sunnudagur, mars 14, 2004

High school!

Hah! Þvílík hrað-þýðing (háskóli = high school) hjá mér!
Fór semsagt á háskólakynningu í dag...en byrjum á byrjuninni!
Vaknaði í morgunn (um níu-tíuleytið) við að herbergið var nánast flóðlýst. Veðurguðinn þvílíkt spenntur yfir komandi sumri að hann varð að hafa sól og fallegt um morguninn! Gat ekki annað en að staulast niður stigann, klæða mig í og hlamma mér niður í eldhús með morgunkorn og Agöthu Christie bók í hendinni.
Eftir að pabbi hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við mig fór ég að hressa mig við með köldu vatni og hringdi í Kollu. Ákváðum að leggja af stað í bæinn um tólfleytið. Smellti mér í sumarleg föt og gróf upp rykfallin Oakley sólgleraugun. Síðan keyrðum við í bæinn með tónlist í botni!
Kíktum á uppeldis og menntamála eitthvað (Kolla) og annað félagsfræðitengt. Síðan fórum við í Öskju til að kíkja á raunvísindadeildir; jarðfræði og landfræði. Kvennskælingastelpurnar eiga eftir að missa sig yfir fjölda af strákum í Háskólanum (og ekkert ómyndarlegir í jarðfræði- og landfræðiskorinni!)! Það er alveg á hreinu! En; fjöldi stráka í Kvennó -> fámennt en góðmennt!!!

Lítið annað gert í dag sem væri viðurkenningar vert!! Bara letilíf...

Horfði á City of God í gær. Umsögn; ekki hægt að segja að hún sé skemmtileg en hún er svo sannarlega góð! Ef það hvað myndin skilur mikið eftir sig er mælikvarði á hversu góð myndin er, þá er þessi mjög ofarlega!! En ég ætla samt að segja eins og er að hún er hryllileg/hræðileg! Ég sat stíf í sófanum með grettu á andlitinu mest allann tímann!! Og hún er byggð á sönnum atburðum.....! Mæli með henni!!
Fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott!

Engin ummæli: