Blue (but mostly sad and gey) monday
Blóð, sviti og tár!
Var í þremur prófum í dag; Landafræðiprófi, ofnæmisprófi (sem stendur yfir í 2 sólarhringa) og svo líffræðiprófi. Var að hugsa um að panta stress og geðveikipróf..en fjárhagur leyfði það ekki! Gekk hryllilega illa í landafræði en svona sæmilega í líffræði. So much for whole weekend of studying! Vil ekki tala meira um þetta..!
Eitt af því sem að mér finnst gefa lífinu lit er að fylgjast með fólki í daglegu amstri sínu. Gæti setið dögum saman niðrá Lækjartorgi eða öðrum fjölmennum stöðum og horft á aðra...
Tveir stuttir leikþættir úr leiksýningu lífsins:
Kona á fertugsaldri í fölbleikum galla er að viðra hundinn sinn en hann er í betra formi en eigandinn. Konan staulaðist upp tröppurnar úr kjallaraíbúðinni sinni og stendur þar. Hundurinn skoppar um gangstétt og smá grasbala. Frelsi hans er svo langt sem: 120° radíus í kringum tröppurnar og bandið er 2 metra langt. Konan andvarpar og dæsir á meðan hún bíður eftir að hundsskömmin geri þarfir sínar utan í rafmagnskassa.
Gömul kona situr framarlega í strætó á leið heim til sín. Lítil og hrukkuð kona með dreymandi svip. Konan starir hugfangin á andlit bílstjórans sem er myndarlegur eldri maður. Hún er svo upptekin af því að fylgjast með honum að hún tekur ekki eftir því að hún er komin fram hjá stoppistöðinni sinni.
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli