~ Ó hve létt er þitt snjóhljóð..ó hve lengi ég beið þín (snjór) ~
Hmm...þrír dagar síðan það skrifaðist eitthvað inn á þetta blogg! Og á meðan eru Gummi Drekafluga og Hanna Frostrós að afsaka sig eftir tveggja daga fjarveru! Tja...þið tvö getið huggað ykkur við það að það eru verri bloggarar þarna úti í kuldanum!!
Smá innsýn í líf Kjalnesinga síðustu daga! Ekkert búið að gerast...
En það verður seint sagt að þeim hafi verið heitt í gær! Þannig var það að rörið sem flytur heitt vatn til okkar tók upp á því að springa í gær! Þannig að keyrandi fólki um Vesturlandsveginn blasti við næsti gufuhver landsins! Það tók nokkra tíma að laga þetta og því var 100 % kalt vatn í hverfinu! Einmitt þegar mín ætlaði að skella sér í sturtu og svona!
Ég harkaði þetta af mér eins og Íslendingum er blóð borið! Smellti mér í körfubolta með körlunum af Kjalarnesinu og síðan var svitinn kældur í cool shower áður en maður stökk út í laugina. Þar var ennþá vottur af heitu vatni og því var hún notuð sem stór unisex sturta! Namminamm; hreinleg og fín sturta þar! Var eina mínútu ofan í en svo gat ég ekki meir og fór upp úr! Dreif mig heim og sat við sturtuna og beið eftir að heita vatnið kæmi á! Það kom loks á 4-5 klst. frá því að það yfirgaf okkur! Orkuveitunni sé lof!
Mottóið fyrir þessa dæmisögu; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
(endilega skammið mig fyrir guðlast eða stafsetningavillur!)
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli