Samurai stemning!
Já, ég fór á The Last Samurai í gær, föstudaginn 6.febrúar. Þessi mynd er alveg frábær, en ber með sér að hún er bandarísk!! Setur soldin blett á heildarmyndina! Folks, séuð þið ekki fyrir langa mynd sem inniheldur; enga týpíska módel karlmenn, fullt af flottum sverð-bardagasenum og öðrum, japanskt tal (Hanna Lilja, varð hugsað til þín!) og gamlar hefðir...þá mæli ég með því að þið fjárfestið í miða á einhverja aðra mynd!!
Það hefur reynt rosalega á ökuhæfileika mína síðustu dagana! Eftir að snjórinn sturtaðist niður hafa torfærur verið óumflýjanlegar! Sérstaklega þegar svona brúnn leðjusnjór er á veginum...þá ræður bíllinn sér ekki og fer að sveifla sér um skítugt dansgólfið! Þá verður ökuþór að vera snöggur að hemja partýanimalið áður en það fer út af dansgólfinu eða dansar utan í aðra félaga...!
Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé frekar svalt úti! Ekki veit ég hvort mælirinn okkar sé bilaður, en hann er ekki búinn að fara ofar en -10°C í dag! Ferð upp í Skálafell var snarlega strikuð út af 'things-2-do' listanum!
Ég er ekki búin að fara út fyrir hússins dyr nema tvisvar! Auðvitað varð maður að fóðra litlu hnoðrana sem fljúga um hverfið í hundruða tali....og svo er líka nammidagur í dag! Össlaði upp í sjoppu og náði mér í smá nammi!
Semsagt, í dag verður lítið gert sem telst dugnaðarverk en á morgun er ætlunin að taka á því!! Stefnan er að ganga upp á Esjuna klukkan níu um morguninn með björgunarsveitinni. Látum svo líklega aðra björgunarsveit koma og bjarga okkur..!
Síðan um kvöldið þegar búið er að bræða grýlukertið úr nefinu og tilfinning kominn í afturendann er áætlað að fara í bæinn að hitta bekkjarfélaga mína. Reynt verður að greiða úr dimissionflækjum og koma búning og fleiri hlutum á hreint!
Lifið heil!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli