Just another psycho sunday
Ekki meiri engelska hér í bili, ekki nema smá slettur...! Og lesendur eru hér með beðnir að hætta lesningu sinni, vilji þeir ekki skaðast af niðurdrepandi frásögn þessari..
Ekki alveg rétt hjá mér á föstudaginn; fór ekki beint að sofa heldur beið eftir pizzum úr ofninum og kláraði 3/4 af ljúffengri pizzu sem mamma gerði (með smá hjálp frá mér). Eftir þetta óhugnarlega ítroðsluatriði hrundi ég niður í sófann og horfði á sjónvarpið með einu auga. Á endanum gat ég ekki haldið mér vakandi þannig ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að leggja mig í tvo tíma eða svo..og horfa svo á meira sjónvarp (what are friday's for..!). En í stað tveggja tíma fegrunarblunds var mín komin í 13 tíma afleysingarjobb fyrir 'Sleeping beauty'! Þegar ég rumskaði um tíuleytið á laugardagsmorgun fann ég að dauðu heilasellurnar höfðu safnast fyrir í hálsinum. Greinilegt a? léttklæddur árshátíðarfarinn ég gerði mér ekki gott að láta niður-rigna mig á fimmtudaginn!
Til að gera daginn enn betri ákvað ég að fara með pabba í Vesturbæinn og hjálpa til við að pakka niður innbúinu hennar ömmu. Skóflaði í mig morgunmat og fór í snöggt brusebad. Síðan var keyrt í bæinn með trefil lauslega bundin um hálsinn. Þegar komið var inn í eitt af útlitsljótari húsum Kaplaskjólsvegsins sá ég að öll systkin pabba voru kominn (nema einn). Ég andaði að mér gamalkunnri lykt..langt síðan ég hafði verið þarna. Á meðan ég heilsaði einni af eldri systrum pabba leit ég í kringum mig og sá að það var heldur tómlegt í húsinu! Þegar ég klæddi mig úr fann ég að hún horfði ennþá á mig. Hva, hef ég gleymt að klæða mig í buxur eða hvað, hugsaði ég. Nei, þá segir hún; Mín bara búin að bæta á sig! og potar svo í mig. Ha ha, getur bara vel verið, segi ég og brosi. Á meðan amma bjó í húsinu og gat ennþá talað, þá var þetta oftast það fyrsta sem hún sagði við mig. Og núna hefur dóttir hennar tekið við..! Ég veit svo sem að ég hef bætt á mig óhugnalega mikið núna, þannig það var ástæða fyrir hana að segja eitthvað. En það var alveg sama hversu vel maður leit út í den, þá hafði amma alltaf eitthvað að segja. Núna situr hún bara inni á draugaheimili ósjálfstæðra og segir voða fátt.
Ég pakkaði niður í marga kassa innvöfðum matarstellum og hlustaði á pabba og systkinin rifja upp margar minningar tengdar einhverjum hlutum eða öðru. Til dæmis fann ein systirin þrjá kassa fulla af kortum og það kom í ljós að þau voru notuð við öll tækifæri í gamla daga! Brjefspjald (eins og það kallaðist) sendu langamma og langafi til ömmu innanhúss þegar hún var 1 árs! Og hún fékk seinna meir kort í tilefni sumars, nýs árs og fullt af öðrum tilefnum! Eftir 4 tíma var ákveðið að slútta þessu í bili. Ég fékk til eigna tvo gamla kjóla af ömmu og gamalt vegabréf sem átti að henda. Heima fór ég upp í rúm og las Sölku Völku.
Annað gerði ég ekki af mér í gær. Vaknaði últra snemma í morgun með mjög illt í hálsinum! Fjandinn!! Nenni ekki að standa í svoleiðis veseni!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli