fimmtudagur, desember 13, 2007

Engin lognmolla:

Hann átti afmæli á mánudaginn, hann átti afmæli í gær,
hann á afmæli hann Veturguð..hann á afmæli aftur í nótt!
...
vúhú! Osso blása á kökuna..sem líkist Íslandi!!
Já, blása á öll jólaljósin! Vá! Hehe..jay, gaman!
.. ? ..
Hey..ekki blása allt skrautið af kökunni!
Nei vó..ekkert mazeltov hérna drengur, þú ert ekki að gifta þig!
Hættu að brjóta allt þetta gler!
...
Urr..vanþakkláta afmælisbarn! Nú þurfum við að þrífa messið eftir þig!!!
(talað úr hjarta björgunarsveitarstúlkukindar)
~:~

föstudagur, desember 07, 2007

Jibbí Pú og Pa!!

Það hlaut að koma að því að búið væri að endursýna öll leikin jóladagatöl RÚV svo oft að röðin væri loksins komin að besta dagatalinu með englunum Pú og Pa! Ég er í skýjunum með þá ákvörðum og fylgist með jóladagatalinu á netinu með fávitaglott á andlitinu! Brilliant leikbrúður!

Er semsagt komin heim úr yndislegri ferð til Danmerkur, að hitta bedstemor og -far í Sönderborg. Þau áttu gullbrúðkaupsafmæli núna 30.nóvember..til lukku með það enn og aftur! Fórum með bedstemor að skoða staðinn sem þau leigðu undir veisluna, þvílíkt flott aðstaða og allar efasemdir um matgæði hurfu þegar við fengum risakökudisk með ekta dökkri súkkulaðiköku..mm..með áfengislegin kirsuber og krem í miðjunni og þykkt súkkulaði ofan á! Það að kíkja á staðinn breyttist í mini-veislu, gaman gaman!
Hjóluðum mikið um bæinn og skóginn með bedstemor og - far..fara að versla, ná í bækur á bókasafn eða bara hjóla til að hreyfa sig og skoða sig um. Bedstemor var alveg í essinu sínu með fullt hús af fólki og töfraði fram dýrindis máltíð hvern einasta dag og fussaði yfir því að frystikistan væri ennþá full. Við átum og átum undir þeirri meiningu að ef við kláruðum ekki af borðinu myndi hann rigna daginn eftir! Síðan var skipulagt hverjir ættu að vaska upp eftir hersinguna..ekkert grín að vaska upp eftir 9-10 manns alla daga! En allt gekk vel og þetta var ágætis hvíld að fara út til Danmerkur og sofa í stofunni á stórri vindsæng..sem bedstefar sagði að vantaði bara á segl og þá væri ég græjuð fyrir siglingar!
Fór með Emmu til Köben líka..svo hún gæti nú verslað eitthvað! Þutum um Strikið fram og tilbaka, æddum inn í verslanir, skoðað, mátað og keypt! Síðan fórum við í bíó með Helgu systir mömmu, en við fengum að gista hjá henni. Hairspray myndin var brilliant! Ég og Helga komum syngjandi út úr bíó en Emma vissi ekki alveg hvað henni fannst!

Annars er það að frétta af Hvanneyri að verkefnaflóðið er búið í bili, búin að skrifa undir samning um lokaverkefni og framundan eru próf..búin þann 20.desember í prófum takk fyrir!!

Þannig ég mæli með dágóðum dass af jólalögum með Baggalút, Borgardætrum og fleiri góðum..mandarínum og negulnöglum, heitu kakói með sterku útí og auðvitað hangikjötssamloku + jólaöli á meðan horft er á Pú og Pa í jóladagatali sjónvarpsins!!

Er búin að setja inn myndir frá Danmörku inn á 123.is síðuna!

þriðjudagur, september 25, 2007

Veflesarar #1:

Ekki hef ég minnstu hugmynd um hve margir úr minni fjölskyldu, hve margir ættingjar, vinir eða aðrir lesa vefrit mitt reglulega eða óreglulega. Engu að síður, stórt knús til ykkar allra! Ég met það mikils að þið nennið að lesa rausið í mér.
En mig langar til að kynna fyrir ykkur mína tryggustu lesendur: mine bedsteforældre,
Frida Lyck og Karl Filbert.

Bedste, I spiller stor rolle i mit liv ligemeget hvor langt er vores imellem.
Selvfölgelige Inga, Helga og Peter også!

Margar minningar á ég góðar sem tengjast dvöl fjölskyldunnar hjá familien Filbert í Sönderborg, Danmörku. Framundan er 2 vikna dvöl hjá þeim í nóvember og af því tilefni ætla ég að rifja upp nokkur minningarbrot sem tengjast heimsókn hjá þeim hjónakornum, sem halda upp á gullbrúðkaup sitt þetta árið.

Hjálpa þeim að halda þrestinum í fjarlægð. Ekki mátti láta hann éta öll jarðarberin frá okkur..hjálpa þeim að tína berin og borða auðvitað..helst úti í sólinni og dýfa þeim í sykur! mmm!

Fá að sitja á kolli inni í bílskúr hjá bedstefar og grandskoða skissur og málverk sem hann hefur gert í gegnum árin, japlandi Gajol nammi sem hann er alltaf með við hendina. Eða hanga fyrir utan litla málarahornið hans þar sem trönur, penslar og litadýrð ásamt sterkri terpentínulykt fyllir hugann. Ég vona svo sannarlega að ég hafi erft hans hæfileika til að teikna og mála..

Hjóla, hjóla, hjóla...mörg hjólin hef ég notað hjá þeim og stækkað upp úr. Þau bedstemor og -far eiga nefnilega ekki bíl og hafa hjólað allt sitt eins lengi og ég man eftir mér. Og við gerum slíkt hið sama þegar við erum hjá þeim. Hjólað á bókasafnið, á verslunargötuna, niðrað strönd með madpakke, að gefa hestunum brauð, út í Sönderskov og litast um eftir skógardýrum. Hve kát ég var þegar ég fékk "nýtt" notað hjól sem bedstefar málaði bleikt fyrir mig!

Hveitibollusúpan hennar bedstemor var og er einn af mínum uppáhaldsréttum. Bedstemor er töfrandi meistarakokkur og gengur sá hæfileiki í erfðir..alla vega til mömmu! En semsagt bedstemor ávítaði mig alltaf fyrir að veiða hveitibollurnar uppúr og sneiða hjá kjötbollunum. Eins var mér skammtað eitt egg á dag því ég var sjúk í gróft rúgbrauð með eggi og remúlaði (og er enn). Hádegisverðarborðið hjá þeim er nottla engu líkt! Þvílíkt úrval af áleggi þekkist bara á fínustu hótelkeðjum heims. Enda er brauðsneiðin hjá Frikka bróa alltaf eins og skýjakljúfur.
Já bedstemor ræður ríkjum í eldhúsinu en það er einn hlutur sem bedstefar fær að hafa útaf fyrir sig. En sá illa lyktandi ostur þarf sko að vera í plastpoka og vel þéttu plastíláti til að fá að vera áfram í ísskápnum! Bedstefar alltaf jafn stríðinn að ota boxinu að manni og síðan ískraði í honum þegar maður fitjaði upp á nefið. Bedstefar grínar eins og Michael Gambon ef þið hafið séð hann hlæja yfir brandara eða einhverju..

Þegar ég var yngri var ekkert mál að vakna áður en sól kom upp og þá fór ég með bedstemor og -far í morgunsund. Eftir sund var hjólað í morgunskímunni til bakarans og keypt splunkuný og glóðvolg rúnnstykki í massavís og rúgbrauð. Allir svangir eftir sundið og ilmurinn myndi svo sannarlega vekja restina heima fyrir!

Glamrað á píanó. Ég lærði tæknilega séð aldrei á neitt hljóðfæri. Ekki einu sinni blokkflautu sem allir 5 ára geta blásið sig í gegnum nú til dags. En heima hjá þeim er píanó sem bedstemor spilar oft á ef maður biður fallega eða þegar henni ofbauð glamrið í okkur systkinum á yngri árum. Þangað laumuðust nefnilega litlir forvitnir fingur í tíma og ótíma og var útkoman ekki alltaf til fyrirmyndar. En bedstemor var dugleg að ota að mér bókum og nótnablöðum sem hún á í stafla við hliðiná píanóinu. Mörg íslensk lög leynast þar í millum enda vill hún halda sinni góðu íslensku í þjálfun. En það varð úr að ég gat fikrað mig í gegnum nokkur laglínur og tókst meira að segja að semja mína eigin og hripa niður á nótnablað sem bedstemor gaf mér!

Lesa bækur úti í garði. Í Danmörku er öðruvísi lánakerfi en hérlendis og má bedstemor til dæmis taka ótakmarkað magn af bókum meðan þú mátt einungis taka 40 stykki hérlendis. En þegar við brói vorum yngri lagaði mamma aðeins söguna og sagði að bedstemor væri á sér samningi hjá bókasafninu og mætti þess vegna taka fá lánaðar allar bækurnar á bókasafninu. Agndofa göptum við á bedstemor og þarna öðlaðist hún takmörkunarlausa virðingu okkar, bókaorma barnabörnin hennar. Létum hana fá búnt af myndasögubókum (eins mikið og við gátum rogast með á hjólinu heim) og um leið og við vorum komin heim var brunað beint út í garð með bækurnar, flatmagað í sólinni, lesið og skoðað þar til bakið var skaðbrunnið og við neyddumst til að setjast inn.

Já þær eru margar góðar minningar sem ég á frá Danmörku með foreldrum mömmu, systkinum hennar, ættingjum og vinafólki fjölskyldunnar. Er efni í þykka bók enda upplifun sem spannar það sem liðið er af minni ævi. Langt er síðan ég hitti mína bedsteforældre og því er tilhlökkunin endalaus núna! Hlakka til að sjá ykkur!!

mánudagur, september 03, 2007

Canada ~ can-aid:

Þannig fór um sjóferð þá...Kanadaferðin mikla breyttist í magaverk og slappleika þannig í stað 2 vikna ferðalags um Quebéc héraðið einkenndist ferðalagið af andstuttum göngu- og klósettferðum í eina sveitta viku. Gríðarlegur raki og rigningar þegar ég lenti í Montréal og vegna þess að ég hafði bara bókaðar 3 nætur á hosteli af 2 vikum þá var ég send frá officer til sergeant, toll booth til immigrant office í rúmar 3 klukkustundir eftir að vélin lenti! Loksins..eftir að ekkert hrátt hreindýrakjöt, hvalbeinsstytta eða íslensk birki fannst við mikla leit í farangri mínum mátti ég hunskast mína leið út úr flugvallarbyggingunni og redda mér fari niðri í bæ.
Montréal olli mér miklum vonbrigðum hvað varðar fallegar byggingar. Einhvern vegin hafði ég ímyndað mér fallegar viktoríanskar húsaraðir en þeirra í stað voru þessir týpísku kanadísku litlausu ferningar. Séð út um gluggann á vélinni þá leit borgin að mestu út eins og einhver hefði raðað milljón eins pappakössum og skellt áttföldum krúsídúllum af bílabraut, á þremur hæðum, þvers og kruss milli kassanna. Um leið og flugvélin lækkaði flugið var mín samstundis farin að strika yfir öll þau plön í huganum sem tengdust bílaleigubíl og ferðalagi. Kúltúrsjokkið fór alveg með heilbrigðina í þessari ferð..en ekki var öll ferðin slæm.

Nokkrir punktar sem ég nóteraði hjá mér þessa helgi
(var að reyna að praktísera enskuna mína):
And our neighbors, like the Canadians are, how ignorant can some of them be?! Of course the cute guy at the tourist information desk knew about Iceland but what can you expect from your store assistant? I asked the shallow (at least I thought of her that way) French woman at the cashier..in english..if they had a store located in Iceland, in case I maybe needed to change the shoes I was thinking about buying. She immediately asked another girl how you say Iceland in french and where it might be located in the world! After shockingly long discussions with more staff, all they had come to a conclusion about Iceland was that it might be somewhere in the north..close to the U.K. That seemed to be the edge of civilisation because the French woman suddenly turned her face towards me and rushed out the words 'no, there's no store there'. In the meantime I'd had some serious doubts about the shoes and her level of intelligence so I walked out with a grin on my face. I'd wanted to shout at her just to look across the street at her competitors window were it stood in large letters UN Iceland. Just prance over there and get wiser!
~
Ætli það séu staðlaðar handsápureglur í Kanada eða bara Montréal kannski? Cherry merry bleika gutlið er all over. Hvert sem þú ferð í sturtu eða á salerni þá er bleika kirsuberjasápan í boxi fyrir body wash eða hand wash! Trust me...I'm experienced washer eftir viku af því að skola mig eftir svitaböð og tefla við páfann á hverju einasta vatíkani borgarinnar!
~
And talking about pink..hvað þýða bleikar eldingar? Svaka þrumuveður síðustu nóttina í Montréal og stundum komu ekki venjulegar heldur bleikar eldingar! vóvó..
~
Subway feeling...dröslaðist á subway eitt skiptið (ég veit, voða menningarleg!). Leit rosavel út að utan og eins inni nema ég tók eftir því að grænmetisboxin voru mikið minni um sig miðað við skinkufjöllin hliðiná sem voru í risastömpum. Jæja best að panta eitthvað..getur ekki verið mikið öðruvísi þetta er svo international dæmi...en þá byrjar ruglið. Í fyrsta lagi þá voru skinkulengjurnar (sem ná vel yfir 6 " bát ef breitt úr þeim) lagðar tvöfaldar í bátinn þegar ein sneið hefði dugað. Síðan skellir daman beikonsneiðum inn í örrann og báturinn fór beinustu leið að salatlínunni og afgreiðsludaman fór að afgreiða næstu. Þegar hún loks beindi sjónum að mér, eftir að hafa skellt kjöthlussum á þrjá 12" báta handa hungruðum táningum, þá spurði ég hvort báturinn færi ekki í örrarann..you know..bræðingur? Hún varð hvumsa og romsaði því út úr sér að það væri aldrei gert. Þá spurði ég hana með minni bestustu og explicit ensku hvort hún vildi nú samt ekki gera það fyrir mig, skella smá yl í hann! Hún horfði á mig steinhissa, reif síðan bátinn upp og þrumaði honum inn í örrarann og hélt áfram að reyna að sannfæra mig um að þetta væri nú ekki venjan. Ég var greinilega að rugla allt kerfið þarna..error..does not compute! Bíp..volgur báturinn fer aftur fremst í röðina og fær á sig lettuce, green peppers, tomatoe, purple onion, southwest sauce and salt 'n pepper. Bátnum var rúllað upp á klunnalegan máta og síðan fékk hann og kaupandi að bíða á meðan hún gekk á línuna og raðaði grænmeti á hjá hinum í röðinni. Following procedures var orðatiltæki sem mér datt í hug þarna sem ég beið. Loksins var komið að greiðslu..8.57 kanadíska dollara fyrir skorpinn og hlandvolgan blautan bát og 0.591 lítra af kóki (furðuleg stærð).
Jæja mæja, myndir koma inn á myndasíðuna einhvern tímann þegar ég nenni að henda þeim inn. Er komin á Hvanneyri og er að setja mig inn í skólafartið. Fyrsti dagurinn hljóðaði upp á fiskakrufningu í nokkra tíma..yup.
Annað sem ég hef verið að gera af mér:

mánudagur, ágúst 20, 2007

Ó - Menningarnóttin

Glitrandi glerbrot á götunni innan um myndarlegar innanvols spýjur
og alls konar rusl sem varla er þverfótað fyrir.
Fjarlægt pípið í talstöðvum nær ekki að yfirgnæfa háværan unglingaskaran sem fyllir miðbæinn eins og hann leggur sig. Svíf í gegnum mannmergðina, horfi útundan mér á neongul endurskinsvestin sem líða áfram fyrir framan mig á meðan ég litast um eftir blóði, slagsmálum, áfengisdauða eða öðru sem vert er að skipta sér af.
Á eftir hópnum eða á undan hlaupa ljósmyndarar og fréttamenn vopnaðir upptökuvélum og hljóðnemasleikjó.

Svona líður menningarnæturgæslan áfram í fylgd með góðum hópi björgunarsveitaliðs og lögreglumanna og kvenna. Ástæðan fyrir fréttaflugugerinu í kringum okkur var hvíta virðingartáknið sem einn lögreglumannanna bar, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson. Oft á tíðum var hann stöðvaður af hinum og þessum sem vildu taka í hendina á honum eða fá mynd af sér við hlið hans.

Þar fyrir utan þá var ég mjög hneyksluð á hegðan fólks í garð lögreglunnar. Að sjálfsögðu voru þarna einhverjir sem báru virðingu fyrir þessu merka framkvæmdarvaldi landsins en það voru svo miklu fleiri sem voru ókurteisir eða virkilega dónalegir! Allt frá renglulegum rugludöllum að predika yfir lögreglunni hvernig þeir ættu að sinna sinni vinnu yfir í blekölvaða platínuljósku um hálfþrítugt öskrandi á lögreglukonu um leið og hún henti logandi sígarettu í hana af stuttu færi.
Það er víst inn hjá mörgum Íslendingum í dag að standa uppi í hárinu á lögreglunni og hneykslast síðan á að vera sendur í bílferð með Svörtu Maríu á stöðina.

En María "Plástur" stóð sig vel í sinni stöðu innan gönguhóps held ég bara
..þurrka blóð hér og hughreysta þar..
mynd af mér með nýja hairdoo-ið!

Over and out..vinna í dag, skóli á morgun, flug til Kanada á fimmtudag!!

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Liðnir atburðir:

Where to start..við skulum bara byrja á Fríðu, þeim litla snillingi sem ég á fyrir systur! Benti henni á teiknikeppni Nexus, í tilefni af síðustu Harry Potter útgáfudegi. Jújú hún tók þátt og ég rétt náði að pína hana til að sýna mér myndina áður en hún laumaði henni í umslag og innsiglaði.
Laumupúkinn þögli sýndi engum í familíunni myndina né lét þau vita að hún væri að taka þátt!
Anyways..litla 13 ára krullan mín hún Fríða (Dídí eins og ég kalla hana stundum) vann sinn aldursflokk (13-15 ára) og sagði starfsmaður Nexus að hún hefði alveg átt heima í 16 ára og eldri því hún skaraði langt fram úr í sínum flokki!
~:~
Vinningsmyndirnar er að finna inn á harrypotter.is undir teiknikeppni..en hérna eru myndirnar hennar Fríðu (hún fékk Harry Potter - The Deathly Hallows í verðlaun):

þessi fylgdi með bleðlinum sem á var skrifað nafnið hennar..
~:~

Verðlaunamynd #1 í flokki 13-15 ára!
~:~
Annað markvert að frétta af Kjalarnesinu...fór í afmælisbað í Landmannalaugum, föstudaginn 27.júlí. Afbragðsmatur og góð stemning þar þrátt fyrir rigningu og kuldahroll.
Daginn eftir var síðan haldið af stað í Laugarvegsgöngu með fjölskyldu Höllu (afmælisskvísan!) vinkonu. Gönguhópurinn Léttfeti, eftir nokkrar æfingagöngur í mánuðinum, fór létt með þessa fornu laugaleið en þegar komið var í Húsadal, Þórsmörk í fjórða degi hafði hópurinn skipt um nafn og heitir nú: Gönguhópurinn Handan við Hæðina!!
Veðrið var frábært og fjölskylda og vinir Höllu voru hreint út sagt dásamleg
..og ég hef látið ættleiða mig!
~:~
Massamynd tekin í einni æfingagöngunni, Leggjabrjót (höf: Halla Kjartansdóttir 2007)
~:~
Hér er hægt að smella á:
~:~
Annars hef ég verið á fulle fem í vinnu og vinum..hitta long lost vinkonur sem búa erlendis og eru flognar til Íslands yfir sumarið. Æðislega gaman að hitta þær elskur!
Framundan er próflestur því meður
..skóli, menningarnótt og Kanadaferð eftir 2 og 1/2 viku!!
~:~

föstudagur, júlí 20, 2007

Almættið forði ykkur frá..

Ég bið ykkur, ef þið hafið snefil af virðingu fyrir sjálfum ykkur og Páli Óskari, ekki horfa á nýja myndbandið hans
..hér er um stórhneykslanlega fáránlegt myndband sem eitrar þetta eðal diskólag,
sem markaði endurkomu diskó-stanslausa-stuð-Palla!
Ef ég hef vakið forvitni ykkar á þessum hroða,
þá getið þið kíkt á mannskemmandi ófögnuðinn hérna á kvikmynd.is: Allt fyrir ástina
..og segið mér síðan hvað ykkur finnst!
~ : ~

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Allt farið andans til

Réttarkerfi landans hefur nú aldrei verið uppá marga fiska þegar kemur að nauðgunarmálum en umtalaður dómur sem var kveðinn upp fyrir ekki svo löngu er svo langt fyrir neðan allar hellur að hann er kominn upp fyrir hellurnar í vanþróaðasta hluta Kína.
Ég á ekki til orð yfir "rökstuðningi" þessa máls og eins og ég las í einhverju fréttablaðinu í morgun þá getum við núna skv. þessu farið út á götu og skotið mann og komist upp með það (mjög öfgalega áætlað). Kæmist upp með það því að maðurinn neitaði því ekki að hann vildi ekki láta myrða sig, ss. segir það ekki upphátt áður en ég dreg upp hólkinn að hann hafi ekki áhuga á að láta myrða sig.

Ég verð alltaf meira og meira undrandi og nánast þunglynd þegar ég hugsa til samfélagsþróunar hérlendis og bara hvernig samskipti heima á milli gengur fyrir sig dag frá degi. Ég tel mig ekki andlega tilbúna að takast á við allar þessar furðulegu flækjur útaf engu og langar helst að hverfa aftur til þeirra gömlu daga þegar lífið var bara líkamleg vinna til að fæða og klæða þig og þína.
Ég er ekki að grínast með þetta...ég er alveg á því að eigna mér jörð einhvers staðar í afdölum, hlaða mér bæ úr torfi, grjóti og rekavið og hefja búskap!
Hver sá dagur líður ekki hér í vinnunni að ég gjói augunum frá stórum tölvuskjánum í áttina að þykkum doðranti í hillunni sem á stendur: jarðaskrá. Þar er að finna allar skráðar jarðir á Íslandi og hvort jörðin er í eyði og hverjir eru eigendur jarðarinnar. Í huga mér blikkar Las Vegas skilti fyrir ofan doðrantinn sem á stendur stórum freistandi stöfum:
Fasteignabók Íslands..veldu þér draumalandið og afsalaðu þér stöðu þinni sem þegn samfélagsins!

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Þrjóska og þrúgusykur - kalt á toppnum:

Fór með JÖRFÍ (JöklaRannsóknarFélagi Íslands) í sumarferð/jónsmessuferð á Eiríksjökul, helgina 22.-24.júní og það er ekki annað hægt að segja en að sú ferð hafi verið frábær að öllu leyti. Frábært veður, frábært fólk, frábærir bílar, frábær matur og frábær en erfið ganga upp á jökul!
Ég fór upp á toppinn á jökulhettunni á þrjóskunni og þrúgusykri og engu öðru. Það hvarflaði nokkrum sinnum að mér að snúa við en síðan staulaðist ég kjökrandi áfram upp. Hópurinn var langt á undan mér og alltaf birtist ný "brekka" á jöklinum þegar ég hélt að toppnum væri náð. En ég náði að draga uppi nokkrar hræður og verða þeim samferð síðustu metrana í þokunni og síðan skautuðum við niður jökulhettuna. Tók okkur 30 mínútur að komast niður í grjótskriðurnar!
Í heildina tók uppáferðin 8 og 1/2 tíma (minna hjá flestum öðrum)..lögðum af stað kl.10.30 frá tjaldbúðum í nágrenni Torfabælis og ég og nokkrir með þeim síðustu, skiluðum okkur í búðirnar kl.19 tæplega. Temmilega í grillið hehe..fékk yndislegan mat hjá "fjölskyldunni" minni (tjaldnágrannar) þar sem minn grillmatur beið sallarólegur í ísskápnum á Kjalarnesi eftir því að vera sóttur.
Eftir að allir höfðu tekið hressilega til matar síns og einhverjir hesthúsað bæði pylsupakka og pulsupakka var tekið til við að tendra bálið. Þar átti að syngja langt fram á rauðanótt en þegar nóttin lét aldrei sjá sig ákváðu menn að rúlla inn í tjöldin þegar klukkan var farin að nálgast morgunn!
Síðasti dagurinn var notaður í uppáferð á Strút, kynningarferð að Surtshelli og heimsókn til Páls að Húsafelli, þann ágæta listamann.
Ég veit ekki hvað ég get sett meira á skjá um þessa ferð..upplifunin er að sjálfsögðu ólýsanleg þannig ég ætla ekki að eyða meiri orðum í ævintýrið.
Tók nokkrar myndir og þær er að finna inni á http://123.is/mariath undir myndaalbúm-ferðalanganir-sumarferð JÖRFÍ

mánudagur, júní 25, 2007

Freakum fun weekend:

Soldið eftir á hérna..en alla vega þá var þjóðhátíðarhelgin ein sú skemmtilegasta sem ég man eftir! Laugardagurinn byrjaði með úrskrift hjá mestu kennaragellu Íslands henni Kollu. Fullt af hressu fólki úr fjölskyldunni og síðan vinir síðar meir. Fleiri orð um þessa helgi ætla ég ekki að hafa eftir hérna nema að þetta var virkilega frábær helgi með hressu og sætu fólki!

Hérna eru myndir frá Kollu stjörnu:
Sigurborg, ég og Kolla útskriftargella á góðri stundu!
Þjóðlegar Hvanneyrarbeibur: Sigurborg, ég og Louise

Pistill um nýliðna helgi ásamt myndum er á leiðinni!
..þið verðið bara að bíða spennt!!
Spenna beltin..

laugardagur, júní 09, 2007

It's official:

Japanir hafa hannað vélmenni sem hegðar sér eins og 1-3 ára barn til að rannsaka hegðan þeirra og hvernig þau taka til sín þekkingu frá umhverfinu eða eitthvað álíka ruglað. Eh, kannski einhver bendi þeim á hin raunverulegu börn..rannsaka þau! Einhvern veginn hafa nördarnir þurft að prógrammera vélbarnið til að bregðast við umhverfisþáttum?! Hvernig ætla þeir að rannsaka eitthvað sem þeir "bjuggu til"?!

I'm fed up with future technologic thinking..

But anywhat...ég er með tilkynningu: búin að setja inn myndir á 123.is/mariath!
Þar er nýtt undir flokknum Hvanneyri: Betra Hvanneyri og Námsferð III (Íslensk hlunnindi)!
Síðan eru loksins komnar inn myndir úr páska-hringferðinni (Icelandic Ring), þær eru undir flokknum Ferðalanganir!

fimmtudagur, maí 31, 2007

It‘s raining guano:

Hinn ágæti borgarfulltrúi Reykjavíkur að nafni Gísli Marteinn hefur gert það að baráttumáli að mávar séu skotnir til að fækka þeim sem ónáða borgarbúa. Halló halló sagði ég nú bara þegar ég sá í sjöfréttum á RÚV þegar sýnt var frá daglegum störfum mávafretarans við Tjörnina. Eitthvað þarf nú borgarfulltrúinn að beina baráttuspjóti sínu að litla úthverfi Reykjavíkur..landbúnaðarsamfélaginu á Kjalarnesi þar sem allt er að drukkna í sláturúrgangi og mávaskít.
Já, mávarnir herja á byggðina þegar kvölda fer og þegar ég sit fyrir framan skjáinn og sé þá þjóta hjá þá verður mér alltaf hugsað til myndarinnar The Birds. Ég bíð bara eftir því að fiðruðu vargarnir koma berjandi á gluggann!

Morgnarnir eru farnir að einkennast af því að skafa þarf af framrúðunni mávaskít áður en haldið er til vinnu og ekki má skilja neitt matarkyns eftir né rusl á víðavangi. Kettirnir hlaupa hvæsandi um þegar mávarnir leika sér að því að renna sér niður á greyin.

Já Gísli minn og mávaplaffari..endilega kíkiði í kaffi á Kjalarnesið. Sólin skín í heiði og mávahlátur ómar um sveitasæluna og svína- og hænsnaskítsangan fyllir loftið í réttri átt!

mánudagur, maí 28, 2007

Galdrakelling í OS

Er byrjuð að vinna hjá Orkustofnun (OS) og líkar vel!
Einkunnir ekki komnar inn ennþá úr prófum en ég set inn um leið og þær eru komnar!!

Njótið líðandi stundar!

föstudagur, maí 11, 2007

Middle-East vision:
Jæja, þetta er komið nóg! Að mínu mati er þetta ágætis stefnumál fyrir kosningar að lofa því að Ísland segi sig úr Eurovision keppninni og spanderi peningunum í eitthvað lofsverðara og ÞARFARA málefni!

Þetta er ekki klassískt evróvisjon lengur...þetta er bara hlægilegt garg og trúðakeppni milli landa sem eru svo fátæk að þau senda þáttakendur nakta á svið og í sjálfboðaliðavinnu!

Mér var alveg nóg boðið þar sem ég sat fyrir framan skjáinn með familíunni að horfa á undankeppni ESC og hef hugsað mér að hætta að fylgjast með þessum andskota! Urrandi rokkgamlingjar og skrækjandi táningar, kona á besta aldri í stuttum kjól og án undirklæða, hópur fávita að syngja um vampírur á meðan þau hoppa um eins og Íþróttaálfurinn íklæddur búningi úr Battlestar Galactica eða einhverjum öðrum fáránlegum þáttum! Já, tímarnir hafa breyst..ég man enn þegar Páll Óskar hneykslaði alla með sínu Eurovision atriði fyrir 10 árum en í gær brá mér þegar einhver Austur Evrópu dillibossinn sveiflaði blúndunaríum í einu atriðinu á meðan hann gólaði shake it up shake it in eða eitthvað álíka! Og Georgía?! Hvar í ósköpunum í Evrópu er það þjóðríki?! Ég held að þessi “keppni” sé að færast meir og meir til austurs..og suðurs! Middle-East vision ætti þetta að heita og ef ykkur finnst það of ýkt kíkið þá bara á þau lönd sem komust upp úr undankeppninni..Austur Evrópu lönd út í eitt! Eiríkur Hauksson hefði átt meiri séns á að troða hausnum á sér í gegnum bjórkippuplast en að komast upp í þessu undankeppnisdjóki! Ég segi að við eigum að hætta á toppnum með þessari frábæru frammistöðu Eiríks (þó ég sé ekki hrifin af þessu lagi).
Hættum á meðan við höfum virðingu til, ekki eyða meiri peningum, tíma eða öðru í þetta rugl! I’m out, þetta eurovision dæmi er off!
..það er að segja eftir að ég hef mætt í Eurovision partý á laugardaginn!!

mánudagur, apríl 23, 2007

Molitva

Ég viðurkenni það alveg að ég hef lúmskt gaman af því að fylgjast með Evróvisjon söngvakeppninni víðfrægu. Sérstaklega hef ég þá gaman að fylgjast með hvaða hörmungarlög, myndbönd og fatnaður eru á dagskrá.
En ótrúlegt en satt þá leynist oft demantur þarna á meðal og síðustu ár hefur það oftar en ekki verið frá Serbíu og Svartfjallalandi..sem þetta árið eru sitt hvor flytjandinn. Og enn og aftur tekst Serbum að toppa lag síðasta árs. Ég kolféll fyrir mögnuðu lagi þeirra sem keppa á þetta árið! Endar með því að ég flyt lögheimili mitt til Serbíu..

mánudagur, apríl 02, 2007

Fortíðarþrá:

Tók mig til þegar ég var föst í fortíðarþránni og skannaði inn myndir frá árunum 1984-1991.
Gleðilega páska öllsömul (snemma í því ég veit)!

laugardagur, mars 24, 2007

FRústrerandi

Á morgun...á morgun er stundin sem ég hef beðið eftir.
Sunnudagskveld fæ ég að vita hvort ég er að gera á mig í
Fyrsu hjálp "advanced" = First Responder...eða hvort ég hafi náð prófinu með stæl!!

Break a leg..þá kem ég og bý um legginn og kem þér í sjúkrabíl!!

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Sixpensari:

Hvergi er sixpensari, tóbak af öllum gerðum og mjöður í hávegum haft eins og hjá Hvanneyskum nemum!

Hér er smá ferðasögubrot úr Búfjárræktarferð sem ég fór eina helgi, 9.feb-11.feb. Þegar allur nauðsynlegur búnaður var kominn um borð í rútuna var rúllað af stað norður. Partýblaðran angraði einhverja á leiðinni og því voru nokkur vegkantsstopp sem ekki voru á dagskrá. Nokkur býli voru heimsótt þennan sólríka föstudag og tekið var á móti okkur með öllum þeim höfðingsskap sem til var.


Fjárbændur, kúabændur, hrossaræktendur, loðdýrabú, blönduð bú og ferðaþjónustubændur með meiru..þetta var allt saman skoðað þessa helgi í Skagafirðinum! Veitingar voru í boði á mörgum stöðum, m.a. besta fiskisúpa Íslands og blá bolla! Hundar tóku vel á móti völtu liðinu og litlar heimasætur leiddu okkur um landareignina, stoltir erfingjar.

Ekkert hægt að segja meira um þessa ferð en að hún hafi verið frábær! Fólkið í ferðinni rúllandi skemmtilegt mest allann sólarhringinn..hehe..eftir bæjarheimsóknir var skolað af sér dýralyktina og skellt í sig kveldverði og brunað á Krókinn. Dansað og skemmt sér fram á rauðanótt. Síðan haldið áfram morguninn eftir dagskrá hvað varðar heimsóknir og drykkju!

Halla ljósmyndagúrú tók myndir í ferðinni (þessar myndir sem hér eru tók hún)
sem segja allt sem segja þarf. Kíkið á fleiri!
Slagarar ferðarinnar: “I feel good..dururururumm”, “hvað er uppi, pussukisi?”
og “kremkex! (kexkexkex) það er svo gott!”

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Sæla:

Endurfundir okkar gera það að verkum að
tár brjótast fram og stingandi þrá hleypur niður hálsinn.
Hann er svo hrikalega svalur og gífurlega freistandi..

Hann Egils minn Appelsín hefur aldrei svikið mig!!
..en þig??

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Recover & discover:

Mæli með þessum náunga, væri alveg til í að vera í hans sporum..sjá heiminn!

Kveðja frá Súper-dúper-Maríunni á Hvanneyri meðal hesta og fólks!!
Er farin norður í Skagafjörð í búfjárræktarferð um helgina!!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Ómissandi fólk

Allsnakinn kemurðu í heiminn
og allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér, fannst þú hafa dregið a þurrt
og eftir lífsins vegi
maður fer það sem hann fer
og veistu á miðjum degi
dauðinn, tekur mál af þér

ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma, ómissandi fólk

Allsnakinn kemurðu í heiminn
og allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér, fannst þú hafa dregið a þurrt

ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma, ómissandi fólk

Höfundur texta: Magnús Eiríksson
Höfundur lags: Magnús Eiríksson

mánudagur, janúar 22, 2007

Norðankaldi:

Sit við Dellarann og nýt allra þeirra nútímaþæginda sem ég hef verið án síðustu daga.
Lagði af stað seint á föstudegi í helgarferð með liði frá Björgunarsveitinni Brák, Borgarnesi. Hópurinn og þungir bakpokar voru keyrðir áleiðis inn dal, sem ég man ekki hvað heitir, norður af Borgarnesi. Þegar bílar og bílstjórar treystu sér ekki lengra inn dalinn var pokum hent út og hópurinn skilinn eftir í dimmunni sem þrengdi að okkur í fyrstu. Hófum að ösla snjóinn í blindni, ætluðum sko að koma nætursjóninni í gang! Og viti menn, með glitrandi stjörnuhiminn og stillt norðurljós fyrir framan okkur þá lýstist upp snjórinn. Himininn var þéttsetinn af stjörnum stórum og smáum, hef sjaldan séð annað eins! Við fórum upp og niður hæðir, í gegnum þykka snjóbunka eða löbbuðum á auðum vegi allt kvöldið. Þegar við fórum að nálgast áfangastað (Álfthreppingakofa) æstust norðurljósin upp og upp hófst hin glæsilegasta sýning. Stöðva varð gönguna og göngufólk lá eins og hráviði um svæðið, starandi upp á himinhvolfið þar sem litadýrðin var bleik og sterk græn og gekk í heillandi bylgjum. Eftir þetta orkuskot héldum við galvösk áfram þar til við komum loks að kofanum. Duttum inn í anddyrið, hentum af okkur bakpokum, úr skóm og hlaupið í það að hita upp kofann með litla gasofninum sem stóð á miðju, ísköldu gólfinu. Eftir að pissuhorn við kofann hafði verið ákveðið var snjór settur í potta úr "hinu horninu" og hann hitaður þar til heitu vökvaformi var náð. Skjálfandi náði ég að hella kakódufti í bolla og blanda við vatn og sulla ofan í mig. Síðan var skriðið ofan í svefnpoka og reynt að koma einhverjum hita í kroppinn.
Lagt af stað klukkan ellefu daginn eftir þegar búið var að éta, pakka, tannbursta sig, þrífa og klöngrast út í rökkrið og skilað smá vökva. Greinilegt að ég hafði ekki verið dugleg að drekka vatn. Var með vatnsbrúsa fastan við mjaðmabeltið og þar veltist vatnið um og breyttist hægt og rólega í ís. Þurfti reglulega að kreista brúsann og hrista, til að koma í veg fyrir algjöra íslagningu, og við þennan gjörning leið mér eins og karlmanni eftir skvett úr skinnsokk því brúsinn var á svona skemmtilegum stað!
Heldur meiri vindur þann daginn og því ekki oft stoppað á leiðinni. Stoppuðum þó til að fá okkur smá hádegisnasl og ná okkur niður eftir mesta adrenalín-kikk dagsins: stíflu-klobbinn! Þannig var það að við þurftum að komast yfir eitt stykki á og yfir hana var stífla sem hefur oft verið notuð í þeim tilgangi að krossa ánna. Nema hvað að yfir stíflunni lá þessi fallegi klaki, vel rúnnaður, þannig við tókum upp á því að setjast klofvega á klakastykkið og toga okkur áfram. Sem gekk bara vel fyrir utan að ég rann næstum niður stífluna einu sinni og einn sneri við á leiðinni til að ná í vatnsflösku sem hann hafði misst. Þá misstu hjörtu okkar allra úr eitt slag því hann stóð síðan upp til að setja á sig flöskuna..á klakanum!
Eftir kuldalegan hádegismat var haldið áfram ferð að Langavatni, sem reyndist vera í föstu formi og því gátum við stytt leið okkar að Torfhvalastöðum talsvert. Sem var bara gott því til okkar stefndi þessi myndarlegi og dökki skýjabakki að norðan. Tipluðum leið okkar yfir vatnið, ungliðarnir tjékkuðu reglulega á ísnum, hvort hann væri nokkuð lekur! En við komumst heil yfir vatnið með sólina í bakið og skýjabakka að framanverðu. Eldra liðið fór í það að hita upp kofa og vatn (og hita dýnurnar og svefnpoka..hehe) á meðan yngri deildin fór með skóflurnar okkar og gróf sér myndarleg snjóhús. Greinilega heilmikil orka eftir hjá þeim.
Lágum í móki undir svefnpokum og Halla fjallaljón skapaði stemninguna með munnhörpuspili.
Seint og um síðir hrundu strákarnir inn, dauðsvangir og alsælir með sköpunarverkin sín. Matur var rifinn upp úr bakpokum og umbúðir þeyttust um gólfin þegar innviðið var tætt í sig. Þegar ró hafði færst í mannskapinn var sest við spilamennsku..það er að segja allir nema lata ég sem kom mér ekki úr hlýjum svefnpokanum. Þannig milli svefns og vöku útskýrði ég fyrir þeim spilareglur fyrir nýtt spil handa þeim og lagðist síðan útaf. Vaknaði við hróp og köll seinna í öðru spili hjá þeim og ákvað að drífa mig út að sinna kalli náttúrunnar. Vissi ekki alveg hvert ég átti að snúa mér í þeim efnum þegar ég sá öll músasporin sem skreyttu alla skafla og snjótægjur. Greinilegt að matarlyktin hafði æst upp ábúendur svæðisins. Fann mér stað þar sem engin spor voru og gat sinnt mínu í rólegheitunum fullviss um það að enginn mús myndi trufla.
Vaknað daginn eftir við kvak í vekjaranum um hálftíuleytið. Hægt og rólega dröslaðist mannskapurinn á lappir, flestir stirðir eftir óhemjumagn af súrefni og hreyfingu síðustu daga. Skóflað í sig mat og dóti hent ofan í bakpokana. Kofinn kvaddur með þrifum, skrif í gestabók og matarfórnir færðar á altari ábúenda, snjóskafl. Lagt af stað til móts við bílamóttökuna um ellefu. Labbað upp úr dalnum og síðan niður í flatlendi Borgarfjarðar, nálægt Svignaskarði. Sólin tók glaðlega á móti okkur þegar við klöngruðumst upp úr dalnum og fötum var fækkað í skyndi. Við gerðumst svo frökk að kvarta undan hita, eftir þessa helgarferð þar sem kuldi hafði verið ráðandi, þá leyfðum við okkur þetta þó.
En í heildina þá er ekkert hægt að segja um þessa ferð annað en að hún hafi verið frábær reynsla í alla staði og ferðafélagar sömuleiðis!

Lengi lifi létt og laggóð ferðamennska!

þriðjudagur, janúar 16, 2007

1,2..halló, halló

smá test í gangi. ég og beta-blogger erum orðnir svarnir óvinir og fyrir mér heitir þetta kerfi bara bite-me-blocker!! Hefur ekkert leyft mér að skrifa síðan á jólunum!