigshorni með marmelaði, súkkulaði eða kremi inn í. Sumir fá sér campari og snakkhlaðborð með...bara eins og fólk er mismunandi. Svo er í hádeginu brauð með salami eða pitsa eða salatskál..er ekki alveg inn á hádegismatnum! Ekki heldur kaffi tímanum....en svo er það kvöldmaturinn um klukkan níu. Það er oftast pasta blandað út í tómat dæmi eða rjóma dæmi..fullt af grænmeti eða því sem er til. Til hátíðabrigða er svo inn á milli kjöt máltíð eða fiskur.
Passa sig á alls konar siðareglum tengdar matargerð, hlutföllum, samsetningu og síðan en ekki síst; í hvað röð þú borðar salat, kjöt og pasta....ekki hrúga á einn disk eins og heima! Það myndi valda hvað Ítala sem er yfirliði að sjá íslenskan matardisk með sitt lítið af hverju!
Besta sem ég fékk: margir pastaréttir en sérstaklega gott var pasta með túnfiski og grænum baunum, þunnt kjöt með sítrónusafa og pipar, ferskjusafi (appelsínudjús er ekki góður þarna), birra morretti, torrone (hvítt núggat með hnetum í) og ítalskur ís.
Tvær ímyndir mínar af Ítalíu: eldri maður í ryðrauðum buxum, stífpússuðum skóm, keyrandi um á sportbíl eða Fiat. Með gráa fiðringinn eins og allir eldri menn á Ítalíu, stífgelað hár, hlustar á Eros Ramazotti, Pavarotti eða annað gamalt og gott. Reynir að töfra ungar gellur með fornum kvennagulls töktum sínum. Ef ekki í vinnunni þá situr hann á bar með restinni af karla-saumaklúbbnum og sötrar rauðvín og talar/hrópar um hin ýmsu mál. Bíður eftir því að konan kalli á hann í mat.
Eldri konan er annað hvort algjör húsmóðir eða skvísa. Oft í þybbnara lagi og með sorglegan háralit...jep, gulrótaliturinn lifir enn góðu lífi þarna. Og ekki eru hlébarðamunsturs leggins að detta út heldur! Andlitslyftingar og alls konar snyrtingar. Mjög ráðríkar og hvassar enda alltaf með annað augað á veiklyndum eiginmanninum. Alvöru mæðurnar eru allan daginn og stundum nóttina að undirbúa og matreiða alls konar rétti eftir kúnstarinnar reglum. Þó eru margar útivinnandi og því ekki jafn mikill tími fyrir krúsídúllu mat.
Svo er það unga kynslóðin...sem er í rauninni bara yngri útgáfa af þeim eldri...önnur tíska, stelpurnar ótrúlega grannar margar (hvernig verða þær svo svona litlar og þybbnar?), strákarnir mis kvenlegir, mikið í tísku að eiga hund í gucci fötum. Volkswagen Golf virðist vera mjög vinsæll þessa stundina.
Hlusta á Anastaciu og margt annað remix dæmi. En skilja samt voða lítið hvað er verið að syngja um, enda allt þýtt á ítölsku (bíómyndir, leiðbeiningar og allt).
Þarna finnst körlunum gaman að versla og stundum fara vinirnir saman á búðaráp eða gluggaskoðunarferð. Allir haldast í hendur sama af hvaða kyni það er. Allt svo eðlilegt...
Annað: Sophia Loren er dýrlingur Ítala...Linda P vs Vigdís Finnbogadóttir fyrir þeim. Allri bera virðingu fyrir henni. Ef þú nefnir lýtaaðgerðir í tengslum við hana gætiru alveg eins verið að segja að páfinn hafi verið á strippbúllu að drekka og meira. Slíkt er fráleitt!!
Opnunartímar verslanna óútreiknanlegir, allir rosa afslappaðir (sérstaklega verslunarfólk) og oft lítið hugsað um að koma vel fram við kúnnann.

Niðurstaða: Sjarminn yfir Ítalíu mun aldrei hverfa, en það er margt sem mætti laga..
Gamalt samfélag og hefðir, byggingar og minnismerki gamla veldisins ekki gerð fyrir nútímamengunina sem er að gera útaf við allt. Gerir stemninguna rosalega þunga og skítuga. Ætla ekki að tala um stöðu kvenna..það er sér kafli fyrir sig sem ég er ekki alveg með á hreinu...nema að íslenskar konur standa sterkar í sínu samfélagi.
Ekki fara til Ítalíu án fylgdarliðs ef þú ert ljóshærð, með blá augu eða annað sem stingur í stúfa við ítalska þjóð. Til að vera með í tískufrensíinu verðuru lágmark að eiga eina merkjaflík og gott er að eiga nýtísku sólgleraugu. Getur notað þau til að fela bláu augun viljiru losna við athyglina í smá stund!
Þó að Ítalir séu fagurgalar og allt það, þá er mjög erfitt að kynnast þeim. Sérstaklega stelpunum og er ég að hugsa um að kenna háralit mínum um það (halda að ljóshærði djöfullinn sé að fara að stela frá þeim). Suður-Ítalir eru miklu opnari og þessi fáu sem ég kynntist voru þaðan. Hin voru frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og fleiri löndum! N-Ítalir eru flestir mjög lokaðir bissness/tískuplebbar (svo ég taki nú sterkt til orða). En að sjálfsögðu er ekkert hægt að alhæfa um eitt eða neitt af þessu.
Ítalía...þaðan á ég nokkrar af mínum bestu minningum en líka verstu minningum.
Mæli með: Flórens!!, Gardavatni og Veróna. Róm, Feneyjar og Mílanó er svo eitthvað sem er algjört “must” fyrir marga ferðamenn en mér finnst þetta mest megnis vera orðið svona sem fólk kíkir á bara til að geta sagt ‘hei ég hef komið þangað!’. Passið ykkur á túristaleiðanum á mörgum stöðum. Ekki sleppa jákvæðninni úr hendi ykkar!

föstudagur, maí 27, 2005

Heimsins öfgar

Nú er háönn útskriftanna..og í dag eru tvær athafnir!
Það eru MR, stóra mennta manían og Kvennó, litla kennslukommúnan. Ég óska þessum útskriftaárgangi...frá öllum framhaldsskólum Fróns...innilega til hamingju með árangurinn!!

En margt að gerast í heiminum með hverri mínútunni sem líður:
Á meðan allt er í uppnámi í Írak eftir uppstokkun Bush er hugsanlegt jafnvægi að komast á í landinu sem heitir Ísrael núna...en verður vonandi að tveimur ríkjum innan skamms: Ísrael og Palestína. Með fjárstyrk og stuðning frá mr.Bush...
Á meðan veikburða lífsþrótti eldri borgara er haldið uppi með fjöldaframleiddum lyfjum, hverfur ungt fólk frá veraldlegu lífi sínu í sorglegum slysum eða árásum.
Á meðan margir íbúar 'vesturheims' glíma við afleiðingar ofáts eru mæður í S-Súdan að sjóða gulnuð lauf til að gefa börnum sínum.
Á meðan Íslendingar eru að missa sig í íbúða og risa pallbílakaupum vegna verðbólgu/tolla/gjaldeyra/geðheilsu sveiflna eru asíubúar að kúldrast í 'íbúð' á stærð við sturtuhengi...eða hafa misst heimili sitt vegna náttúruhamfara eða styrjalda.

Á meðan ég er pikka þetta inn á tölvuna (og er að tala við fólk alls staðar í heiminum í gegnum netið/msn) er einhver einhvers staðar að láta lífið...án þess að geta kvatt fólkið sitt.

.................skiptir máli að vera meðvitaður um hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur, en geta lítið sem ekkert gert, eða erum við betur sett að vera haldið utan við það versta eins og hinn bandaríski almenningur?

laugardagur, maí 14, 2005

Einu sinni var...

Jæja! Þá er mín búin að vera kjur á Fróni í mánuð..enda farin að láta á sjá! Borða og borða til að halda mér á jörðinni svo ég svífi ekki til Kanada með næsta flugi! Er með útblásin maga eins og börnin í Afríku, nema mín bumba er ekki vegna vannæringar heldur ofnæringar!

Horfði á mynd í gær...assault on precinct 13 (2005 útgáfuna)..hún er bara ágæt..en það er ekki tilgangurinn með þessum skrifum! Myndin gerist í Detroit, USA og fyndið hvað ferðalag getur gert manni: manni finnst maður vera miklu meira inn í myndinni (tengdur) ef maður hefur einhvern tímann komið á sögustað/tökustað....!

Annars er ég að púsla saman smá umsagnir um Ítalíu, (Austurríki), Frakkland, (Bandaríkin) og Kanada...þær verða svo birtar hér þegar að því kemur! :)

Útskriftir framundan hjá skólafólki á Íslandi og annars staðar...gangi ykkur vel öllum! Og auðvitað er Eurovision party menning Íslendinga óneitanlega tengd útskriftarveislum! Og árshátíðum slysavarnafélags..!!

þriðjudagur, maí 03, 2005

''Líf mitt í útlöndum''

Komið er út brot úr ævisögu Maríu Theodórsdóttur í tveimur bindum...ævintýrið sem allir hafa beðið eftir!
Lesendur sem hafa áhuga á að fá fyrirlestra, upplestrarkvöld eða myndasýningar geta pantað tíma hérna fyrir neðan með því að smella á ''comment''.

Höfundur hefur svo samband...!

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Confessing to the dashboard

Það er alveg með ólíkindum hvað maður er fljótur að falla inn í daglega rútínu..liggja í leti og gera ekki neitt og hugsa um allt eins og íslendingur. En samt er hugurinn víðs fjarri.
Vorið veldur mér miklum vonbrigðum hérna heima fyrir...greinilegt að það er í sjokki eftir óvænta frosthörkuna í miðjum apríl. Allt haust sinugulbrúnt og þungskýjað rigninga vindaveður.

Er komin með ferðakvef eina ferðina enn...fyrst var það ítalíukvef..síðan kanadakvef og núna er það frónkvef. Loftlagsbreytingar eða hvað veit maður.
Eitt er þó á hreinu að mig langar til Kanada og það strax...þar er sko vor: 20-30° hiti, sól og ilmandi vor með alls konar söngfuglum og dýrum í görðunum.
En maður verður víst að sætta sig við orðinn hlut og taka því sem maður hefur...og bara dagdreyma um restina! :)
...verð að halda mér á jörðinni. Vil samt ekki falla í þá gryfju aftur að éta á mig gat..þannig ég ætla að drekkja mér með vatnsdrykkju! Get ekki gufað upp í dagdrauma með þessari vökvun! :)

Allir að biðja fyrir og undirbúa komu vorsins/sumarsins!!

laugardagur, apríl 16, 2005

Gamalkunnir stafir:

Jæja og jamm og já...þá er ferðalangur komin til Íslands enn á ný!
Og eins og undanfarið er tekið á móti manni með hífandi roki og vorrigningu...nema hvað, er ekki Ísland fyrir lítið!
Finnst eins og ég hafi verið stutt í burtu en samt er allt svo ókunnugt...veit ekki í hvorn feitan fótin ég á að stíga....held að ég hafi skilið eitthvað eftir af mér í Kanada...mitt nýja fyrirheitna land!
Er semsagt nýkomin frá Köben þar sem ég pit-stoppaði um stund eftir meira en 24 tíma ferðalag frá Kanada til Danmerkur...þar af svona í það mesta 3 tímar í svefn.
Ástandið eftir því...sleepwalker!
2000 myndir í það heila held ég...þó ég sé nú ekki stolt af þeim öllum!

Samantekt og greining á ferðalagi kemur síðar með skýrari og rótgrónari hugsun og hvíld í heimahaga fyrir líkama og það sem eftir er af sál!
Sko..ljóðræna málbeinið komið aftur!!

Gang hægt inn um draumanna dyr

sunnudagur, apríl 10, 2005

typiskt...!

Jaeja...nu er tvi midur komid ad endalokum the trip hingad til. Og audvitad er eg ta a besta stadnum hingad til og med besta vedrid hingad til!
Er semsagt stodd i Sarnia, sol og steikjandi hiti, fri gisting/matur og allt saman..og vid erum ad tala um staersta sjonvarpsskja sem eg hef sed hingad til! Og gott heimabiokerfi med audvitad!
Buin ad vera ad runta um neighborhoodid a Golf, borda nachos med kjotsosu og kikja a kanadiskt bar lif. Sem er ekkert osvipad islensku nema stadirnir loka fyrr..
anywho..allt gott endar fljott of course!!
Fer hedan med godar minningar og of mikid af doti!

Lendi a klakanum 15.april ef allt gengur eftir! Solbrun og feit eftir USA ferd og ruslmat i solinni...og bjor auddad!

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Fer ad lida ad heimkomu...sniff!

Jep, allir bida spenntir er tad ekki?!
Er semsagt komin aftur til Toronto..buin ad kikja i sushi, afghanskan mat i Vancouver..fara ad versla med frabaeri stelpu fra Islandi tar og fekk ad gista hja henni lika. Svona er Island litid..einhver tekkir einhvern sem byr her og tar!
Kikti til Vancouver eyju; Nanaimo rolt um kvold, Tofino urhellisrigning og sjokajak ferd og baldheaded eagles utum allt og sidan til Victoriu...sol og fallegir gardar og albinoa pafugl a rolti. Kikti a aeskuheimili Emily Carr..sem reyndist vera lokad. Sem og Crystal garden..!
Fleiri fallegar minningar fra Kanada, og ennta akvednari i ad skoda British Columbia betur seinna, for eg med flugi til Toronto i gaer..med eina auka tosku! Mec er storhaettuleg bud!
I Toronto er bara buid ad vera sol og vindur sidan eg kom..cn tower tekur vel a moti nalaegum bilum og vegfarendum med fljugandi klakastykkjum! Logreglan reynir ad halda folki fra turninum en tad reynist erfitt ad blokka svona stort svaedi tegar vindurinn er ad feykja isnum a highway og lengra!
Framundan: kikja a naeturlif i Toronto og Sarnia, na i dot til London (rosalega er madur med mikid dot!), fljuga til Parisar, fljuga til kongsin Koben og gista hja fraenku...og sidan flug heim a klakann!! Og ta verdur herbergi tekid i gegn!

þriðjudagur, mars 29, 2005

Stutt fra Vancouver..
Jaeja...ta er madur komin til Raincouver...lendi nottla a rigningatimabilinu hvaad annad!! Her er gott ad bua..Kopavogsbassinn myndi steintagna ef hann kaemi hingad, tad er a hreinu!
Her hefuru allt: alvoru fjoll, haedir, snjo, magnoliutre, chinatown, listamannahverfi, bissnesshverfi, 1800 hverfi, skytrain, huge park (stanley park) og hvad sem tig vantar...ta er tad her!
Er ad fara til Vancouver Island ad kajakast..Whistler ad snjobrettast..er buin ad fara ad versla med tveimur islenskum domum sem eru virkilega frabaerar..borda sushi...kaupa odyrt utivistadot i mec.ca...og hanga med islensku frabaeru lidi!! hvad getur madur bedid meira um. og tad a paskunum..med lukurnar fullar af cadbury's og hersey's mini eggjum! ;)
vona ad paskarnir hafi verid eitthvad fyrir ykkur!
kvedja fra kvefi og lulu lemons..
Drekafluga: engin spurning..tu ferd i tennan skola! Hlusta ekki a neitt annad en ja og amen. List ekkert nema vel a listamannahverfid og Vancouver er aedi og ekki spillir fyrir heradid sem slikt..tad besta i Kanada...og vidar!!

mánudagur, mars 21, 2005

Steam whistle brewing...saves your day!

Jaeja folks...vaknadi ekkert ultra snemma...bara eins og venjulega! Gaf staffinu hja globalpackpackers.com belti sem eg hafdi skrifad a sma kvedju...teim finnst svo gaman ad hafa kynnst Islendingi!
Sidan var labbad ut a gotu og fengid ser morgunmat: subway veggie dot og halfan liter af sprite..helt eg! For svo ad lesa utan a floskuna tvi mer hefur alltaf fundist floskurnar herna skrytnar...og ta kemur i ljos ad tetta eru ekki 500 ml heldur 591 ml! buid ad troda eins miklu og teir geta i floskurnar lika!!
Rolti svo afram nidur ad vatninu..tok nokkrar myndir af klakanum tar og dreif mig svo upp i cn turninn...tallest free standing tower in the world...tack fyrir!! tar voru teknar fleiri myndir og sidan var kikt i steam whistle brewing bjor verksmidjuna hinum megin vid hornid. steamwhistle.ca ef ykkur langar ad kikja!
Tar eru guided tours a klukkutimafresti og samtals vorum vid 3 med i tessum tur...ef eg tel med guidinn! Islendingur, NySjalendingur og Kanadabui skemmtu ser vel ad skoda huge tanka og 4 adal inniholdin sem eru i bjornum, sem tykir mjog godur..og eg get tekid undir tad! Alveg eins og godur islenskur bjor!
Klukkan ordin margt tegar eg kom loksins ut..solin skein i heidi og eg tok stefnuna a chinatown eins og venjulega. keypti mer geisladisk fyrir 900 islenskar (nyjan disk) og skodadi svo kensington market...hippa markadur daudans.
Nadi mer i kako i pappaglas og settist ut i solina og horfdi a folkid ganga fram og tilbaka um gangstettina a medan eg bara sat og let solins skina framan i mig og skituga gluggann fyrir aftan mig.
Vancouver a morgunn...4 daga ferd, ef tid skyldud hugsa um af hverju eg hef ekki sett neitt nytt inn i sma tima! Ta vitidi tad...
Kajak og snjobretti vonandi tar og bara njota lifsins!

tudlidou from Toronto, tjaenatan!
Maria Canadina

laugardagur, mars 19, 2005

Toronto..og oxford street!

Komin til Toronto..hofudborgar Ontario fylkis. Herna er alltaf sami kuldinn..to baerilegri kuldi en kuldarakinn i Evropu!
Gisti a bakpokalinga hosteli..herna er eldhus, bar, internet, tvottahus, tonlist 24/7 og allir mjog motadar typur. er i herbergi med tveimur breskum stelpum...sem eg a erfitt med ad skilja...tvilik breskenska!!
Herna i Toronto eru hahysi ameriku og mursteinshus eins og i Harry Potter..chinatown, oxford street og queen street og king street. Tarf ad finna ut hver tessi Dundas er sem a gotu i hverri einustu borg...
Neytendasamfelag daudans herna eins og heima. Starbucks coffee a hverju horni eda burger king, kfc, pizza hut, macdonalds og subway asamt fleirum. Allir labba um med coffee to go...enda ruslid a gotunni eftir tvi! ;)
Eftir 3 daga fer eg til Vancouver...east side to west side, dudes! Tek semsagt tversnid af Kanada med lest...4 daga ferd takk fyrir!! better be a lay z boy...

Heimkoma...13 april liklegast! Allir ad vera tilbunir!!

miðvikudagur, mars 16, 2005

Greetings frrom London baby yeah!

Yes yes...I'm in Lundun (brritizh accent!). No...you ignorant fools! London i Kanada!!

Og eg er ad dyrka Canada!! Her er allt til sem tig gaeti mogulega langad i/ad gera og allir eru yndislega hjalpsamir og elskulegir. Ameriska kurteisin eg byst vid..
en talandi um Ameriku...eg semsagt flaug fra Charles de-Gaulle flugvelli,Paris eftir ad hafa verid spurd alls konar spurninga i security checkinu. Gellan virtist ekki vera ad skilja hvernig eg aetladi ad ferdast um Kanada tennan tima og vera ekki buin ad boka hotel! Svo for gaei i latex hanska i gegnum bakpokann minn. Fleiri og fleiri spurningar...blabla blaa: hver er tilgangur ferdar tinnar til Ameriku, hvad geriru a Islandi, hver borgadi fyrir ferdina, hvad skodadiru i Paris, hversu lengi varstu i Paris...ah, komin i flugvel..sem er huge! og allir med sma tv og fjarstyringu hja ser, kodda og teppi! fuck icelandair segi eg nu bara!
svo tegar vid vorum komin i loftid gat madur byrjad ad fikta...tu gast valid ad hlusta a alls konar tonlist, horft a myndir, taetti, farid i leiki eda sent email...ef tu vildir strauja kredit. Og eg hlustadi a tonlist...svo horfdi eg a The Incredibles, Bridget jones; the edge of reasons og svo Finding Neverland sem er....eg veit ekki hvad er haegt ad segja...magnifico, magnificent, yndisleg!
Komin til Detroit ca. 8 timum seinna...buin ad fylla ut tvo eydublod i flugvelinni med alls konar upplysingum. Framundan: fingrafaraskonnun, myndataka, spurningar (ancora) og leit ad fari til Kanada. Tok Robert Q til London. Big endless sky here!! feels like home..nema tad vantar fjollin, en tau koma med ferdalaginu! Buin ad vera vakandi i solahring..

Her i London: keypti mer dansk eplavinarbraud, lychee djus fra Thailandi, ameriskt caesar salat med bacon bitum..mjog hollt! og nytt skittles!! nammi namm..godur morgunmatur sem eg bordadi vid Thames anna...gargandi Kanada gaesir og drynjandi Dodge bilar i bakgrunninum.
Allt svo ameriskt ad tad er ekki fyndid..er inni a netstad og tar sitja 20 menn med derhufur og eru ad spila counter strike eda einhvern fjandann...og tad er sol uti! Er farin ut aftur!!

Long live Canada...en ekki gjaldeyririnn teirra, hann er algjort helviti!

Sjaumst i april......my native people!

mánudagur, mars 14, 2005

Pariiiiiiiiiiiiis!!!!

ta er madur buin ad skoda Paris...alla veganna hluta af henni. Fjorir dagar her og get alveg fallist a tad ad tad gaeti verid fint ad bua herna...tad er tu ert satt vid loftmengunina, metro kremjuna, straeto leidindin og ert ekki med kyntatta fordoma! :)
nice place...eg held eg gaeti ekki buid herna, alla veganna ekki i adalbaenum, kannski a suburban svaedinu. Augun i mer eru raud af menguninni og tott tad se sol herna hef eg ekki fengid neinn lit i gegnum mengunarslikjuna..

I gaer fann eg landareignina mina...reyndar i xlarge utgafu. Jep, vid erum ad tala um Versali (heitir hollin tad ekki a islensku?)!! Madur sa alveg fyrir ser of skreytta vagna dregna afram af fallegum hestum...hvitpudradrad folk med 5 kiloa tunga harkollu standa upp i loftid... en tarna voru bara trilljonir af ferdamonnum. Tar sem eg labbadi um 'gardinn' (a staerd vid heilt hverfi) for eg i gegnum hafsjo af tungumalum....you name it og tad var talad tarna!
Eg myndi reyndar henda ut ollu sem er inni i hollinni...Vala Matt myndi verda ordlaus yfir dotinu tarna...eg hlo bara. Tvilikt punt og drasl! Ekki til ord yfir tetta..tid sem hqfid komid tarna eda sed myndir...you know what I mean! yuck..
I dag er sidasi Parisardagurinn minn..sma vor i grasinu (krokusar) og sol. Buin ad labba um helsta svaedid..drifa mig ad skoda tad sem eg hef gleymt ad kikja a! Framundan: Louvre safnid...ad utan, aetla ekki ad bida i bidrod og borga mordfjar fyrir fleiri malverk.

A morgun: flug til Kanada (eiginlega USA) vonandi..og svo er tad ferdalag i einhvern tima adur en madur fer ad koma ser heim...i april! Allir spenntir!? ;)

until next time...Maria - med nyja nikita armbandid sitt fra Salzburg!

miðvikudagur, mars 09, 2005

Saltborg og gruss gott!

Jaeja...kom til Salzburg i nott (morgunn) og for a fyrsta hotel sem eg sa og er tar enn..ekki i tessum toludu ordum, en tid skiljid mig. Vaknadi um tiu og fekk mer kul morgunmat..og eg helt ad kotasaela heti cottage cheese, en svo virdist ekki vera..cheese spread! :)
Her er alltaf snjor synist mer...minni snjor eda meiri bylur er tad eina sem eg er buin ad sja. En samt er ekki eins kalt og a Italiu...herna er ekki tessi raki. en tad er samt kalt...aei tid skiljid! :)
Buin ad skoda tad helsta og er alveg a tvi ad koma hingad aftur tegar tad er sumar..
Buin ad kaupa mida til Parisar, en tad er samt eitthvad verkfall i gangi..kemur i ljos!

svo er tad Kanada!

fimmtudagur, mars 03, 2005

ordskaelingar/paelingar gaerdagsins og morgunsins

Svona er tad tegar ekkert er ad gerast og madur liggur bara i ruminu og paelir a medan snjorinn hellist nidur...
Einhver paelt i oliufelogunum heima? Orugglega a medan samradid var heitt umraedu efni (tok yfir hversdagsleg vedur komment..).
En ok, ta er eg bara sein ad fatta: EssOliSkeljungur...einhver paeling a bakvid tetta? EgOrkan og hvad svo?

eg veit eg er sorgleg! :)

For og keypti mer kok i bauk i gaer...i fyrsta og orugglega sidasta skipti..i bili! tar sem klukkan var halfniu um kvold og engin bulla opin, for eg a kebab stad og bad um coca cola og reyndi ad hljoma eins og itali sem kann ensku. Indverski gaeinn hins vegar kom med ord manadarins: 'kuka kula?'
eg: 'ee..sì...'
indi: 'kuka kula grande?'
eg (atti erfitt med mig tarna): 'eehh...eeerr...sì, grazie..!'
og tar med labbadi eg heim med pizzu i einni og kuka kula i poka i hinni og heimskulegt glott a fesinu. kuk og piss brandarar eru faranlega fyndnir tegar madur er i utlondum! :)

tvaer vikur i Kanada...still counting!

þriðjudagur, mars 01, 2005

nyjasta nytt

Jaeja...nyr manudur hafinn! Nykomin 'heim' til Cremona fra blau strondinni...costa azzurra heitir hun a itolsku. Tetta er semsagt m.a. Nice, Frakkland...franska rivieran. For tangad med lest sem tok lengri tima heldur en flug fra Islandi til Italiu..man! Tarna var ekkert rosalega kalt og ekkert rosalega heitt heldur. I bae nalaegt Nice er hun Sigurlaug fyrrum Kvennopia ad au pairast...eg stal af henni nokkrum timum a medan eg var tarna og vid forum a jammid i Nice. mjog gaman ad geta loksins farid a djammid! :) Silla....tak fyrir gott kvold!! hehe..
tegar heim i kuldan var komid var tekid til vid ad hreinsa vel eyrun min...eftir nokkra bloduga eyrnapinna og 10 ml af sotthreinsandi voru gotin i eyrunum ordin saemileg tott ennta blaeddi. Kann ekkert a svona, enda komin med sma sykingu!
Skellti mer i heitt bad, tott vatnid hafi ekki verid undarennu litad eins og Britney spears myndabandinu goda heldur glaer brun graent...ta var tetta samt svipadur filingur!!
Anywho...kuldi kuldi kuldi...allir ad segja 'biddu eftir vorinu', en hell no, eg geri tad ekki neitt! Eg er farin til Kanada...tad hlytur nu ad vora tar lika! Eftir tvaer vikur fly eg Evropu...en fyrst er tad Salzburg og Paris!

So long dudes!!

mánudagur, febrúar 21, 2005

Slyddudrulla

Eccomi...langt sidan madur skribbladi eitthvad herna nidur!!
Er buin ad fara til Milano tvisvar nuna (hitta Gerdi og Hildi), Pisa og Florens. Eg skrifadi sidast um Mantova og Feneyjar var tad ekki? Eg vona tad..
anywho...nuna fer ad styttast i ad eg komi mer til Kanada, get ekki bedid!! Profadi ad troda dotinu minu ofan i bakpokann i dag...tetta verdur skrautlegt!
Er buin ad skoda lestarkostnad til Salzburg...a eftir ad skoda daemid til Nice, en tad er naesta mal held eg.
Eftir tessar tvaer ferdir er eg farin til Parisar...held med flugi. Tar verdur stoppad i einhverja orfaa daga til ad kikja a turista glingrid i baenum og eitthvad fyrir utan kannski lika.
Fra Paris er svo flogid til Detroit! Kanada verdur skodud i bak og fyrir...hverjum er ekki sama um kuldann...hann aetti ad vera svipadur og heima, ekki tessi skita raki tar eins og herna i Evropunni!

Adios..nei, eg meina ciao!!

laugardagur, febrúar 12, 2005

Solskinsganga

Eftir ad hafa fengid ad vita ad vinkona min se a sjukrahusi og mamma leigjandans mins er illa veik...akvad eg ad fara ut i gongutur i solinni. Var ekki buin ad labba lengi tegar eg sa blikkandi bla ljos a veginum. Tad hafdi ordid arekstur og a medan logreglan var ad visa bilum fra, ta satu og stodu tugir manns, sumir reykjandi, og horfdu a atburdinn. Hversu kalt er tad? Eg hradadi mer afram fra tessum hryllingi. Tegar eg a stutt eftir ad anni Po maeti eg litilli og saetri gamalli konu a gongu med hundinn sinn. Allt i einu stoppar hun og tekur upp litinn daudann fugl. Sjadu dauda fuglinn segir hun vid hundinn og veifar honum framan i hundinn. Hundurinn glefsar i likid og rifur tad i sig a medan konan horfir brosandi a. Hvad er ad gerast hugsa eg og held afram hryllingsgongunni. Er loksins kominn ad Po og sest tar nidur og laet solina skina framan i mig. 14° hiti segir maelirinn...tokkalegt!
Sidustu 2 daga er eg buin ad vera i Pisa og Florens (Firenze) ad skoda mig um. Gat verid tar a peysunni..sem er mjog gott!
Framundan er: Milano (hitta Hildi eurotrippara) og Evropa..adur en eg legg Kanada undir fot.

Aetla ad fara heim og fa mer birra morretti og pasta med zucchini, salat.
Vona ad helgin hafi verid og verdi god hja ykkur!

Kvedja, Maria mozzarella

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Gramygla Italia

buon giorno miei ragazzi!
Stulkur sem ekki hafa fengid ser got i eyrun eru nuna opinberlega utdaudar (undanskildar taer sem hafa farid i gotun en latid groa..). Nyverid sast til teirrar sidustu inna a tattoo stofu, a Italiu, ad fletta tribal-synibok og bida eftir tima. Stuttu seinna stadfestist tad faar..jafnvel engar stulkur an eyrnalokka eru eftir tegar hun labbadi ut med plast i eyrunum!

For til Mantova um daginn...labbadi um allann baeinn i 0° C og vindi, allann daginn! For snemma ad sofa (eftir ad hafa braett a mer rassinn i heitri sturtu) a hoteli sem hefur upp a ad bjoda 'quiet rooms'. Tad tydir ekki ad tu heyrir ekki i naestu herbergjum..onei. Ef eitthvad er ta er eins og tu sert med mikrofon i ollum herbergjunum og magnara inni hja ter. Rosa fint tegar tu aetlar ad sofna snemma (na lest kl.fimm um morguninn) og Tjodverjar eru ad hosta, ropa og snyta ser, og araba hjon eru ad hnakkrifast i naestu herbergjum vid tig!
Drosladist ut a lestarstod um fimm um 'morguninn'..fara til Feneyja (Venezia) og kikja a karnevalid. A leidinni sa eg blodrauda solina koma upp...eitt tad fallegasta sem eg hef sed!
Kom til Feneyja rumlega halfniu og dreif mig strax i adra peysu..skitakuldi! Nae mer i karneval dagskra og gotukort um Feneyjar..turistakort. Drif mig svo af stad ad turistast. Kaupi grimu fyrir mordfjar, glerdot og postkort. Ta er sa turistakafli buinn...afgreidslukonan reyndi ad sjalfsogdu ad hafa af mer sma pening. Tvilikur turistaleidi tarna ad tad halfa vaeri nog! Ekkert skrytid kannski...tarna eru allra tjoda kvikindi saman komin til ad eyda peningum og taka myndir.
Let loksins undan sjalfri mer (mjog erfitt!) og let mala mig i framan..fancy 17.juni malning. Helt afram gongu minni upp og nidur bryr og troppur...tar til eg kem ad San Marco torginu. Tar er lita frenzy...og athyglissyki blandad saman. Buid ad klaeda sig i skrautlega buninga og fela sig bakvid grimu og svo er ser stillt upp fyrir myndaoda ferdamenn. Eg dro upp turrt braud og gaf dufunum...og vard tar med partur af programminu. Allt einu hopudust ad mer myndavelarnar og folk stillti ser upp hlidina mer og let taka mynd af ser med stelpunni-med-rauda-nefid-og-braudmylsnu-i-hendinni! Mama mia...eg tok myndir af litlum krokkum ad gefa dufunum (mikid heilbrigdara) og dreif mig burt ur aedinu. Labbadi medfram stora skurdinum..tok myndir og svo var labbad tilbaka a lestarstodina. I lestinni a leidinni 'heim' til Cremona horfdi eg ut um gluggann a gramyglu landid lida hja. Alls stadar ma sja vinvidarstubba standa upp ur jordinni eins og krossfestar slongur...eda har igraedsla a risa! Sidan toku vid risahotelkjarnar...morg hotelin med nofn eins og Marconi og Agustus...eins og einhver mafiufamilia. Og tad var eins og husin vaeru ad kallast a: mitt er staerra en titt...nei, mitt er mikid staerra!
Komin til Cremona..buin ad henda af mer dotinu..nu tarf bara ad taka til i herberginu, pakka nidur fyrir Florens, borda og tvo af ser tetta glimmer! ..og hlada nidur a tolvuna ollum tessum myndum...se ykkur heima alveg i anda sofna yfir tessum turistamyndum daudans og ommu hans! Ekkert nema hus, styttur, votn og svo framvegis! hehe..

Firenze here I come!

endilega segid mer ef eitthvad er tytt ad heiman...a presto, Maria mozzarella con glimmer!

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Bjork og Geysir

Ja..vid erum komin ad teim punkti ad allir spurja jafnt um Geysir og Bjork...reyndar langt sidan!

Anywho..er komin ''heim'' til Cremona eftir sma ferdalag um nedri hluta Gardavatns...tar sem allt er lokad alls stadar i kringum vatnid ta haetti eg vid. Skoda Gardavatn bara betur tegar tekur ad vora! :) Tad lifir allt a turismanum herna..alls stadar verid ad gera vid og betrumbaeta, undirbua komu farfuglanna hvadanaeva ad ur heiminum.
For m.a. til Verona, sem er litil borg a itolskum maelikvarda. Mer tokst ad labba og skoda tad helsta a fimm timum. Skodadi eitthvad safn fyrir 5 €...fannst tad gedveikt dyrt, en svo hugsadi eg heim til Tjodveldisbaejarins tar sem eg sat eitt sumarid og rukkadi adallega Tjodverja 1000 kr. fyrir ad skoda toman torfbae! A medan tarna i Verona var eg ad skoda hundrudir malverka, freskur, vopn og fleira. Segi ekki meir...
Ad sjalfsogdu skodadi eg svalir Juliu...tad er, tegar eg fann taer tvi taer eru inni i einhverju porti. Labbadi inn og fokuseradi bara a svalirnar en svo for eg ad lita i kringum mig og ta bra mer. Vid erum ad tala um einhverja tugi fermetra af veggjum og tad er buid ad covera ta med kroti, pappirs butum og tyggjoklessum...alveg upp ad svolunum meira ad segja. A greinilega ad gera samband lukkulegt eda eitthvad..alls stadar hjortu eda + i kringum oll heimsins nofn! Skrautlegt..en subbulegt. Eg skrifadi nafnid mitt a vegginn sem matti krota a.. :) Eg er svo donnud!!
Grofina hennar Juliu skvisu for eg lika ad kikja a...tar er ekki minna krot enda a snerting vid kistuna ad gera tig gifta innan ars...tau sem vilja tad leggi leid sina um gotur fair Verona.
San Valentino dagur framundan...og carnival byrjad i Feneyjum. Alls stadar er marglitt pappirskurl a gotum og bakari full af carnival bollum alls konar. Litlir stubbar hlaupa hropandi um i dullulegum buningum, andlitid ber tess merki ad hafa snert bollurnar ur bakariinu...florsykur alls stadar!
Gluggar i skartgripabudum og fleiri budum eru ekki lengur merktir utsolu..heldur hjortum i ollum staerdum og gerdum og san valentino stafir fylgja oft med. ahh...hid ljufa lif ad vera ein! ;) hitt er orugglega agaett lika!
For a veitingastad ad fa mer ad borda i gaer...og eins og venjulega; bord fyrir einstaklinga eru oft a midju golfinu med stor fjolskyldubord i kring, svo manni finnist madur vera ennta meira einn! Anywho..eg fekk bord alveg i horninu a stadnum og konan fjarlaegdi hitt parid af hnifaporum. Tok eftir tvi ad tad voru kerti a bordinu, en tar sem eg var ein ta var ekki kveikt a tvi. Engin vonarglaeta fyrir einhleypinga... :)
Er ad hugsa um ad skella mer i dansskola..var ad labba medfram vegi og fekk adeins 1 af hverjum 6 bilum til ad flauta! Amma min hefdi getad gert betur! Vid skulum bara segja ad hinir hafi verid a svo mikilli ferd ad teir hafi ekki haft tima til ad flauta (hamarkshradi tarna var 50...)! :)
Framundan: kikja a carnival og taka myndir eins og sannur turisti..og kaupa grimu of course!

So long my fellow Icelanders!!
Maria mozzarella