laugardagur, mars 20, 2004

Eurovision lagið

Er ágætis lag..spurning hvort það sé efni í lag í Eurovision keppnina! Kemur í ljós!!

Lítið gert um helgina hingað til nema að þrífa. Þreif bílinn og herbergið. Kíkti á Bílaþing Heklu með pabba og bræðrunum á meðan mamma, Emma og Fríða fóru í Grasagarðinn að fá að vita úrslit í myndasamkeppni Visa-Ólympíuleika dæmið...
Kíkt á kynningu hjá Borgarholtsskóla og þar er enn sigurvíma í loftinu og ómur af Gettu betur í sjónvörpum útum allann skólann! Kynningarglærurnar hjá kennurum báru einnig keim af stolti!
Draugur frá verzlunarmannahelgi 2002 birtist allt í einu inni á bíladeildinni, var fljót að koma mér í hvarf á bak við fallega sprautaðan bíl!

Er að fara að sofa núna...lærdómur og margt annað sem bíður á morgunn!

Engin ummæli: