þriðjudagur, mars 02, 2004

Súldardagur!

What a day..rokið blastar á fullu úti og rigningin þrumar mann niður í jörðina!
Þetta er búið að vera algjör hryllingsdagur fyrir utan nokkra ljósa punkta...þeir eru alltaf til staðar!
Er samferða Hönnu Lilju í skólann og það er bara jolly good hjá henni! Frrrábært!
Síðan líður hver annar tíminn á fætur öðrum í hálfgerðu kóma..tilbreytingarleysið að segja til sín!
Í hádeginu var kreist fram síðustu blóðpeningana til að borga mynd í árbókina áður en lagt var af stað í betlunarferð í bankann. Þegar ég lak inn um dyrnar á Landsbankanum var þar myndarleg röð að bíða eftir afgreiðslu. Á meðan ég beið eftir afgreiðslu fóru efasemdir að segja til sín...á ég að eyðileggja þennan reikning sem var stofnaður fyrir mig á afmælinu mínu fyrir mörgum árum síðan?? Að lokum gafst ekki meiri tími til að hugsa því röðin var komin að mér. Þegar ég hafði straujað kortið var mér tilkynnt að innistæðan væri 675 krónur. Meira en ég bjóst við, já ég vildi taka hana út. En til þess að eyðileggja reikningin varð ég að fara í það útibú sem reikningurinn var stofnaður....í Háaleitinu! Ja hérna hér!! Til að kóróna þessa tilgangslausu för þá rak ég augun í fréttabréf bankans eða eitthvað álíka um að útdeiling námsstyrkja væri að fara að koma. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í enda þessa mánaðar fyrir virka Námufélaga!! Tja...skilgreining á virkum félaga, hver er hún??? Er að hugsa um að fara auðmýkjandi ferð í bankann á morgunn og leggja inn pening og taka út og leggja inn o.s.fr.! Alveg fram í enda marsmánaðar...!
Það verður ekki vandamálið að eyða pening núna...árbók, dimission og margt annað framundan! Þetta verður hið bezta mál! Ég fór létt í spori inn í A4 en þá mundi ég í hvaða tíma ég var að fara; LAN103 með 2.bekk! Fagið er ágætt og bekkurinn líka en stofan er ekki beint praktísk fyrir svona stóran bekk! Þrír nemendur sitja nær töflunni en kennarinn á meðan 5 aðrir eru alveg ofan í kennaranum! Afgangurinn situr svo þétt saman að liðugleiki og litlir rassar henta mjög vel!! Annað en litli hópurinn sem er í LÍF203 í N6 stofunni...þar þarftu kalltæki og sjónauka til að vera virkur í tímanum!!
Eftir að hafa dröslað íþróttadótinu í bæinn dröslaði ég því aftur heim...ónotuðu! Hmm...þarf eitthvað að lesa yfir mér með það! Var bara ekki í skapinu til að sprellast innan um fullt af spengilegu og sveittu fólki! Fór heim og undir sæng með góða bók í hendinni! Er að hugsa um að taka sundsprett til að friða samviskuna...bezt að fara að drífa sig af stað út í rokið...get þá sannað þá tilgátu að það sé hægt að drukna í sundlaug þó maður sé syndur (engar smá öldur örugglega í sundi)!

*jaws lagið*

Engin ummæli: