The day of the ashes
Svo virðist sem einhver dularfull veiki sé á vefritum (héðan í frá verður blogg ekki lengur notað og fyllt verður í skarð þess með orðinu vefrit) ef marka má síðustu tvo daga. Annað hvort dettur út commentakerfi eða teljari...veit ekki hvað er að gerast, engu er hægt að treysta. Haloscan er eitthvað að gefa sig!
Í gær var öskudagur og þá voru krakkar (og aðrir aldurshópar) að maska sig upp til að valsa um bæinn og fá gott fyrir misgóðan söng. Gott mál sem þó fylgja mikil læti (sykur beint í æð) og þvílikt magn af sælgætisbréfum og öðrum úrgangi!
Þetta verða semsagt frekar mikil hneykslunarskrif.
Val barna eða foreldra þeirra á búningum við hæfi finnst mér vera komið út í hreina vitleysu. Vil ég þá vitna í frásögn vinkonu minnar af einum búningi sem henni (og mér) fannst fara langt yfir strikið! Á rölti sínu um bæinn rak hún augun í hneykslanlegan búning. Fram hjá henni keyrði bíll þar sem aftan í sat lítill snáði með grímu af andliti Hannibals (sem margir kannast við úr Lambaþögninni og fleiri myndum)! Þetta er að mínu mati ekki búningur sem ég myndi velja á barnið mitt eða leyfa því að bera! Ekki veit ég hvort börn eru orðinn þessum persónum vön eða hvað er að gerast....alla veganna þá kemur svona ekki til greina þar sem ég bý! Systkin mín fóru á grímuball í skólanum á þriðjudaginn. Bróðir minn er 6 ára, systur mínar eru 9 og 11 ára. Bjarni litli bróðir vildi vera ‘dauðinn’ og það fékk hann...en það varð að sjóræningja eftir nokkrar mínútur! Eins og strákum er tamt er hann alltaf mest hrifinn af vondu köllunum...en börn eru alltaf litlar sálir eins og kom í ljós! Ég semsagt keyrði þau upp í skóla og var að stíga aftur inn í bílinn þegar ég sé að Bjarni stendur hikandi við útidyrnar. Ég spurði af hverju hann hefði ekki farið inn og þá sagðist hann vera hræddur við ‘grímuna’. Þá kom í ljós að fyrir innan dyrnar stóð einhver krakkinn klæddur í svarta skikkju og með Scream grímuna fallegu! Að lokum fór hann svo inn og segir mér daginn eftir að honum langi í svona grímu! Bjarni þekkir ekki til myndanna er gríman er svo sannarlega nógu ógnvekjandi!
Nóg komið af þessu í bili! Vildi minnast á einn gamlan öskudagssið sem mér finnst vera að hverfa (aðrir endilega segi mér frá öðru...eða bara þeir sem eru sammála!). Ég man eftir því þegar ég var lítil hvað það var gaman að hengja poka aftan í fólk án þess að það tæki eftir því! Þetta hef ég ekki séð að aðrir séu að gera á öskudaginn ‘anymore’..! Fyrir utan hana mömmu sem enn reynir að halda í þennan skemmtilega grikk! Hún tók sig til og saumaði nokkur stykki og setti ofan í úlpuvasann. Síðan dró hún upp við hvert tækifæri og reyndi að festa í föt annarra! Hún meira að segja nældi einum poka í sjoppueigandann á Kjalarnesi og kom heim með prakkaraglottið! Hún var í essinu sínu í gær og reyndi að fá 17 ára unglingaveikina á heimilinu til að taka nokkra poka með á frjálsíþróttaæfingu og næla í fólk! Og sagði hann já...auðvitað ekki!
Hvað varð um prakkara menningu Íslands (er nú örugglega ekki íslensk menning upprunalega..)? Í stað okkar helstu jólaprakkara eru komnir einhverjir hóhó bumbu kallar í rauðu fóðri með hvíta loðkraga! Og engir fleiri öskudagspokar nældir í föt grunlausra (reyndar...getur skemmt fötin hjá fólki!).
Hvernig endar þetta?! ‘ó föðurlandið fríða...’
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli