fimmtudagur, mars 18, 2004

Spring into the Spring!

Vá, er búin að vera í skýjunum síðustu tvo daga vegna fallegrar umsagnar um mig og mitt vefrit hjá Gumma á mánudaginn, einum af þeim sem hafa gert Kvennaskólann frábærann frá mínu sjónarhorni litið! Einnig hefur veðrið verið alveg stórkostlegt ... sem minnir mig á það að það hefur lítið verið af skýjum síðustu tvo daga og því erfitt fyrir mig að vera uppi í skýjunum! Alla veganna: himinlifandi .. sólskinsskapi!
Minn kæri vinur Gummi gaf mér svo hluta af tíma sínum til að skreyta útlit vefritsins í vorlitum. Mikill völundarsmiður þar á ferð með vaxandi kunnáttu um leyndardóma tölvunnar!
Jæja! Eftir mikinn hausverk með fjáröflunar vörurnar á þriðjudaginn (fyllti van-inn af þurrkipappír, rækjum og humar) þá er ég kominn í samt lag! Er búin að koma mestu af vörunum til þeirra sem pöntuðu en á eitthvað eftir. Keyrði samtals ca. 150 km í gær...fór í skólann, fór svo heim, fór aftur í bæinn að sendast með vörur, fór með pabba heim, síðan keyrði ég enn og aftur í bæinn að sjá Glæsta tíma, leikrit Kvennaskólans þetta árið. Hef lítið um það leikrit að segja; vel leikið hjá þeim, ágætis leikrit...EN hékk á bláþræði (að mínu mati) með að vera leiðinlegt! Frekar langt leikrit og mikið um það að maður þurfti að einbeita sér til að heyra hvað leikararnir voru að segja..
En þetta er búið hjá þeim og þau hafa staðið vel að verki, öll þau sem að komu að þessu!

Snemma byrjað að grilla! Fékk grillmat í gær....nammi namm! Held að ég hafi aldrei fengið grillmat um miðjan mars og getað verið á bolnum úti!!

Páskahret??? hvað giskið þið á?

Engin ummæli: