Gamalkunnir stafir:
Jæja og jamm og já...þá er ferðalangur komin til Íslands enn á ný!
Og eins og undanfarið er tekið á móti manni með hífandi roki og vorrigningu...nema hvað, er ekki Ísland fyrir lítið!
Finnst eins og ég hafi verið stutt í burtu en samt er allt svo ókunnugt...veit ekki í hvorn feitan fótin ég á að stíga....held að ég hafi skilið eitthvað eftir af mér í Kanada...mitt nýja fyrirheitna land!
Er semsagt nýkomin frá Köben þar sem ég pit-stoppaði um stund eftir meira en 24 tíma ferðalag frá Kanada til Danmerkur...þar af svona í það mesta 3 tímar í svefn.
Ástandið eftir því...sleepwalker!
2000 myndir í það heila held ég...þó ég sé nú ekki stolt af þeim öllum!
Samantekt og greining á ferðalagi kemur síðar með skýrari og rótgrónari hugsun og hvíld í heimahaga fyrir líkama og það sem eftir er af sál!
Sko..ljóðræna málbeinið komið aftur!!
Gang hægt inn um draumanna dyr
Engin ummæli:
Skrifa ummæli