Confessing to the dashboard
Það er alveg með ólíkindum hvað maður er fljótur að falla inn í daglega rútínu..liggja í leti og gera ekki neitt og hugsa um allt eins og íslendingur. En samt er hugurinn víðs fjarri.
Vorið veldur mér miklum vonbrigðum hérna heima fyrir...greinilegt að það er í sjokki eftir óvænta frosthörkuna í miðjum apríl. Allt haust sinugulbrúnt og þungskýjað rigninga vindaveður.
Er komin með ferðakvef eina ferðina enn...fyrst var það ítalíukvef..síðan kanadakvef og núna er það frónkvef. Loftlagsbreytingar eða hvað veit maður.
Eitt er þó á hreinu að mig langar til Kanada og það strax...þar er sko vor: 20-30° hiti, sól og ilmandi vor með alls konar söngfuglum og dýrum í görðunum.
En maður verður víst að sætta sig við orðinn hlut og taka því sem maður hefur...og bara dagdreyma um restina! :)
...verð að halda mér á jörðinni. Vil samt ekki falla í þá gryfju aftur að éta á mig gat..þannig ég ætla að drekkja mér með vatnsdrykkju! Get ekki gufað upp í dagdrauma með þessari vökvun! :)
Allir að biðja fyrir og undirbúa komu vorsins/sumarsins!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli