Well well
Long time no writin'!!
Svo heppilega vill til að á sama tíma og ég hef ekkert til að blogga um þá fer tölvan okkar slappa í endurmenntun! Hún hefur verið doldið kindarleg í nokkur ár (hún er með Windows ME) en loksins lét pabbi segjast og hún var send í endurhæfingu hjá tölvu quality control vini! Er ekki alveg með á hreinu hvenær hún kemur heim, en henni verður tekið fagnandi af öllum fjölskyldumeðlimum!
Nú er ég semsagt að nota það sem eftir er af eyðunni minni til að pára niður nokkrar línur! Sá að Keisarinn sjálfur er risinn upp frá dauðum, þannig það þýðir ekkert fyrir mann að skorast undan skyldu sinni sem bloggriddari!
Mest alla eyðuna hef ég verið að láta Gumma bursta mig í 'slime' leikjum í tölvunni...þar sannfærðist ég alveg um að hæfileikar mínir eru ekki í tölvuíþróttum!! Ég slapp eftir smá niðurlægingu og við fórum að leita að einhverju öðru...en þá fann Gummi Unreal tournament 2004 demo! Þá var ekki aftur snúið! Gummi heldur ekki vatni og er alveg á því að hlaupa heim til að geta downloadað þessu 'thingy' áður en hann mætir í síðasta tíma sinn..!
Jamm, af mér er ekkert til að skrifa um; er búin klukkan eitt og þá ætla ég að viðhalda vonlausum tilraunum mínum til að endurheimta vöðvavefi mína! Já, þið giskuðuð rétt; ég er að fara í World Class! Er búin að vera rosa dugleg að mæta í Klassann eða í sundlaugina heima... júhú!!
Reyndar eitt sniðugt sem ég verð að segja frá, svo ég haldi áfram að segja skemmtilega sögur; ég var að labba í strætó um daginn! The end!!
Continue; þá var ennþá hálka úti og niður tröppurnar frá MR kemur askvaðandi drengur góður. Ég held áfram göngu minni en lít aftur fyrir mig til að sjá hver sé þar á ferð. Sé út undan mér að það er eingin sem ég þekki og er að snúa mér fram þegar ég heyri að hann hrasar! (vá ég hef killer look!) Sný mér fram og horfi á gæjann fyrir framan og hann lítur upp..og er næstum dottinn á rassinn! Gaurarnir falla fyrir mér í massavís!! Og ofan á þetta bættist svo að bíll skrensaði á ljósum við hliðin á mér! Tja, ég flýtti mér af stað og reyndi að finna eðlilega skýringu á þessum atburðum! Engin orsök enn fundin!
Bezt að standa sig í stríðinu við fat cells! Bonsai!!!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli