mánudagur, febrúar 16, 2004

GUÐSI

Okei okei, ég veit! Smá gelgjumóment hjá mér í gær..! En Orlando Bloom er bara flottur!

En svo við förum að tala um virðingaverðari mann... Helga Hóseasson.
Ég hef aldrei vitað mikið um þennan mann en eins og flestir Íslendingar hef ég séð hann standa með eitt af sínum spjöldum...sem ég skildi voðalega illa hvað átti að þýða.
En þegar ég átti að vera dugleg og vera að læra fyrir próf, þá festist ég yfir heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands um hann Helga. Og ég get ekki annað en sagt að þessi maður veit sínu viti. Hef heyrt marga segja að hann sé klikkaður en ég segi að hann sé fróður maður sem gangi bara doldið langt í þrjósku sinni. Og ríkið á nú part í þeirri þrjósku þar sem það hefur ekki orðið við einfaldri bón mannsins.
Orðafyndnin er með ólíkindum hjá Helga og tengingar ig líkingarnar eru flóknar. Eftir að hann hafði útskýrt nokkur spjöld og nafngiftir skildi maður aðeins samhengið...! Ég og mín familía gátum ekki annað en hlegið að nafngiftum eins og RÍÓ, biskoppur, kirkjuskrifli og þrælar!
Ég er á sama máli og Helgi og myndi vilja að ég væri útskráð úr kristni. Það hvolpavit sem maður hefur sem 14 ára hormóna-táningur hefur lítið að segja. Maður ráfar inn í kirkjuskriflið og játar trú sína á þríeins guðsa. Fylgir bara straumnum í átt að veisluhöldum og gjöfum eins og allir hinir. Nú veit ég að það eru ekki allir á sama máli og ég biðst afsökunnar ef ég hef sært einhvern eða verið að skítkasta kristna trú...!
En þetta er mitt álit; ég tek ofan af fyrir fyrir Helga og hans baráttu gegn óréttlæti ríkisins; trúfrelsi á Íslandi...hver veit?

Ég vil affermast úr kirkjuskriflinu svo að minn farangur sé ekki í hólfi sem ég samþykki ekki!

Áhugasamir um þetta mál; ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá drífið ykkur! Einnig bendi ég á viðtal við Helga og hina galopnu kröfugöngu.

Engin ummæli: