Haloscan að gefa sig..?
Hmm, þar sem tölvunni minni virðist það lífsins ómögulegt að sýna mér commentin á öllum vefriturum blogspot..er ég að íhuga að skella skuldinni á haloscan!
Ætlaði að fara að svara henni Hildi hressu um hvaða leyndardómsfulli kennari þetta væri en þar sem commentin virka ekki..þá skrifa ég bara nánari lýsingu hérna: þessi kennari mun vera vel að sér í enskri tungu, er alltaf vel til fara (gella) og er með ljóst stutt hár...got a clue? Annars er mér illa við að tala illa um hvaða manneskju sem er, í þessu tilfelli þá átti hún bara slæman dag eins og gerist hjá öllum...en hún hefur lag á því að breyta epli í oddhvasst ígulker, ef ég get notað svoleiðis líkingu!
Annað til að skrifa um:
mikið rosalega var gott veður í dag (vel orðað ég veit!)! Ég og Kolla grilluðum okkur samloku og hlömmuðum okkur út á svalir þegar við komum heim úr skólanum...ein kennslustund!
Rétt eftir þrjú ákvað ég að skella mér í sund í blíðunni (Kolla að fara að vinna kl:fjögur) og gerði það! Mókti í andapollinum (vaðlaug fyrir smábörn með hallandi gólfi..tilvalið til að liggja í!) í svona tvo tíma. Síðan var rölt heim eftir að hafa hlegið með sjálfri mér af gullkornunum sem koma frá krökkunum sem í Götusmiðjunni...þau eru alveg brilliant!
Heima var verið að koma grillinu í gang; pinnar með kjöti og grænmeti, bakaðar kartöflur með sósu og salat og fleira...namminamm!
Já! Síðasti skóladagur á morgunn!! Ætla að fara að róta í fataskápnum að finna eitthvað fansí fyrir morgundaginn...og svo um kvöldið er general prufa fyrir dimission hátíðina sjálfa á friday!
Núna þarf maður ekkert að læra..bara að hjálpa systkinum með heimanám..easy piece!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
miðvikudagur, apríl 28, 2004
þriðjudagur, apríl 27, 2004
2 days left and counting
Ja hérna hér...ég er búin að vera svo væmin síðustu dagana að hugsa um litla sæta Kvennaskólann minn að ég hélt að ekkert gæti fengið mig til að fara niður á jörðina! En það skemmtilega gerist að ég er rifin harkalega niður af minningaskýinu mínu bleika af skrautlegum kennara núna í morgun.
Byrjaði ekki vel dagurinn; fékk hálfgerða martröð sem tók svo mikið á að ég var þreyttari þegar ég vaknaði heldur en þegar ég fór að sofa! Var ekki almennilega vöknuð þegar ég lagði skakkt í stæði í morgunn í Fjólugötunni..sein í tíma. Var smá pirringur í mér vegna þess að ég drap á bílnum á leiðinni í skólann. Þegar ég steig úr bílnum er ökumaður fyrir framan mig að stíga fram eftir að hafa tekið stæðið fyrir framan mig. Og það er kennari við skólann og ég brosi og segi hæ. Þessi kennari hefur aldrei virkað vel á mig þar sem hann er of 'mannlegur' ef við getum sagt svo..ef kennarinn er í fúlu skapi þá bitnar það á nemendum eða kennslu. Hann var seinn í morgunn eins og ég og sagði ekki einu sinni hæ heldur fór beint í að bauna á mig hvað ég hefði lagt skakkt og að ég væri búin að koma í veg fyrir að einn í viðbót gæti lagt. Ég var svo hissa á því sem hún sagði að það eina sem ég gat sagt (með lyklana í hendinni) að það væri nú frekar lítill bíll sem myndi komast. En svo var hann farinn. Ég lagaði bílinn síðan svo kona sem átti heima á Flókagötu kæmi bílnum. Kennarinn hefði getað orðað þetta öðruvísi, en svona er það bara!
Annars eru mikil hitamál í gangi í matsalnum; Meió indíánaflokkurinn vs. Catan indíanarnir! Það verða háðar orrustur er ég viss um og engin blíðuhót þar! Catan flokkurinn hefur verið lengur við lýði en Meió fólkið og því 'virtari' siðmenning. En Meió menningin er að springa út og fjölgar ört í hópnum. En nú er matsalurinn orðinn og lítill fyrir báða hópana og í dag barði einn meðlimur Catan fjölskyldunnar í borðið og bölvaði Meió ættbálknum í sand og ösku. Þar sem Catan fær öll sín tól og tæki í pakka þá varð hann skiljanlega reiður þegar hann sá að einhver hafði fengið lánaða teningana þeirra. Hann skellti því strax á fátæka Meió ættina sem einungis notast við slík frumstæð tól ásamt plastglasi...
Nú er bara að sjá hvernig málin þróast!
Ég hins vegar ætla ekki að verða í vegi þeirra þar sem ég hef engan skilning á hvorugri menningunni...! Bið yður fyrirgefningar!!
Ja hérna hér...ég er búin að vera svo væmin síðustu dagana að hugsa um litla sæta Kvennaskólann minn að ég hélt að ekkert gæti fengið mig til að fara niður á jörðina! En það skemmtilega gerist að ég er rifin harkalega niður af minningaskýinu mínu bleika af skrautlegum kennara núna í morgun.
Byrjaði ekki vel dagurinn; fékk hálfgerða martröð sem tók svo mikið á að ég var þreyttari þegar ég vaknaði heldur en þegar ég fór að sofa! Var ekki almennilega vöknuð þegar ég lagði skakkt í stæði í morgunn í Fjólugötunni..sein í tíma. Var smá pirringur í mér vegna þess að ég drap á bílnum á leiðinni í skólann. Þegar ég steig úr bílnum er ökumaður fyrir framan mig að stíga fram eftir að hafa tekið stæðið fyrir framan mig. Og það er kennari við skólann og ég brosi og segi hæ. Þessi kennari hefur aldrei virkað vel á mig þar sem hann er of 'mannlegur' ef við getum sagt svo..ef kennarinn er í fúlu skapi þá bitnar það á nemendum eða kennslu. Hann var seinn í morgunn eins og ég og sagði ekki einu sinni hæ heldur fór beint í að bauna á mig hvað ég hefði lagt skakkt og að ég væri búin að koma í veg fyrir að einn í viðbót gæti lagt. Ég var svo hissa á því sem hún sagði að það eina sem ég gat sagt (með lyklana í hendinni) að það væri nú frekar lítill bíll sem myndi komast. En svo var hann farinn. Ég lagaði bílinn síðan svo kona sem átti heima á Flókagötu kæmi bílnum. Kennarinn hefði getað orðað þetta öðruvísi, en svona er það bara!
Annars eru mikil hitamál í gangi í matsalnum; Meió indíánaflokkurinn vs. Catan indíanarnir! Það verða háðar orrustur er ég viss um og engin blíðuhót þar! Catan flokkurinn hefur verið lengur við lýði en Meió fólkið og því 'virtari' siðmenning. En Meió menningin er að springa út og fjölgar ört í hópnum. En nú er matsalurinn orðinn og lítill fyrir báða hópana og í dag barði einn meðlimur Catan fjölskyldunnar í borðið og bölvaði Meió ættbálknum í sand og ösku. Þar sem Catan fær öll sín tól og tæki í pakka þá varð hann skiljanlega reiður þegar hann sá að einhver hafði fengið lánaða teningana þeirra. Hann skellti því strax á fátæka Meió ættina sem einungis notast við slík frumstæð tól ásamt plastglasi...
Nú er bara að sjá hvernig málin þróast!
Ég hins vegar ætla ekki að verða í vegi þeirra þar sem ég hef engan skilning á hvorugri menningunni...! Bið yður fyrirgefningar!!
mánudagur, apríl 26, 2004
Síðasta vikan
Tja..vika og ekki vika! Þessi skólavika inniheldur einungis þrjá daga fulla af eyðum, þar sem tveir áfangar eru í raun búnir!! Í dag er semsagt Egilssöguferð til kl:13 ca. Og þar sem ég er svo heppin að búa hliðiná þjóðvegi 1, þá ætla ég að biðja kennarann fallega (og bílstjóra) hvort ég megi ekki fara út heima..í stað þess að fara niður í miðbæ og missa svo af strætó!!
Enn ein nördahelgin búin hjá mér! Gerði ekkert annað en að læra og taka til í herberginu...og svo fara út með systkinum mínum í sportið! Fórum í sannkallaða kraftgöngu í rokinu og síðan var farið í asna körfubolta og asna fótbolta!
Svo var mátað dimmision búningin og reynt að rifja upp sporin góðu sem voru æfð á sumardaginn fyrsta. Í kvöld er svo önnur æfing..föstudagurinn fer að nálgast, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því!!
Jæja, nú hlýtur rútan að vera komin!
Njótið þessara síðustu skóladaga, mínir kæru 4.bekkingar (og aðrir)!!
Tja..vika og ekki vika! Þessi skólavika inniheldur einungis þrjá daga fulla af eyðum, þar sem tveir áfangar eru í raun búnir!! Í dag er semsagt Egilssöguferð til kl:13 ca. Og þar sem ég er svo heppin að búa hliðiná þjóðvegi 1, þá ætla ég að biðja kennarann fallega (og bílstjóra) hvort ég megi ekki fara út heima..í stað þess að fara niður í miðbæ og missa svo af strætó!!
Enn ein nördahelgin búin hjá mér! Gerði ekkert annað en að læra og taka til í herberginu...og svo fara út með systkinum mínum í sportið! Fórum í sannkallaða kraftgöngu í rokinu og síðan var farið í asna körfubolta og asna fótbolta!
Svo var mátað dimmision búningin og reynt að rifja upp sporin góðu sem voru æfð á sumardaginn fyrsta. Í kvöld er svo önnur æfing..föstudagurinn fer að nálgast, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því!!
Jæja, nú hlýtur rútan að vera komin!
Njótið þessara síðustu skóladaga, mínir kæru 4.bekkingar (og aðrir)!!
föstudagur, apríl 23, 2004
There she is..miss universe..!
Jæja..lítið farið fyrir Ungfrú Reykjavík keppnini, en hún er semsagt í kvöld kl.22 á Skjá 1!
Ég á mér fulltrúa þar: æskuvinkonu sem ég hef ekki séð í 6 ár (hitti hana um daginn í WC og fékk að vita það að nú væri hún að fara að keppa..).
Annars er bara allt niðurrugnt að frétta. Ég sem var svo stolt af mínu Kjalarnesi í gær og daginn þar á undan; langheitasta pleisið á Íslandi takk fyrir!! Kom meira að segja í Fréttablaðið!
Talandi um að koma í Fréttablaðið: Þröstur Leó afmælisbarn lofaði Kvennaskólann í hástert fyrir gríðarlega stemningu: ,,Kvennaskólinn keypti upp salinn um daginn (á leikritið Þetta er allt að koma) og það var eins og að vera á tónleikum, stemningin var svo ótrúleg. Í lok sýningar var öskrað og flautað og ég hef sjaldan lent í svona mikilli stemningu á sýningu."
Þar hafiði það! Ég er bara sammála honum, okkur tókst að magna upp frábæran leik hjá leikurunum og það er ekkert smá gaman að fara á sýningu með skólanum því það skapast alveg gífurleg stemning! Er mjög sátt með leikritið og að það var síðasta leikritið sem ég fór á með Kvennaskólanum mínum...! :)
Fór í einn tíma í dag...mætti samviskusamlega klukkan 9:10. En Diddi ákvað að sleppa einmitt þessum tíma til að vera heima hjá veiku barni, en mæta í tímann eftir okkar! Þannig ég mætti í tíma kl:12! Síðan fór ég niður á Hlemm til að láta taka mynd af mér....vegabréfið verður að vera í lagi þegar maður fer út! Langar ekkert sérlega mikið að vera með útrunnið vegabréf og komast ekki heim í vinnuna...!
Hmm...allt skáldlegt er flogið úr mér þessa dagana eftir útúrkreisting og rembing minn við að gera endalausar ritgerðir! Ha, eins gott að maður fái almennilegar einkannir!
Stærðfræðin er búin, Íslenskan er búin og Líffræðin eiginlega líka... þannig ég á bara Landafræðina eftir og söguna! Annars er götótt mæting í skólann, sem verður frekar leiðinlegt: ég vil að allir 4.bekkingar mæti á fimmtudaginn uppstrílaðir og fínir!!!
Hér með hvet ég alla til að mæta annars mun ég finna þá í fjöru!! Þó ekki nema væri að mæta um hádegið eða eitthvað...
Meira hef ég ekki að segja í bili...ætla að fara að ganga frá sunddótinu mínu og sólarvörn sem ég var búin að finna til! Ekkert sólbað í andapollinum í dag eins og í gær...
En ég segi bara góða helgi allir saman! Nú eru bara 4 dagar eftir af skólanum hjá æðstu nemendum Kvennaskólans..
Jæja..lítið farið fyrir Ungfrú Reykjavík keppnini, en hún er semsagt í kvöld kl.22 á Skjá 1!
Ég á mér fulltrúa þar: æskuvinkonu sem ég hef ekki séð í 6 ár (hitti hana um daginn í WC og fékk að vita það að nú væri hún að fara að keppa..).
Annars er bara allt niðurrugnt að frétta. Ég sem var svo stolt af mínu Kjalarnesi í gær og daginn þar á undan; langheitasta pleisið á Íslandi takk fyrir!! Kom meira að segja í Fréttablaðið!
Talandi um að koma í Fréttablaðið: Þröstur Leó afmælisbarn lofaði Kvennaskólann í hástert fyrir gríðarlega stemningu: ,,Kvennaskólinn keypti upp salinn um daginn (á leikritið Þetta er allt að koma) og það var eins og að vera á tónleikum, stemningin var svo ótrúleg. Í lok sýningar var öskrað og flautað og ég hef sjaldan lent í svona mikilli stemningu á sýningu."
Þar hafiði það! Ég er bara sammála honum, okkur tókst að magna upp frábæran leik hjá leikurunum og það er ekkert smá gaman að fara á sýningu með skólanum því það skapast alveg gífurleg stemning! Er mjög sátt með leikritið og að það var síðasta leikritið sem ég fór á með Kvennaskólanum mínum...! :)
Fór í einn tíma í dag...mætti samviskusamlega klukkan 9:10. En Diddi ákvað að sleppa einmitt þessum tíma til að vera heima hjá veiku barni, en mæta í tímann eftir okkar! Þannig ég mætti í tíma kl:12! Síðan fór ég niður á Hlemm til að láta taka mynd af mér....vegabréfið verður að vera í lagi þegar maður fer út! Langar ekkert sérlega mikið að vera með útrunnið vegabréf og komast ekki heim í vinnuna...!
Hmm...allt skáldlegt er flogið úr mér þessa dagana eftir útúrkreisting og rembing minn við að gera endalausar ritgerðir! Ha, eins gott að maður fái almennilegar einkannir!
Stærðfræðin er búin, Íslenskan er búin og Líffræðin eiginlega líka... þannig ég á bara Landafræðina eftir og söguna! Annars er götótt mæting í skólann, sem verður frekar leiðinlegt: ég vil að allir 4.bekkingar mæti á fimmtudaginn uppstrílaðir og fínir!!!
Hér með hvet ég alla til að mæta annars mun ég finna þá í fjöru!! Þó ekki nema væri að mæta um hádegið eða eitthvað...
Meira hef ég ekki að segja í bili...ætla að fara að ganga frá sunddótinu mínu og sólarvörn sem ég var búin að finna til! Ekkert sólbað í andapollinum í dag eins og í gær...
En ég segi bara góða helgi allir saman! Nú eru bara 4 dagar eftir af skólanum hjá æðstu nemendum Kvennaskólans..
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Orðrómur
Hin Hressa Hildur vatt upp að mér rétt í þessu og spurði áhyggjufull um tímabundinn ritdauða minn. Ég viðurkenni alveg að tvær vikur er full langt gengið..en ég bara hélt að það skipti engu máli og svo var ég líka (og er) yfir mig stressuð með öll þessi verkefni og fleira sem tengist síðustu skóladögum mínum við Kvennaskólann! Ljúft að vera búin með framhaldsskóla en sárt að kveðja svo góðann skóla og frábært fólk sem maður hefur kynnst og hittir kannski ekki aftur... Þó eru nú einhverjir einstaklingar sem mig langar að halda sambandi við, sem og auðvitað bekkinn! Spenningurinn fyrir útskriftarferð með mörgu góðu fólki er mikill og mun magnast dag frá degi fram í maí!
Er ekki beint í miklu stuði fyrir skemmtileg skrif þar sem ég er enn að furða mig á einhverjum geimverum sem eru í námi (líklegast) við Kvennaskólann og leyfa sér að vera með leiðindi við manneskju sem ég met mikils; Drekafluguna. Tilgangslaus öfundsýki eða eitthvað annað sem hrjáir viðkomandi einstaklinga..
Drekaflugan hefur erft brynju drekans og því virkar svona ekki á hann en auðvitað kemur þetta illa við alla. Ég dáist að öllum sem búa yfir geislandi lífskrafti og hafa sterkar stoðir og öfunda, en er ekki að tjá mig um það á niðrandi hátt til að upphefja mig í mínum augum. Það er bara fáránlegt..
Er ég til dæmis að ganga of langt með því að skrifa þetta? Hvað segið þið?
Hin Hressa Hildur vatt upp að mér rétt í þessu og spurði áhyggjufull um tímabundinn ritdauða minn. Ég viðurkenni alveg að tvær vikur er full langt gengið..en ég bara hélt að það skipti engu máli og svo var ég líka (og er) yfir mig stressuð með öll þessi verkefni og fleira sem tengist síðustu skóladögum mínum við Kvennaskólann! Ljúft að vera búin með framhaldsskóla en sárt að kveðja svo góðann skóla og frábært fólk sem maður hefur kynnst og hittir kannski ekki aftur... Þó eru nú einhverjir einstaklingar sem mig langar að halda sambandi við, sem og auðvitað bekkinn! Spenningurinn fyrir útskriftarferð með mörgu góðu fólki er mikill og mun magnast dag frá degi fram í maí!
Er ekki beint í miklu stuði fyrir skemmtileg skrif þar sem ég er enn að furða mig á einhverjum geimverum sem eru í námi (líklegast) við Kvennaskólann og leyfa sér að vera með leiðindi við manneskju sem ég met mikils; Drekafluguna. Tilgangslaus öfundsýki eða eitthvað annað sem hrjáir viðkomandi einstaklinga..
Drekaflugan hefur erft brynju drekans og því virkar svona ekki á hann en auðvitað kemur þetta illa við alla. Ég dáist að öllum sem búa yfir geislandi lífskrafti og hafa sterkar stoðir og öfunda, en er ekki að tjá mig um það á niðrandi hátt til að upphefja mig í mínum augum. Það er bara fáránlegt..
Er ég til dæmis að ganga of langt með því að skrifa þetta? Hvað segið þið?
föstudagur, apríl 16, 2004
As good as back..?
Sökum mikilla anna í páskafríinu sá ég mér ekki fært að hangsa við tölvuna að skrifa í litla vefritið mitt.
Í fyrsta lagi fór ég að ráðum kennara eins, og gerði fullt af einhverju sem ég geri ekki daglega; hellaleiðangur með Björgunarsveitinni, keilu með familíunni, World Class oft í viku og át virkilega gott páskaegg! Þetta er besta páskaeggjasúkkulaði sem ég hef smakkað, enda var það búið á hadegi 2. í páskum...!
Byrjaði reyndar páskafríið á því að fara á Papaball á NASA með þremur skvísum. Fjör!
Tók fríið með trompi til að byrja með..en svo var leiðin eiginlega niður á við; tvö hryllileg verkefni í landafræði. Eru alveg áhugaverð en vinnan sem fer í þetta er martröð! Mig hefur aldrei langað til að stúta fallegu ferðatölvunni okkar..en í páskafríinu var það freistandi þegar ég var að fá nóg af verkefnunum.
Smá ljós í drungalegri tilveru ritgerða; Gerður Ítalíupæja sendi mér mörg skemmtileg bréf, Kolla stjarna og ég horfðum á 'nokkra' Sex and the city þætti, ég er komin með feita sumarvinnu!
En ég er semsagt ennþá að vinna í þessum verkefnum og framundan eru fleiri verkefni og próf! En þessi verkefni eru semsagt svona; ritgerð um Perú (þá bókstaflega um allt sem tengist landinu) og svo skipulagning 4 daga ferðar, í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, fyrir 11 Dani! Er að hvíla mig á Dana verkefninu og reyna að ganga frá (í orðsins fyllsta..) Perúverkefninu! Óhugnanlega fyndin staðreynd blasti við mér eftir að hafa unnið 3 daga í röð, nokkra klukkutíma í senn við þetta verkefni; ég var búin að borða 3 perur (Perú = perur)! Ég veit...ég er alveg komin á seinasta snúning með þetta verkefni..alveg ga-ga!
Fyrst ég er að drepa ykkur úr leiðindum með frásögn af verkefnum sem mér tekst að gera óendanlega erfið þá ætla ég að skella einni mynd með sem er af Llamadýri, Perú....og við erum að tala um augnhára bjútíkvín!
Tja...það er svo langt síðan ég kom einhverju frá mér inn á vefritið að ég man bara ekkert hvað ég er búin að vera að gera! Dimission búningurinn er alveg að klúðrast og endar með því að við förum að gráta...
Já, alveg rétt! Búin að borga útskriftarferð! Og fiðrildin í maganum lifnuðu við...!
Nú er bara að lifa af 8 skóladaga og síðan 4 próf..og þá erum við að tala stúdent!
Sökum mikilla anna í páskafríinu sá ég mér ekki fært að hangsa við tölvuna að skrifa í litla vefritið mitt.
Í fyrsta lagi fór ég að ráðum kennara eins, og gerði fullt af einhverju sem ég geri ekki daglega; hellaleiðangur með Björgunarsveitinni, keilu með familíunni, World Class oft í viku og át virkilega gott páskaegg! Þetta er besta páskaeggjasúkkulaði sem ég hef smakkað, enda var það búið á hadegi 2. í páskum...!
Byrjaði reyndar páskafríið á því að fara á Papaball á NASA með þremur skvísum. Fjör!
Tók fríið með trompi til að byrja með..en svo var leiðin eiginlega niður á við; tvö hryllileg verkefni í landafræði. Eru alveg áhugaverð en vinnan sem fer í þetta er martröð! Mig hefur aldrei langað til að stúta fallegu ferðatölvunni okkar..en í páskafríinu var það freistandi þegar ég var að fá nóg af verkefnunum.
Smá ljós í drungalegri tilveru ritgerða; Gerður Ítalíupæja sendi mér mörg skemmtileg bréf, Kolla stjarna og ég horfðum á 'nokkra' Sex and the city þætti, ég er komin með feita sumarvinnu!
En ég er semsagt ennþá að vinna í þessum verkefnum og framundan eru fleiri verkefni og próf! En þessi verkefni eru semsagt svona; ritgerð um Perú (þá bókstaflega um allt sem tengist landinu) og svo skipulagning 4 daga ferðar, í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, fyrir 11 Dani! Er að hvíla mig á Dana verkefninu og reyna að ganga frá (í orðsins fyllsta..) Perúverkefninu! Óhugnanlega fyndin staðreynd blasti við mér eftir að hafa unnið 3 daga í röð, nokkra klukkutíma í senn við þetta verkefni; ég var búin að borða 3 perur (Perú = perur)! Ég veit...ég er alveg komin á seinasta snúning með þetta verkefni..alveg ga-ga!
Fyrst ég er að drepa ykkur úr leiðindum með frásögn af verkefnum sem mér tekst að gera óendanlega erfið þá ætla ég að skella einni mynd með sem er af Llamadýri, Perú....og við erum að tala um augnhára bjútíkvín!
Tja...það er svo langt síðan ég kom einhverju frá mér inn á vefritið að ég man bara ekkert hvað ég er búin að vera að gera! Dimission búningurinn er alveg að klúðrast og endar með því að við förum að gráta...
Já, alveg rétt! Búin að borga útskriftarferð! Og fiðrildin í maganum lifnuðu við...!
Nú er bara að lifa af 8 skóladaga og síðan 4 próf..og þá erum við að tala stúdent!
föstudagur, apríl 02, 2004
Súkkulaðisætt páskafrí!
Ljúfa líf ljúfa líf...loksins er komið páskafrí! Eflaust margir nú þegar búnir að yfirgefa heimili sitt og eru á leið í sumarbústað eða jafnvel útlönd! Ég hins vegar mun líklega eyða mest öllu fríinu heima og borða..og læra! Páskaeggið í ár er mjög spennandi; Kólus páskaegg með súkkulaðilakkrísbragði! Fæst ekki í verslunum..vona að súkkulaðið sé gott!
Fór á leikrit með skólanum á miðvikudaginn og við erum að tala um flottustu sviðsmynd sem að ég hef séð! Hún gerði leikritið að því sem það er og leikararnir toppuðu þetta með brilliant karakterum! Geysir Þór hjá Ólafíu Hrönn var frábær, bandarísku týpurnar frábærar og ekki má gleyma kórkennaranum flippaða henni Mirru! Allir stóðu sig vel og stemningin í salnum bætti leikritið held ég bara! Eins og kennari sagði, þá myndast öðruvísi stemning þegar áhorfendur er svona hópur...leikararnir 'blómstra'! Og ég held að það sé eitthvað til í þessu...
En ég mæli hiklaust með þessu leikriti fyrir alla! Ert að missa af miklu! Gott leikrit á heimsvísu..eins og margt annað á Íslandi sem er 'bezt í heimi'!
Nýr bíll vígður í fjölskylduna okkar; Renault Laguna 2000, silfraður og fínn! Ég bauð hann velkominn í gær og byrjaði á því að drepa á honum! Svo keyrði ég smá hring í hverfinu og eyddi síðan fimm mínútum í að finna út hvernig átti að setja í bakkgír..sem ljóskulega auðvelt þegar ég fattaði það! Leið eins og ég væri komin í ökunámið aftur með tilheyrandi höktum og löngum eyðum á meðan ég skipti um gír; tengipunkturinn er á asnalegum stað og gírarnir virka mjög furðulega miða við good ol' Spacewagon! Þannig ég grátbað pabba um að fá að fara á Geimvagninum í bæinn svo að ég myndi nú ekki afsanna þá staðreynd að silfraðir bílar eru öruggari vegna fárra árekstra...
En við höldum upp á inngöngu nýja meðlimsins í kvöld með pizzu og gotterí!
En gerið nú eitthvað skemmtilegt í dag! Ég fór út í garð með systkinum mínum á miðvikudaginn til dæmis og hlóð snjó á rúðurnar eins og maður gerði í denn, og svo bjuggum við til 'óbrjótanlegt' snjóboltastríðs virki! Maður þurfti samt að liggja alveg flatur til að fá einhverja vörn gegn þungum snjóboltunum!
Ljúfa líf ljúfa líf...loksins er komið páskafrí! Eflaust margir nú þegar búnir að yfirgefa heimili sitt og eru á leið í sumarbústað eða jafnvel útlönd! Ég hins vegar mun líklega eyða mest öllu fríinu heima og borða..og læra! Páskaeggið í ár er mjög spennandi; Kólus páskaegg með súkkulaðilakkrísbragði! Fæst ekki í verslunum..vona að súkkulaðið sé gott!
Fór á leikrit með skólanum á miðvikudaginn og við erum að tala um flottustu sviðsmynd sem að ég hef séð! Hún gerði leikritið að því sem það er og leikararnir toppuðu þetta með brilliant karakterum! Geysir Þór hjá Ólafíu Hrönn var frábær, bandarísku týpurnar frábærar og ekki má gleyma kórkennaranum flippaða henni Mirru! Allir stóðu sig vel og stemningin í salnum bætti leikritið held ég bara! Eins og kennari sagði, þá myndast öðruvísi stemning þegar áhorfendur er svona hópur...leikararnir 'blómstra'! Og ég held að það sé eitthvað til í þessu...
En ég mæli hiklaust með þessu leikriti fyrir alla! Ert að missa af miklu! Gott leikrit á heimsvísu..eins og margt annað á Íslandi sem er 'bezt í heimi'!
Nýr bíll vígður í fjölskylduna okkar; Renault Laguna 2000, silfraður og fínn! Ég bauð hann velkominn í gær og byrjaði á því að drepa á honum! Svo keyrði ég smá hring í hverfinu og eyddi síðan fimm mínútum í að finna út hvernig átti að setja í bakkgír..sem ljóskulega auðvelt þegar ég fattaði það! Leið eins og ég væri komin í ökunámið aftur með tilheyrandi höktum og löngum eyðum á meðan ég skipti um gír; tengipunkturinn er á asnalegum stað og gírarnir virka mjög furðulega miða við good ol' Spacewagon! Þannig ég grátbað pabba um að fá að fara á Geimvagninum í bæinn svo að ég myndi nú ekki afsanna þá staðreynd að silfraðir bílar eru öruggari vegna fárra árekstra...
En við höldum upp á inngöngu nýja meðlimsins í kvöld með pizzu og gotterí!
En gerið nú eitthvað skemmtilegt í dag! Ég fór út í garð með systkinum mínum á miðvikudaginn til dæmis og hlóð snjó á rúðurnar eins og maður gerði í denn, og svo bjuggum við til 'óbrjótanlegt' snjóboltastríðs virki! Maður þurfti samt að liggja alveg flatur til að fá einhverja vörn gegn þungum snjóboltunum!
þriðjudagur, mars 30, 2004
Þroskaheftur þriðjudagur!
6 dagar síðan ég tjáði mig síðast! Enda insanity í skólanum núna rétt fyrir páska, þannig það líða örugglega aðrir 6 sexí dagar þar til ég tjái mig næst!
Hef bara ekki orku í að skrifa neitt meira..ég veit að þið trúið mér ekki; ég sem er með ritræpu!
En svona er það þegar maður kláraði orkuna í World Class og á eftir að læra fyrir próf!
Endilega léttið á skólaáhyggjum ykkar inn á commentakerfið skemmtilega!!
6 dagar síðan ég tjáði mig síðast! Enda insanity í skólanum núna rétt fyrir páska, þannig það líða örugglega aðrir 6 sexí dagar þar til ég tjái mig næst!
Hef bara ekki orku í að skrifa neitt meira..ég veit að þið trúið mér ekki; ég sem er með ritræpu!
En svona er það þegar maður kláraði orkuna í World Class og á eftir að læra fyrir próf!
Endilega léttið á skólaáhyggjum ykkar inn á commentakerfið skemmtilega!!
fimmtudagur, mars 25, 2004
Divas
Já, ég ætlaði víst að fara að tuða eitthvað um Bratz dúkkurnar en þetta er víst ekki Bratz heldur af Barbie síðunni (nánast sami hluturinn)! Inná þeirri síðu er leikur sem systur mínar eru mikið inn á núna. Ótrúlega heilaþvottamikill leikur: sama leiðinda tónlistastefið, klæða þessar stöðluðu dúkkur í föt, breyta íbúðinni þeirra og fullt af einhverju svoleiðis. Dúkkulísurnar eru svipaðar og Bratz með útlit; hausinn tekur um 90% líkamans en líkaminn er eins og tannstöngull, þær eru með þvílíkt mikið hár og augun eru í fjórfaldri stærð! Ekki veit ég hvort að þetta telst vera fegurð en mér finnst þær vera hryllingur!
Og alltaf eru þær nokkrar saman; ein rauðhærð, ein svarthærð (oft svertingi), ein 'venjuleg' og svo aðalstelpan; oftast ljóshærð! Vantar reyndar eina frá asíu..er oft ein 'þannig' í svona þáttum eða dóti..
Já, ég ætlaði víst að fara að tuða eitthvað um Bratz dúkkurnar en þetta er víst ekki Bratz heldur af Barbie síðunni (nánast sami hluturinn)! Inná þeirri síðu er leikur sem systur mínar eru mikið inn á núna. Ótrúlega heilaþvottamikill leikur: sama leiðinda tónlistastefið, klæða þessar stöðluðu dúkkur í föt, breyta íbúðinni þeirra og fullt af einhverju svoleiðis. Dúkkulísurnar eru svipaðar og Bratz með útlit; hausinn tekur um 90% líkamans en líkaminn er eins og tannstöngull, þær eru með þvílíkt mikið hár og augun eru í fjórfaldri stærð! Ekki veit ég hvort að þetta telst vera fegurð en mér finnst þær vera hryllingur!
Og alltaf eru þær nokkrar saman; ein rauðhærð, ein svarthærð (oft svertingi), ein 'venjuleg' og svo aðalstelpan; oftast ljóshærð! Vantar reyndar eina frá asíu..er oft ein 'þannig' í svona þáttum eða dóti..
miðvikudagur, mars 24, 2004
Smá auka..
Drífið ykkur að skoða þessa síðu, ef þið hafið ekki skoðað hana! Georg Bush á eftir að reka einhvern!!
Drífið ykkur að skoða þessa síðu, ef þið hafið ekki skoðað hana! Georg Bush á eftir að reka einhvern!!
þriðjudagur, mars 23, 2004
Coen bræður
Varð bara að koma nafni þeirra inn á..var að horfa á O brother where art thou, og hún er shnilld! Á eftir að sjá Big Lebowski en hef heyrt að hún sé góð..
Jamma og já, þið megið halda áfram að deila um ágæti þessara þriggja þátta; Sex and the city, Friends og Malcolm..er að hugsa um að hafa svona 'þema' málefni kannski einu sinni í viku! Fólk getur þá með eða á móti!
Tvennt sem ég ætla að úthella hneykslan minni yfir í dag; þátturinn Framtíðin er furðuleg sem var á dagskrá Rúv í gær og svo Bratz dúkkupí*urnar.
Ef að þú, lesandi góður, sást ekki þennan þátt í gær þá geturu horft á næstu tvo þætti. Þeir verða á dagskrá næstu mánudaga! En ég semsagt varð vitni að þessu...ég bara veit ekki hvað ég á að kalla þetta! Gáum hvað þér finnst;
Fugl sem ber það skemmtilega nafn á Íslandi, Súla fékk hræðilega meðferð hjá þessum vísindamönnum.
Þessir þættir eru semsagt búnir til í tölvu og eiga að sýna hvaða dýr eru líkleg til að lifa af..semsagt eru þá ennþá til eftir 5 milljónir ára! Og þar var Súlan, drottning hafsins, þeirra á meðal! Ég, mamma og pabbi sátum bara frosin við skjáinn og flissuðum af þessari geðveiki!!! (er ég búin að draga þetta nóg á langinn?!)
Súlan á semsagt að þróast þannig að vegna sundhæfileika sinna mun hún vera meir og meir í sjónum..verður feitari..vængir minnka..fætur hverfa; og úr verður súluhvalur!! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Mynd af fluglslíku hvalaflykki með risa gogg, gaggandi á ströndinni með huge egg á milli 'fótanna'!! Mæli með þessum þáttum, ekki fræðilegum skilngingi heldur bara til að létta lundina á þunnum mánudagskvöldum!
Risagamma-kjúklingar með indjánahöfuðbúnað, anorexíu villisvín sem tipla á tánum eins og ballerínur og fullt af grimmum risadýrum! Vísindamennirnir sem suðu þessar fígúrur saman eru alveg met! Breytingarnar á sætum litlum dýrum yfir í stór og þrekin grimm dýr með vígtennur..þetta er eins og dúddi á ofskynjunarlyfjum að labba í frumskóginum!
Í næsta þætti koma (ef ég skil þetta rétt) risasmokkfiskar þrammandi um skóginn, fljúgandi fiskar og fleiri alls ekki óvenjuleg dýr!
Og svo þessar dúkkur...nei, ég er að hugsa um að geyma þær þar til næst! Ég skal hlífa ykkur....en veriði þá jafn dugleg að tjá ykkur í commentakerfið!!
María ab-scientist
Varð bara að koma nafni þeirra inn á..var að horfa á O brother where art thou, og hún er shnilld! Á eftir að sjá Big Lebowski en hef heyrt að hún sé góð..
Jamma og já, þið megið halda áfram að deila um ágæti þessara þriggja þátta; Sex and the city, Friends og Malcolm..er að hugsa um að hafa svona 'þema' málefni kannski einu sinni í viku! Fólk getur þá með eða á móti!
Tvennt sem ég ætla að úthella hneykslan minni yfir í dag; þátturinn Framtíðin er furðuleg sem var á dagskrá Rúv í gær og svo Bratz dúkkupí*urnar.
Ef að þú, lesandi góður, sást ekki þennan þátt í gær þá geturu horft á næstu tvo þætti. Þeir verða á dagskrá næstu mánudaga! En ég semsagt varð vitni að þessu...ég bara veit ekki hvað ég á að kalla þetta! Gáum hvað þér finnst;
Fugl sem ber það skemmtilega nafn á Íslandi, Súla fékk hræðilega meðferð hjá þessum vísindamönnum.
Þessir þættir eru semsagt búnir til í tölvu og eiga að sýna hvaða dýr eru líkleg til að lifa af..semsagt eru þá ennþá til eftir 5 milljónir ára! Og þar var Súlan, drottning hafsins, þeirra á meðal! Ég, mamma og pabbi sátum bara frosin við skjáinn og flissuðum af þessari geðveiki!!! (er ég búin að draga þetta nóg á langinn?!)
Súlan á semsagt að þróast þannig að vegna sundhæfileika sinna mun hún vera meir og meir í sjónum..verður feitari..vængir minnka..fætur hverfa; og úr verður súluhvalur!! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Mynd af fluglslíku hvalaflykki með risa gogg, gaggandi á ströndinni með huge egg á milli 'fótanna'!! Mæli með þessum þáttum, ekki fræðilegum skilngingi heldur bara til að létta lundina á þunnum mánudagskvöldum!
Risagamma-kjúklingar með indjánahöfuðbúnað, anorexíu villisvín sem tipla á tánum eins og ballerínur og fullt af grimmum risadýrum! Vísindamennirnir sem suðu þessar fígúrur saman eru alveg met! Breytingarnar á sætum litlum dýrum yfir í stór og þrekin grimm dýr með vígtennur..þetta er eins og dúddi á ofskynjunarlyfjum að labba í frumskóginum!
Í næsta þætti koma (ef ég skil þetta rétt) risasmokkfiskar þrammandi um skóginn, fljúgandi fiskar og fleiri alls ekki óvenjuleg dýr!
Og svo þessar dúkkur...nei, ég er að hugsa um að geyma þær þar til næst! Ég skal hlífa ykkur....en veriði þá jafn dugleg að tjá ykkur í commentakerfið!!
María ab-scientist
laugardagur, mars 20, 2004
Eurovision lagið
Er ágætis lag..spurning hvort það sé efni í lag í Eurovision keppnina! Kemur í ljós!!
Lítið gert um helgina hingað til nema að þrífa. Þreif bílinn og herbergið. Kíkti á Bílaþing Heklu með pabba og bræðrunum á meðan mamma, Emma og Fríða fóru í Grasagarðinn að fá að vita úrslit í myndasamkeppni Visa-Ólympíuleika dæmið...
Kíkt á kynningu hjá Borgarholtsskóla og þar er enn sigurvíma í loftinu og ómur af Gettu betur í sjónvörpum útum allann skólann! Kynningarglærurnar hjá kennurum báru einnig keim af stolti!
Draugur frá verzlunarmannahelgi 2002 birtist allt í einu inni á bíladeildinni, var fljót að koma mér í hvarf á bak við fallega sprautaðan bíl!
Er að fara að sofa núna...lærdómur og margt annað sem bíður á morgunn!
Er ágætis lag..spurning hvort það sé efni í lag í Eurovision keppnina! Kemur í ljós!!
Lítið gert um helgina hingað til nema að þrífa. Þreif bílinn og herbergið. Kíkti á Bílaþing Heklu með pabba og bræðrunum á meðan mamma, Emma og Fríða fóru í Grasagarðinn að fá að vita úrslit í myndasamkeppni Visa-Ólympíuleika dæmið...
Kíkt á kynningu hjá Borgarholtsskóla og þar er enn sigurvíma í loftinu og ómur af Gettu betur í sjónvörpum útum allann skólann! Kynningarglærurnar hjá kennurum báru einnig keim af stolti!
Draugur frá verzlunarmannahelgi 2002 birtist allt í einu inni á bíladeildinni, var fljót að koma mér í hvarf á bak við fallega sprautaðan bíl!
Er að fara að sofa núna...lærdómur og margt annað sem bíður á morgunn!
föstudagur, mars 19, 2004
Frekar fúll föstudagur!
Kaldur og þungur dagur til að byrja með..fæ að vita lélega prófseinkunn í Landafræði! Svo eftir þennan 'yndislega' ís lensku tíma þarf ég að bíða í einn og hálfan tíma eftir strætó! En bjartur punktur; mömmupizza í matinn!
Tók próf í einhverju sex and the city prófi:
Ég sat flissandi yfir þessum þætti í gær..hugsanlega vegna þess að Borgó vann MR í gettu betur!! Sætur sigur! MR-ingar dottnir út, voru samt mjög herramannslegir þeir Snæbjörn og hinir!
Furðulegar fréttir í sjónvarpinu! Austurrískur ráðherra í algjöru rugli! Ruglaði saman stuttmynd og íslenskum veruleika!! Algjör lúði..
Ráðist inn í Kristjaníu um daginn og menn handteknir fyrir að hafa hass í fórum sínum...hugsa að heimsókn mín til Kristjaníu í janúar verði mín fyrsta og síðasta þangað!!
Kaldur og þungur dagur til að byrja með..fæ að vita lélega prófseinkunn í Landafræði! Svo eftir þennan 'yndislega' ís lensku tíma þarf ég að bíða í einn og hálfan tíma eftir strætó! En bjartur punktur; mömmupizza í matinn!
Tók próf í einhverju sex and the city prófi:
You Are Most Like Miranda!While you've had your fair share of romance, men don't come first Guys are a distant third to your friends and career. And this independence *is* attractive to some men, in measured doses. Remember that if you imagine the best outcome, it might just happen. Romantic prediction: Someone from your past is waiting to reconnect... But you'll have to think of him differently, if you want things to work. Which Sex and the City Vixen Are You Most Like? Take This Quiz Right Now! Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance. |
Ég sat flissandi yfir þessum þætti í gær..hugsanlega vegna þess að Borgó vann MR í gettu betur!! Sætur sigur! MR-ingar dottnir út, voru samt mjög herramannslegir þeir Snæbjörn og hinir!
Furðulegar fréttir í sjónvarpinu! Austurrískur ráðherra í algjöru rugli! Ruglaði saman stuttmynd og íslenskum veruleika!! Algjör lúði..
Ráðist inn í Kristjaníu um daginn og menn handteknir fyrir að hafa hass í fórum sínum...hugsa að heimsókn mín til Kristjaníu í janúar verði mín fyrsta og síðasta þangað!!
fimmtudagur, mars 18, 2004
Spring into the Spring!
Vá, er búin að vera í skýjunum síðustu tvo daga vegna fallegrar umsagnar um mig og mitt vefrit hjá Gumma á mánudaginn, einum af þeim sem hafa gert Kvennaskólann frábærann frá mínu sjónarhorni litið! Einnig hefur veðrið verið alveg stórkostlegt ... sem minnir mig á það að það hefur lítið verið af skýjum síðustu tvo daga og því erfitt fyrir mig að vera uppi í skýjunum! Alla veganna: himinlifandi .. sólskinsskapi!
Minn kæri vinur Gummi gaf mér svo hluta af tíma sínum til að skreyta útlit vefritsins í vorlitum. Mikill völundarsmiður þar á ferð með vaxandi kunnáttu um leyndardóma tölvunnar!
Jæja! Eftir mikinn hausverk með fjáröflunar vörurnar á þriðjudaginn (fyllti van-inn af þurrkipappír, rækjum og humar) þá er ég kominn í samt lag! Er búin að koma mestu af vörunum til þeirra sem pöntuðu en á eitthvað eftir. Keyrði samtals ca. 150 km í gær...fór í skólann, fór svo heim, fór aftur í bæinn að sendast með vörur, fór með pabba heim, síðan keyrði ég enn og aftur í bæinn að sjá Glæsta tíma, leikrit Kvennaskólans þetta árið. Hef lítið um það leikrit að segja; vel leikið hjá þeim, ágætis leikrit...EN hékk á bláþræði (að mínu mati) með að vera leiðinlegt! Frekar langt leikrit og mikið um það að maður þurfti að einbeita sér til að heyra hvað leikararnir voru að segja..
En þetta er búið hjá þeim og þau hafa staðið vel að verki, öll þau sem að komu að þessu!
Snemma byrjað að grilla! Fékk grillmat í gær....nammi namm! Held að ég hafi aldrei fengið grillmat um miðjan mars og getað verið á bolnum úti!!
Páskahret??? hvað giskið þið á?
Vá, er búin að vera í skýjunum síðustu tvo daga vegna fallegrar umsagnar um mig og mitt vefrit hjá Gumma á mánudaginn, einum af þeim sem hafa gert Kvennaskólann frábærann frá mínu sjónarhorni litið! Einnig hefur veðrið verið alveg stórkostlegt ... sem minnir mig á það að það hefur lítið verið af skýjum síðustu tvo daga og því erfitt fyrir mig að vera uppi í skýjunum! Alla veganna: himinlifandi .. sólskinsskapi!
Minn kæri vinur Gummi gaf mér svo hluta af tíma sínum til að skreyta útlit vefritsins í vorlitum. Mikill völundarsmiður þar á ferð með vaxandi kunnáttu um leyndardóma tölvunnar!
Jæja! Eftir mikinn hausverk með fjáröflunar vörurnar á þriðjudaginn (fyllti van-inn af þurrkipappír, rækjum og humar) þá er ég kominn í samt lag! Er búin að koma mestu af vörunum til þeirra sem pöntuðu en á eitthvað eftir. Keyrði samtals ca. 150 km í gær...fór í skólann, fór svo heim, fór aftur í bæinn að sendast með vörur, fór með pabba heim, síðan keyrði ég enn og aftur í bæinn að sjá Glæsta tíma, leikrit Kvennaskólans þetta árið. Hef lítið um það leikrit að segja; vel leikið hjá þeim, ágætis leikrit...EN hékk á bláþræði (að mínu mati) með að vera leiðinlegt! Frekar langt leikrit og mikið um það að maður þurfti að einbeita sér til að heyra hvað leikararnir voru að segja..
En þetta er búið hjá þeim og þau hafa staðið vel að verki, öll þau sem að komu að þessu!
Snemma byrjað að grilla! Fékk grillmat í gær....nammi namm! Held að ég hafi aldrei fengið grillmat um miðjan mars og getað verið á bolnum úti!!
Páskahret??? hvað giskið þið á?
sunnudagur, mars 14, 2004
High school!
Hah! Þvílík hrað-þýðing (háskóli = high school) hjá mér!
Fór semsagt á háskólakynningu í dag...en byrjum á byrjuninni!
Vaknaði í morgunn (um níu-tíuleytið) við að herbergið var nánast flóðlýst. Veðurguðinn þvílíkt spenntur yfir komandi sumri að hann varð að hafa sól og fallegt um morguninn! Gat ekki annað en að staulast niður stigann, klæða mig í og hlamma mér niður í eldhús með morgunkorn og Agöthu Christie bók í hendinni.
Eftir að pabbi hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við mig fór ég að hressa mig við með köldu vatni og hringdi í Kollu. Ákváðum að leggja af stað í bæinn um tólfleytið. Smellti mér í sumarleg föt og gróf upp rykfallin Oakley sólgleraugun. Síðan keyrðum við í bæinn með tónlist í botni!
Kíktum á uppeldis og menntamála eitthvað (Kolla) og annað félagsfræðitengt. Síðan fórum við í Öskju til að kíkja á raunvísindadeildir; jarðfræði og landfræði. Kvennskælingastelpurnar eiga eftir að missa sig yfir fjölda af strákum í Háskólanum (og ekkert ómyndarlegir í jarðfræði- og landfræðiskorinni!)! Það er alveg á hreinu! En; fjöldi stráka í Kvennó -> fámennt en góðmennt!!!
Lítið annað gert í dag sem væri viðurkenningar vert!! Bara letilíf...
Horfði á City of God í gær. Umsögn; ekki hægt að segja að hún sé skemmtileg en hún er svo sannarlega góð! Ef það hvað myndin skilur mikið eftir sig er mælikvarði á hversu góð myndin er, þá er þessi mjög ofarlega!! En ég ætla samt að segja eins og er að hún er hryllileg/hræðileg! Ég sat stíf í sófanum með grettu á andlitinu mest allann tímann!! Og hún er byggð á sönnum atburðum.....! Mæli með henni!!
Fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott!
Hah! Þvílík hrað-þýðing (háskóli = high school) hjá mér!
Fór semsagt á háskólakynningu í dag...en byrjum á byrjuninni!
Vaknaði í morgunn (um níu-tíuleytið) við að herbergið var nánast flóðlýst. Veðurguðinn þvílíkt spenntur yfir komandi sumri að hann varð að hafa sól og fallegt um morguninn! Gat ekki annað en að staulast niður stigann, klæða mig í og hlamma mér niður í eldhús með morgunkorn og Agöthu Christie bók í hendinni.
Eftir að pabbi hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við mig fór ég að hressa mig við með köldu vatni og hringdi í Kollu. Ákváðum að leggja af stað í bæinn um tólfleytið. Smellti mér í sumarleg föt og gróf upp rykfallin Oakley sólgleraugun. Síðan keyrðum við í bæinn með tónlist í botni!
Kíktum á uppeldis og menntamála eitthvað (Kolla) og annað félagsfræðitengt. Síðan fórum við í Öskju til að kíkja á raunvísindadeildir; jarðfræði og landfræði. Kvennskælingastelpurnar eiga eftir að missa sig yfir fjölda af strákum í Háskólanum (og ekkert ómyndarlegir í jarðfræði- og landfræðiskorinni!)! Það er alveg á hreinu! En; fjöldi stráka í Kvennó -> fámennt en góðmennt!!!
Lítið annað gert í dag sem væri viðurkenningar vert!! Bara letilíf...
Horfði á City of God í gær. Umsögn; ekki hægt að segja að hún sé skemmtileg en hún er svo sannarlega góð! Ef það hvað myndin skilur mikið eftir sig er mælikvarði á hversu góð myndin er, þá er þessi mjög ofarlega!! En ég ætla samt að segja eins og er að hún er hryllileg/hræðileg! Ég sat stíf í sófanum með grettu á andlitinu mest allann tímann!! Og hún er byggð á sönnum atburðum.....! Mæli með henni!!
Fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott!
föstudagur, mars 12, 2004
..vorinu rignir niður..
Sannfærðist um það á miðvikudaginn þegar ég var í strætó á leiðinni heim (eins og venjulega). Þegar strætó stoppaði hjá Kringlunni kom inn lítil álfavera; dökkklædd og dökkhærð með stór tindrandri augu. Hún labbaði hikandi lengra inn í strætó en mér til mikillar furðu smeygði hún sér varlega í sætið hliðiná mér...á meðan það voru aðeins fjögur sæti upptekinn í strætóinum. Alveg ótrúlega fíngerð lítil stelpa með góðlega en svona viðkvæma útgeislun í andlitinu. Var eitthvað svo óörugg að sjá að mig langaði að klappa henni á kinnina... Þetta var litli atburðurinn þann daginn sem 'made my day'!!
Er að hugsa um að stoppa mig af núna strax. Ef ég leyfi mér að halda áfram þá gæti ég haldið áfram endalaust! Er orðin svo skáldleg þessa dagana að ég ræð mér ekki...hugsanlega vorfílíngurinn! Ætti að fá einhverja útrás í þessum þremur stóru verkefnum sem framundan eru... garrrg!
To be or not to be spurning dagsins: Georg W. Bush eða John Kerry? Ástþór 2000 eða Ólafur Ragnar Grímsson ? insanity eða ...eitthvað??? meltið þetta yfir helgina!
Sjáumst á háskólakynningunni!!!
Sannfærðist um það á miðvikudaginn þegar ég var í strætó á leiðinni heim (eins og venjulega). Þegar strætó stoppaði hjá Kringlunni kom inn lítil álfavera; dökkklædd og dökkhærð með stór tindrandri augu. Hún labbaði hikandi lengra inn í strætó en mér til mikillar furðu smeygði hún sér varlega í sætið hliðiná mér...á meðan það voru aðeins fjögur sæti upptekinn í strætóinum. Alveg ótrúlega fíngerð lítil stelpa með góðlega en svona viðkvæma útgeislun í andlitinu. Var eitthvað svo óörugg að sjá að mig langaði að klappa henni á kinnina... Þetta var litli atburðurinn þann daginn sem 'made my day'!!
Er að hugsa um að stoppa mig af núna strax. Ef ég leyfi mér að halda áfram þá gæti ég haldið áfram endalaust! Er orðin svo skáldleg þessa dagana að ég ræð mér ekki...hugsanlega vorfílíngurinn! Ætti að fá einhverja útrás í þessum þremur stóru verkefnum sem framundan eru... garrrg!
To be or not to be spurning dagsins: Georg W. Bush eða John Kerry? Ástþór 2000 eða Ólafur Ragnar Grímsson ? insanity eða ...eitthvað??? meltið þetta yfir helgina!
Sjáumst á háskólakynningunni!!!
miðvikudagur, mars 10, 2004
Gargandi shnilld!!!
No question about it!!
What would you do?
This test only has one question, but it's a very important one. Please don't
answer it without giving it some serious thought. By giving an honest answer
you will discover where you stand morally. The test features an unlikely,
completely fictional situation in which you will have to make a decision.
Remember that your answer needs to be honest, yet spontaneous. Please scroll
down slowly and consider each line. Thoughtfulness is important for this
evaluation to be meaningful!
Ready?
Begin.
You're in Florida. In Miami, to be exact... There is chaos around you,
caused by a hurricane and severe floods. This is a flood of biblical
proportions. You are a photojournalist working for a major newspaper caught
in the middle of this great disaster. The situation is nearly hopeless.
You're trying to shoot career-making photos. There are houses and people
swirling around you, some
disappearing under the water. You are witnessing Nature in all its
destructive fury. You see a man in the water; he is fighting for his life,
trying not to be swept away amidst the rolling water and debris.
You try to get closer. Somehow the man looks familiar.
Suddenly, you realize who it is...
It's George W. Bush!
At the same time you realize that the raging waters are about to take him
under, forever.
You have two options. You can put down your camera and try to rescue him or
you can take the most dramatic photos of your career. So, you can save the
life of George W. Bush, or you can shoot a Pulitzer Prize winning photo,
documenting the death of the world's most powerful man.
Now, here's the question (and please... give an honest answer): Would you
select color film, or go with the classic simplicity of black and white?
( ég segi svarthvíta mynd...þær eru langflottastar!)
No question about it!!
What would you do?
This test only has one question, but it's a very important one. Please don't
answer it without giving it some serious thought. By giving an honest answer
you will discover where you stand morally. The test features an unlikely,
completely fictional situation in which you will have to make a decision.
Remember that your answer needs to be honest, yet spontaneous. Please scroll
down slowly and consider each line. Thoughtfulness is important for this
evaluation to be meaningful!
Ready?
Begin.
You're in Florida. In Miami, to be exact... There is chaos around you,
caused by a hurricane and severe floods. This is a flood of biblical
proportions. You are a photojournalist working for a major newspaper caught
in the middle of this great disaster. The situation is nearly hopeless.
You're trying to shoot career-making photos. There are houses and people
swirling around you, some
disappearing under the water. You are witnessing Nature in all its
destructive fury. You see a man in the water; he is fighting for his life,
trying not to be swept away amidst the rolling water and debris.
You try to get closer. Somehow the man looks familiar.
Suddenly, you realize who it is...
It's George W. Bush!
At the same time you realize that the raging waters are about to take him
under, forever.
You have two options. You can put down your camera and try to rescue him or
you can take the most dramatic photos of your career. So, you can save the
life of George W. Bush, or you can shoot a Pulitzer Prize winning photo,
documenting the death of the world's most powerful man.
Now, here's the question (and please... give an honest answer): Would you
select color film, or go with the classic simplicity of black and white?
( ég segi svarthvíta mynd...þær eru langflottastar!)
þriðjudagur, mars 09, 2004
Bara varð að setja þetta inn (er að herma eftir æðri vefritara; Gumma..!)
Tekið frá Quizilla
Mér finnst þetta vera mikið ég...hvað segir þú?
Tekið frá Quizilla
Mér finnst þetta vera mikið ég...hvað segir þú?
mánudagur, mars 08, 2004
Blue (but mostly sad and gey) monday
Blóð, sviti og tár!
Var í þremur prófum í dag; Landafræðiprófi, ofnæmisprófi (sem stendur yfir í 2 sólarhringa) og svo líffræðiprófi. Var að hugsa um að panta stress og geðveikipróf..en fjárhagur leyfði það ekki! Gekk hryllilega illa í landafræði en svona sæmilega í líffræði. So much for whole weekend of studying! Vil ekki tala meira um þetta..!
Eitt af því sem að mér finnst gefa lífinu lit er að fylgjast með fólki í daglegu amstri sínu. Gæti setið dögum saman niðrá Lækjartorgi eða öðrum fjölmennum stöðum og horft á aðra...
Tveir stuttir leikþættir úr leiksýningu lífsins:
Kona á fertugsaldri í fölbleikum galla er að viðra hundinn sinn en hann er í betra formi en eigandinn. Konan staulaðist upp tröppurnar úr kjallaraíbúðinni sinni og stendur þar. Hundurinn skoppar um gangstétt og smá grasbala. Frelsi hans er svo langt sem: 120° radíus í kringum tröppurnar og bandið er 2 metra langt. Konan andvarpar og dæsir á meðan hún bíður eftir að hundsskömmin geri þarfir sínar utan í rafmagnskassa.
Gömul kona situr framarlega í strætó á leið heim til sín. Lítil og hrukkuð kona með dreymandi svip. Konan starir hugfangin á andlit bílstjórans sem er myndarlegur eldri maður. Hún er svo upptekin af því að fylgjast með honum að hún tekur ekki eftir því að hún er komin fram hjá stoppistöðinni sinni.
Blóð, sviti og tár!
Var í þremur prófum í dag; Landafræðiprófi, ofnæmisprófi (sem stendur yfir í 2 sólarhringa) og svo líffræðiprófi. Var að hugsa um að panta stress og geðveikipróf..en fjárhagur leyfði það ekki! Gekk hryllilega illa í landafræði en svona sæmilega í líffræði. So much for whole weekend of studying! Vil ekki tala meira um þetta..!
Eitt af því sem að mér finnst gefa lífinu lit er að fylgjast með fólki í daglegu amstri sínu. Gæti setið dögum saman niðrá Lækjartorgi eða öðrum fjölmennum stöðum og horft á aðra...
Tveir stuttir leikþættir úr leiksýningu lífsins:
Kona á fertugsaldri í fölbleikum galla er að viðra hundinn sinn en hann er í betra formi en eigandinn. Konan staulaðist upp tröppurnar úr kjallaraíbúðinni sinni og stendur þar. Hundurinn skoppar um gangstétt og smá grasbala. Frelsi hans er svo langt sem: 120° radíus í kringum tröppurnar og bandið er 2 metra langt. Konan andvarpar og dæsir á meðan hún bíður eftir að hundsskömmin geri þarfir sínar utan í rafmagnskassa.
Gömul kona situr framarlega í strætó á leið heim til sín. Lítil og hrukkuð kona með dreymandi svip. Konan starir hugfangin á andlit bílstjórans sem er myndarlegur eldri maður. Hún er svo upptekin af því að fylgjast með honum að hún tekur ekki eftir því að hún er komin fram hjá stoppistöðinni sinni.
fimmtudagur, mars 04, 2004
Spring
Stutt ritað í dag..svo virðist sem lesendur góðir eyði allri sinni orku í að lesa langt vefrit hjá mér og eigi enga orku eftir til að skrifa comment! Reynið að þrauka!!
Það er titringur í loftinu þessa dagana. Vorið að reyna að brjótast fram og hefur áhrif á þjóðina. Utan frá séð er fólkið mjög svipað en aðeins léttara yfir því. Ef vel er að gáð má sjá glóðina sem er að fara að kvikna í augum fólksins. Oft er tengt á milli vorsins og ástarbrímans og það virðist sem enginn komist hjá snert af þessari tilfinningu. Hvert sem lítur má sjá lovebirds meðal fólksins og dýranna! Yndislegur tími og ég gleðst með öllum þeim sem eru upp í skýjunum!!
~ love is in the air ~
Stutt ritað í dag..svo virðist sem lesendur góðir eyði allri sinni orku í að lesa langt vefrit hjá mér og eigi enga orku eftir til að skrifa comment! Reynið að þrauka!!
Það er titringur í loftinu þessa dagana. Vorið að reyna að brjótast fram og hefur áhrif á þjóðina. Utan frá séð er fólkið mjög svipað en aðeins léttara yfir því. Ef vel er að gáð má sjá glóðina sem er að fara að kvikna í augum fólksins. Oft er tengt á milli vorsins og ástarbrímans og það virðist sem enginn komist hjá snert af þessari tilfinningu. Hvert sem lítur má sjá lovebirds meðal fólksins og dýranna! Yndislegur tími og ég gleðst með öllum þeim sem eru upp í skýjunum!!
~ love is in the air ~
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)