fimmtudagur, mars 04, 2004

Spring


Stutt ritað í dag..svo virðist sem lesendur góðir eyði allri sinni orku í að lesa langt vefrit hjá mér og eigi enga orku eftir til að skrifa comment! Reynið að þrauka!!

Það er titringur í loftinu þessa dagana. Vorið að reyna að brjótast fram og hefur áhrif á þjóðina. Utan frá séð er fólkið mjög svipað en aðeins léttara yfir því. Ef vel er að gáð má sjá glóðina sem er að fara að kvikna í augum fólksins. Oft er tengt á milli vorsins og ástarbrímans og það virðist sem enginn komist hjá snert af þessari tilfinningu. Hvert sem lítur má sjá lovebirds meðal fólksins og dýranna! Yndislegur tími og ég gleðst með öllum þeim sem eru upp í skýjunum!!

~ love is in the air ~

Engin ummæli: